Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 3
Núverandi eigandi Kostakaups, Friðrík Gíslason, sem keypti af „huldumanninum": ,,/Etla að staögreióa allar vöwr“ Hinn ungi eigandi og forstjóri Kostakaups, Friðrik Gíslason, sem nýverið keypti verslunina og hefur hafið þar rekstur, er ekki „huldu- maðurinn“, sem keypti fyrirtækið af skiptaráðanda. Friðrik sagði í við- tali við Fjarðarpóstinn í fyrradag, að hann hefði ákveðið sig og keypt af „huldumanninum“ á innan við sjö klukkustundum. Hann vill ekki gefa upp nafnið á viðsemjanda sínum, en aðspurður um hvort þar væri um ættingja eða skyldmenni að ræða svaraði hann: „Ekki alveg“. Hann vildi heldur ekki gefa upp kaupverð, en sagði það „miklu“ hærra en 12-20 milljónir króna. Sú tala hefur verið nefnd í „bæjarrabbi“ síð- ustu daga. Friðrik sagðist ætla að vinna sjálfur við verslunina og kvaðst ætla að láta reynsluna ráða um, hvort einhverj ar breytingar yrðu á rekstrinum. Hann sagðist í fljótu bragði ekki sjá annað en flestu ’ / pi| hefði verið vel fyrir komið, en kvaðst ætla að hagræða öðru eftir þörfum. Verslunin verður áfram opin á sömu tímum og fyrr, þ.e. frá kl. 9 til 18.30 virka daga, nema föstu- daga, en þá er opið til kl. 20. Á laugardögum verður opið frá kl. 10 til 16. Aðspurður sagði Friðrik, að matvöruverslun væri þung í dag, en það var á honum að skilja að hann hlakkaði til þess að takast á Starfsfólk Kostakaups sl. mánudagsmorgun, en Friðrík hefur þegar ráðið 17 starfsmenn afþeim sem áður ttnnu í versluninni. Slysstaðir SLYSSTflÐUR 2.37. Skemmtist. úti 29.9*2 25.5'-< flnnað Heima 19.3^ 4.9K Skóli 18. l'rí Vinna I ársskýrslu Heilsugæslustöðvarinnar, sem greint var frá í síðasta blaði, má lesa mikinn fróðleik. Hér að ofan er línurit um slysstaði Hafnfirðinga á árinu 1986 - við verkefnið. Hann var að lokum spurður álits á stöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfum. Hann svar- aði: „Ég vona að fólk taki vel nýj- um eiganda og ég heyri engar óánægjuraddir með reksturinn eins og hann var. Það hefur tekist að halda hér vöruverði niðri, eins og komið hefur fram í fjölmörg- um verðkönnunum. Ég ætla að taka upp sömu stefnu og Fjarðar- kaup, það er að staðgreiða allar vörur og fá með því lægra vöru- verð. Ef þvinga á vöruverð niður verður það að byggjast á slíkum viðskiptum.“ Friðrik Ciíslason er aðeins 25 ára. Hann er kvæntur Guðríði Svavarsdóttur. Þau eru búsett f Kópavogi, en Guðríður er úr Hafnarfirði. Friðrik hefur fengist við ýmislegt um dagana og má teljast stóreignamaður, þó ungur sé. Hann á fyrirtækið Videómeist- arann, sem hefur aðsetur í Breið- holti og Árbæ. Einnig á hann Pitsa- meistarann að Seljabraut 54 svo og Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna, sem er rekin á höfuð- borgarsvæðinu, svo og á nokkrum stöðum úti á landi. Aðspurður um Friðrik Gíslason menntun sagðist hann ómenntað- ur. Hann hóf störf á hjólbarða- verkstæði 17 ára og hefur „unnið sig upp“ í fyllstu orðisins merk- ingu síðan. Friðrik hefur endurráðið vel- flest fyrra starfsfólk Kostakaups, eða 16 til 17 manns. Hann vantar enn fólk í kjötið, en hefur þegar ráðið nýjan kjötiðnaðarmann. KOMPAN: VANEFNDIR Á LÓÐA- FRAMKVÆMDUM Brynjólfur Eyvindsson héraðs- dómslögmaður hefur sent bæjar- yfirvöldum afrit af bréfi til Krist- jánssona h.f. varðandi meintar vanefndir á lóðarframkvæmdum að Hvammabraut 6. Bæjarráð vís- aði málinu til bæjarlögmanns. SPARKVÖLL Á SIMBATÚN 89 íbúar í grennd við Einarsreit hafa farið þess á leit við bæjaryfir- völd, að gerður verði opinn spark- og leikvöllur á hraunbala neðan við fiskverkunarhús á reitnum. Bæjarráð samþykkti erindið. VINNULÍNA R.H. Rafveita Hafnarfjarðar hefur leitað eftir heimild til línulagnar. Landsvirkjun hefur óskað eftir að fá rafmagnsheimtaug að áætluð- um byggingarstað nýrrar aðveitu- stöðvar við Hamranes. Bæjarráð samþykkti framkomið erindi RH fyrir sitt leyti, enda fallist skipu- lagsnefnd á málaleitanina. Áskil- ið er að umrædd lína verði færð bæjarsjóði að kostnaðarlausu þegar þess þarf LAUSN ÚR STARFI Rut Jónsdóttir hefur sagt lausu starfi sínu við Bókasafn Hafnar- fjarðar. Fór hún þess á leit að láta strax af störfum. Bæjarráð varð við málaleitan hennar. TOPPASETT úr 100% silki Gott úrval affallegum undirfatnaði Snyrtivöruverslunin TARÝ Reykjavíkurvegi 60, S. 652085

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.