Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.09.1988, Blaðsíða 6
Brídgefélagið: Vetrarstarfið er ao hefjasl Brídgefélag Hafnarfjarðar hefur árlega starfsemi sína n.k. mánudag 19. september með eins kvölds tvímenningi. Fyrsta keppni vetraríns verður 3. október I vetur verður spilað á mánu- P> , . dagskvöldum í lþróttahúsinu við Strandgötu, félagsmiðstöð- inni á efri hæðinni, og hefst spilamennskan kl. 19.30. Næsta mánudag verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur, en 3. október hefst fyrsta keppni vetrarins, sem verður tveggja kvölda tvímenningskeppni með Mitchell-fyrirkomulagi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir nýja spilara til að taka þátt í og kynnast keppnisbridge og spreyta sig í félagsskap reyndra keppnisspilara. Síðasta ár var eitt hið grósku- mesta í sögu félagsins. Sjaldan hefur verið jafnmikil þátttaka í spilakvöldum félagsins, og keppt var við Bridgefélag kvenna og bridgefélögin a Akranesi og Selfossi, auk þess sem farið var í keppnisferð til Kaupmannahafnar. Keppnisstjóri er, eins og undanfarin ár, Ragnar Magnús- son. JC-dagur í októben Kjörorðið er „æskulýðsmál" Vetrarstarf JC Hafnarfjarðar er hafið, en sl. fimmtudag var haldinn fyrsti félagsfundurinn. JC-dagur verður síðan 29. október n.k. og er kjörorð hans „æskulýðsmál“. JC-Hafnarfjörður hélt lands- þing JC-hreyfingarinnar sl. vor, en það var í fyrsta sinn í 15 ára sögu félagsins sem það var gert. A aðalfundi í júní tók ný stjórn við störfum, en í JC má enginn gegna sama embætti lengur en í eitt ár. Forseti félagsins er Gunnur Bald- ursdóttir. Starfsemi félagsins liggur að mestu niðri á sumrin, þó var farið í gróðursetningarferð í reit JC- Hafnarfjarðar. Stærsta verkefni þessa starfsárs verður Skandek-þing sem haldið verður í maí 1989. Það er þing sem félagar úr einu JC-félagi á hverju Norðurlandanna sækja. Búast má við, að á þinginu verði 70 til 100 manns frá eftirtöldum JC-félögum: JC Skive í Dan- mörku, JC Halmstad í Svíþjóð, JC Rauma í Finnlandi, JC Töns- berg í Noregi og JC Hafnarfirði. Ný snyrtivöruverslun Opnuð hefur verið ný snyrti- vöruverslun að Reykjavíkurvegi 60 og ber hún nafnið Snyrtivöru- verslunin TARY. Eigendur eru Jón Hartmann og Erla Karels- dóttir. Á boðstólum verslunarinnar eru snyrtivörur fyrir konur og karlmenn. Merkin eru Colosé, sem aðeins er selt í TARÝ, Revl- on og Gallery. Undirfatnaður úrsilki, satíni og bómull, fæst einnig í versluninni. Þar er um að ræða náttkjóla, toppa, stutta samfestinga, sem eru mjög vinsælir um þessar mundir o. fl. Skartgripir, sokkabuxur og fleira er einnig að finna í TARÝ. Lögð verður áhersla á góða þjón- ustu og verður til dæmis hægt að fá prufur af snytrivörum og ilmvötn- um, ef óskað er. ,*rm Erla Karelsdóttir, borðið í TARÝ. annar eigandi verslunarinnar, fyrir innan búðar- Frá setningarathöfn fyrsta landsþings JC-hreyfingarinar, sem haldið hefur verið í Hafnarfirði. Það var haldið sl. vor, en setningarathöfnin fórfratn í Víðistaðakirkju við hátíðlega athöfn. Flóamarkaður Til sölu svefnbekkur (með tveimur skúffum). Káeturúm með skrifborði. Upplýsingar í síma 54543 eftir kl. 17. 23 ára stúlka óskar eftir atvinnu. Flest allt, nema vaktavinna, kemur til greina. Uppl. í síma 53554. Saumið sjálfar Tilsögn í heimasaumi. Námskeiðin hefjast um mánaðarmótin september, okóber. - Marlaug Einarsdóttir s. 52142. Til sölu Handprjónaðir vettlingar og leistar. Einnig til sölu á sama stað kápa og jakki í litlu númeri. Uppl. í síma 54423 milli kl. 16 og 18. Tímatafla Körfuknattleiksdeildar Hauka 1988-1989 6. og 7. flokkur Ingvar S. Jónsson Mánud. 18-19 Lækjarskóli Þriðjud. 17-18 Haukahúsinu Miðvikud. 21-22 Víðistaðaskóla Laugard. 9-10 Víðistaðaskóla 8.og9. flokkur IngvarS. Jónsson Mánud. 19-20 Lækjarskóla Þriðjud. 18-19 Haukahúsinu Miðvikud. 22-23 Víðistaðaskóla Laugard. 10-11 Víðistaðaskóla Drengjaflokkur IngvarS. Jónsson Mánud. 20-21 Lækjarskóla Þriðjud. 19-20 Haukahúsinu Laugard. 11-12 Víðistaðaskóla Unglingaflokkur Þriðjud. 20-21 Haukahúsinu Föstud. 15-16 Haukahúsinu M-bolti Henning Henningsson Þriðjud. 19-20 Víðistaðahús Föstud. 16-18 Haukahúsinu Laugard. 12-13 Lækjarskóli 3. fl.kvenna Einar Skarphéðinsson Þriðjud. 16-17 Haukahúsinu Föstud. 20-22 Lækjarskóla Pasta hvers konar nýtur sívaxandi vinsælda og er úrvalið af þesssum matvælum á markaðinum orðið hreint ótrúlegt. Hægt er að fá pöstu í svo til öllum gerðum, stærðum, lengdum og litum. Pöstu má nota með velflestum mat. Nýverið kynnti Heildverslun Karls K. Karlssonar Mueller's pöstu, sem er mest selda pastað í Bandaríkjunum, fyrir blaðamönnum. Myndin hér að ofan er tekin við það tækifæri.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.