Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 28.09.1988, Blaðsíða 6
Emil á fjalimar í Bæjarbíói á ný: Nýtt stykki á næstunni - Hafnarfjarðairevíunni frestað fram yfir áramótin. Starfsemi Leikfélagsins er komin á fulla ferð á ný. Emil í Kattholti hefur tekið til við prakkarastrik sín með fullum krafti og verða sýningar á leikritinu n.k. laugardag og sunnudag. Nýtt stykki er í undirbúningi, sem sett verður á fjalirnar bráðlega. Ákveðið hefur verið að fresta Hafnarfjarðarrevíunni fram yfir áramótin. Emil var sýndur íyúr fullu húsi í ákveðið hvaða verk verður fyrir allan fyrravetur. Á síðustu sýn ingunni fékk fimmþúsundasti gesturinn minjagrip að gjöf frá Emil. Aðsókn verður látin ráða, hversu lengi vetrar Emil verður sýndur. Að sögn leikhúsfólks er þegar farið að undirbúa æfingar á nýju stykki, en ekki hefur verið valinu. Gera menn sér vonir um að fá Hávar Sigurjónsson til að leikstýra því. Vegna anna við flutninga inn í Bæjarbíó á ný og undirbúning við að koma Emil í gang var tekin sú ákvörðun að fresta Hafnarfjarð- ÍRIS hefur vetrarstarf ITC deildin ÍRIS er að hefja vetrarstarfið. Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 3. október n.k. að Hjallahrauni 9 (slysavamarhúsinu) og hefst hann kl. 20.30. ÍRIS, ITC-deildin, er níu ára um þessar mundir, en klúbbur- inn gekk áður undir heitinu mál- freyjur. Hámarksfjöldi í hverj- um klúbbi er 30 konur. Fastir fundir eru fyrsta og þriðja mán- udagskvöld í hverjum mánuði. í fréttatilkynningu frá írisar- konum segir m.a., að klúb- bstarfið gefi tækifæri á tjáningu, þjálfun fundarskapa, ennfrem- ur að kynnast hressu fólki. ITC- deildir eru starfandi um land allt. Forseti írisar er Ingigerður Sigurðardóttir. arrevíunni fram yfir áramót, en þá gefst einnig betri tími til undir- búnings. Það hefur vakið mikla athygli leikhúsfólks, hversu Hafnfirðing ar sjálfir virðast sækja Emil illa Af 29 hópum, sem svo til slógusl um sætin í fyrravetur, og komu alls staðar að af landinu, voru að- eins þrír hópar barna úr Hafnar- firði. Segja má að hver einasti sveitaskóli á Suðurlandi, auk skólanna í Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn og víðar hafi sótt sýn- ingarnar, en fátt er um pantanir enn úr Firðinum. Leikhúsfólki reiknast til, með því að yfirfara pantanir fólks, að hámark 10% leikhúsgesta hafi verið úr Hafnar- firði. - Það er stundum sagt að grasið virðist ætíð grænna hinum megin við girðinguna. Kannski sannast það hér enn og nú. Leikhúsfólk segist ánægt að vera komið í Bæjarbíó á ný. Það hefur þó svolitlar áhyggjur af því ef rífa á Pólarkaffi, en það er aðal- geymsla félagsins um þessar mundir. Rólegt sumar hjá slökkviliói Um miðjan mánuðinn ofhitnaði mjölþurrkari í Lýsi & Mjöli, eldur varð laus í eldsneytisbrúsa við Suðurvang 1, reykurfrá brennslu- ofni að Sólvangi olli því að reyk- skynjari fór í gang. Þá kom upp eldur vegna ofhitunar feitipotts að Reykjavíkurvegi 72, eldur varð laus í skurðgröfu við Lyngás í Garðabæ. Auk þessa var farið einu sinni vegna bilunar í viðvör- unarkerfi Hafnarborgar og einu sinni var spúlað niður steypu- blöndunarefni, sem hafði hellst niður á akbraut. I ágústmánuði varð eldur tvisv- ar laus. Þann 11. ágúst ítimbri við Einarsreit, sem reyndist íkveikja og þann 18. var eldur í yfirgefnu húsi við Kaplakrika. í þrjú skipti var þá farið vegna boða frá við- vörunarkerfum, þ.e. reykskynjari í eldhúsi Bessastaða, raki setti kerfi lyfjafyrirtækisins Delta að Reykjavíkurvegi 78 í gang og brunaboðinn í Hafnarborg var settur í gang. KOMPAN: AFREKSMANNA- SJÓÐ í GAGNIÐ Sundfélag Hafnarfjarðar hefur sótt um styrk til Arnþórs Ragnars- sonar vegna undirbúnings og þátt- töku í Olympíuleikunum. TÁKN H.F. LEITAR STUÐNINGS Bæjarráði hefur borist bréf frá Tákni h.f. þar sem farið er fram á stuðning bæjarins til að kynna golfvöllinn á Hvaleyrarholti. í bréfi frá Tákni h.f. er greint frá þeirri ætlan fyrirtækisins að gefa út bók um golfíþróttina og um golfvelli. Sótt er urn styrk í þessu skyni. 6 Gömlu dansarnir í Vitanum! Laugardaginn 1. október leikur Tríó Jóns Sigurðsson- arfyrir dansi kl. 21-01 Aðgangseyrir kr. 500.- Slökkviliðið hefur átt fremur náðugt sumar. Útköll í júlímánuði voru 13, þar af 11 vegna elds. I ágúst voru aðeins fimm útköll, þar af tvö vegna elds. Þá var í sumar haldin æfing, þegar kveikt var í gömlu húsi í Kaplakrika. Var slökkviliðið mætt á staðinn á mettíma og fóru þar fram æfíngar. Ekki var eldurinn þó slökktur, enda meiningin að húsið brynni til kaldra kola. í skýrslu slökkviliðsstjóra segir arnes 14 í Garðabæ, frystikistu að um útköll í júlímánuði, að komið Erluhrauni 4, í netadræsum við hafi upp eldur f gróðri við Krýsuvíkurveg, reyndar tvívegis; Sólvang, í timburstæðu við Þrast- í dúfnakofa við Hraunhvamm. Frá œfingunni, þegar kveikt var í húsinu í Kaplakrika. Fimmþúsundasti gesturinn með minjagripinn, sem Emil afhenti á síð- ustu sýningunni í vor. Björgunarskóli LHS: Tólfta starfsárið Björgunarskóli Landssam- band hjálparsveita skáta er að hefja sitt tólfta starfsár undir kjörorðunum: „Aukin kunn- átta- bætt þjálfun - betri árang- ur.“ j nýútkominni vetraráætl- un skólans eru tímasctt ýmis framhaldsnámskeið og leibein- endanámskeið fyrir björgunar- sveitamenn og aðra sem tengj- ast björgunarstörfum. Námskrá skólans er send öll- um björgunarsveitum, almannavarnanefndum og lög- regluembættum. Þessir aðilar geta pantað önnur námskeið fyrir sitt fólk og útvegar skólinn þá leiðbeinendur og kennslug- ögn. UNGLINGALEIKHÚS Leikfélag Hafnarfjarðar heldur stofnfund ung- lingadeildar í Bæjarbíói föstudaginn 30. sept- ember nk. kl. 18. Nemendur úr 7. til 9. bekk vel- komnir. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Námskeið í leiklist fyrir unglinga hefst mán- udaginn 3. október nk. og stendur í tvær vikur. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í síma 50184 eða á stofnfundi unglingadeildar, sem auglýstur er hér að ofan. Strax eftir námskeiðið hefst vinna við leiksýn- ingu. Leiðbeinandi og leikstjóri verður Guðjón Sig- valdsson. Þátttökugjald: ÁHUGI Leikfélag Hafnarfjarðar Lögð er áhersla í björgunar- skólanum á þjálfun nýfenginnar þekkingar við raunverulegar aðstœður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.