Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 5
HflRDflR ptsturmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRlÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Hlutverk Fjarðarpóstsins Aö marggefnu tilefni verður hér aöeins drepiö á meginatriði rit- stjórnarstefnu Fjarðarpóstsins, en blaöið sér sig knúiö til að rifja þetta upp. Þeir sem fylgst hafa meö útgáfu bæjarmálablaðanna, sem nú teljast tvö, síðustu mánuði, sjáfljótlegareginmun. Fjarðarpósturinn erseldur en hinu er dreift frítt, jafnvel einnig utan Hafnarfjarðar. Fjarðarpóstur- inn hefur ekki þá vinnureglu að safna fyrst auglýsingum og nota síðan það pláss sem eftir er undir efni. Efnið hefur forgang, en því er ekki að neita að rýrnandi auglýsingar í versnandi tíð verslunarinnar í Firðin- um hafa gert fjárhagsdæmið erfitt. - Blaðið kemur þó enn út og má þar þakka sívaxandi sölu þess. Með enn aukinni sölu verður því þörfin fyr- ir auglýsingar minni og plássið fyrir efni meira. Blaðið kemur út viku- lega, hvern miðvikudag, og mun gera á meðan stætt er. Fjarðarpósturinn sér enn ekki ástæðu til að vekja hylli auglýsenda með málamyndadreifingu utan bæjarmarkanna og enn síður til að standa í viðskiptum um dreifingu allskyns auglýsingabæklinga, enda fá bæjarbúar áreiðanlega nóg af slíkum sneplum þess utan. - Póst- áskrift til fólks sem á uppruna eða ættingja í Firðinum og búsett er um allt land, eykst þó með hverri vikunni og mun blaðið leggja rækt við þá utanbæjardreifingu. Fjárhagsgrundvöll byggir blaðið sem sagt á því að það seljist vegna efnisinnihalds þess en ekki á margbreytilegum sölusamningum, áður en að vinnslu frétta og greina er komið. Blaðið þarf þó einnig á auglýs- ingum að halda, ef það á að geta haldið starfsfólk til að sinna sínu hlut- verki og þar hefur vissulega þrengt að, eins og hjá öðrum þjónustufyr- irtækjum í bænum. Hlutverk og ritstjórnarstefna Fjarðarpóstsins er að miðla upplýsing- um til bæjarbúa og þjóna einstaklingum og hinum ýmsu félögum og félagasamtökum um allt það sem Hafnfirðinga og Hafnarfjörð varðar. Þá lítur blaðið á það sem eitt af sínum meginhlutverkum að upplýsa almenning um hvað kjörnir fulltrúar þeirra við stjórnun bæjarfélagsins aðhafast, hvernig þeir þjóna bæjarbúum og fara með hagsmuni þeirra og fé. Þetta kann að valda ráðamönnum bæjarfélagsins „vandræðum", eins og sannast hefur áþreifanlega nýverið. - Væntanlega er ástæðan sú, aö þeir hafa vanist því að enginn væri að skipta sér af gjörðum þeirra, nema þá einstaka maður með sín persónulegu mál. Þetta sýnir best og sannar þörfina fyrir upplýsingamiðil eins og Fjarðarpóstinn. Bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, sagði á bæjarstjórnar- fundi í gær, að halda þyrfti enn nýjan „friðarfund" nefnda bæjarins um byggingarmála og skipulagsmál, ásamt embættismönnum sem um þessi mál fjalla, bæjarfulltrúum og öðrum sem málin varða til að: „Taka gasið úr þeirri flösku", eins og hann orðaði það. Hann tók gasið vonandi úr sinni flösku á baksíðu Hafnfirska fréttablaðsins í síðustu viku. Því miður hafði hann ekki „nennu", eins og hann orðaði það, til málefnalegrar umfjöllunar. Það skal tekið hérfram að Fjarðarpósturinn hefurekki „nennu“ til að svara persónulegu skítkasti, en varðandi þann lið að Fjarðarpósturinn sé málpípa minnihlutans, þá er skýringarinnar líklegast að leita í því, að minnihluti bæjarstjórnar hefur steinsofið í hlutverki sínu. Þess vegna eru frásagnir Fjarðarpóstsins af einföldum staðreyndum um stöðu mála álitnar árásir á friðhelgi „einkalífs" meirihlutans til að ráðskast með vald sitt. Fjarðarpósturinn mun halda sinni stefnu, hvað svo sem þeirflokkar heita sem eru í meirihluta eða minnihluta i bæjarstjórn. Það kemur blaðinu hreint ekkert við. Fjarðarpósturinn mun einnig láta gott heita, þó honum sé kennt um öll þau ófriðarbál sem fengið hafa að fara leynt fyrir almennum bæjarbúum, en koma nú fyrst fyrir þeirra sjónir. Það má efna til eins margra „friðarfunda" og bæjarstjórninni sýnist með þeim inngangi að allt sé þetta Fjarðarpóstinum að kenna - bara ef þeim, sem bæjaryfirvöld eiga að þjóna, er ekki meinaður aðgangur að þeim upplýsingum sem hlutverk bæjarmálablaðs er að miðla. „Hver gerir slíka áætlun“ - Fjárhagsstaöan er enn þá „afspymusteik“ sagii bæjarstjóri m.a. á bæjarstjómarfundi í gær. Staða fjármála bæjarsjóðs tók stóran hluta umræðutíma bæjar- stjórnar á fundi hennar í gær, en þar lá fyrir skýrsla endurskoðanda bæjarsjóðs fyrir bráðabirgðauppgjör fyrstu níu mánuði ársins. Bæjar- endurskoðandi gerir ákveðnar athugasemdir við marga liði uppgjörs- ins og sérstaklega finnur hann að því, hversu margir liðir í fjárfesting- um hafa farið úr böndum. Bæjarstjóri, Guðmundur Árni, sagði m.a. í svörum sínum, að þrátt fyrir þetta væri staða bæjarsjóðs „afspyrnu- sterk“ og hann sagði einnig, að niðurstaða bæjarsjóðs í árslok yrði réttu megin við núllið, án þess að farið yrði í stórfelldar lántökur. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjörinu eru gjöld umfram tekjur kr. 58,6 millj. kr., en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 66 þúsund umfram gjöld. Bæjarfulltrúarnir Árni Grétar Finnsson, Jóhann Bergþórsson og Sólveig Ágústsdóttir, ræddu um skýrslu bæjarendurskoðanda og bentu á ýmislegt sem þar kemur fram og kröfðust skýringa á öðr- um liðum. M.a. bentu bæjarfull- trúarnir á, að alvarlegast í máli þessu væri, að innheimta gjalda hefði á sama tíma aldrei verið betri, ennfremur hefði bæjarfé- laginu áskotnast umtalsverðar tekjur, sem ekki var reiknað meö í fjárhagsáætlun. Sólveig Ágústs- dóttir sagði m.a. varðandi niður- stöðurnar, að hún sæi alls enga ástæðu til að eyða þeim gífurlega tíma sem varið væri við gerð fjár- hagsáætlana, þegar á engan hátt væri farið eftir þeim. Varðandi Engidalsskóla kemur fram, að kostnaður við stækkun hans var áætlaður kr. 15 millj. kr., en kominn í rúmar 44 millj. kr. 30. september sl. Bæjarendurskoð- andi spyr í þessu sambandi: „Flver gerir slíka áætlun? Hefur verið gerð breyting á áætluninni sem ekki hefur skilað sér í bókhald- inu? í hverju var eftirlit með kostnaði fólgið og var bæjarstjórn kunnugt um slíkan mun og hvern- ig skyldi bregðast við?“. Það kemur einnig fram í skýrslu bæjarendurskoðanda, að kostn- aður við yfirdrátt á reikningi bæjarsjóðs hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar, sem Fjarðarpósturinn greindi frá í síðasta blaði og var um 85 millj. kr. 30. sept. sl., nem- ur nú um 10 millj. kr., en var áætl- aður 1,7 millj. kr. á fjárhagsáætl- un. Þá var ekki gert ráð fyrir nein- um kaupum né sölum á fasteign- um í fjárhagsáætlun, en útgjöld til þess liðar nemi nú þegar 17,4 millj. kr. Endurskoðandi segir einnig: „Eina ferðina enn bendi ég á þá nauðsyn að gerð sé greiðslu- áætlun þannig að til slíkra refsi- vaxta þurfi ekki að koma og yfir- sýn stjórnenda verði betri." Bæjarstjóri sagði í svörum sín- um m.a., áö þrátt lynr þetta ætl- aði hann sér að skila hallalausum rekstri bæjarsjóðs í árslok, og það myndi teljast gott miðað við eins og háfls milljarðs króna veltu á ári. Þess má geta, að bæjarstjóri hefur auglýst lausa stöðu yfir- manns kostnaðareftirlits, en í því starfi á að vera fólgin yfirumsjón með bókhaldi bæjarsjóðs og stofnana hans. Tveir „Grænlendingar“ Iönduouum500tonnum Tvö grænlensk rækjuveiðiskip eru nú í höfn. Það eru þau Abel Egede og Rakel en þau hafa Iandað samtals um 500 tonnum af rækju, eftir langt úthald. Þessi skip byrjuðu veiðar við Vestur-Grænland og fluttu sig síðan yfir á Dorn-bankann, þegar veiðitíminn hófst þar. Heldur er líflegra við höfnina þessa dagana en var fyrir nokkru, að sögn Viðars Þórðarsonar hafnsögumanns. Nokkur stór skip eru vænt- anleg þar á meðal „saltskip" um næstu mánaðarmót. Lóöaúthlutun til Gól h.f. Bæjarstjórn samþykkti í gær með 11 samhljóða atkvæðum, að Gól h.f. verði gefínn kostur á lóðinni nr. 41 við Hvaleyrarbraut undir atvinnuhúsnæði. Á bæjarráðsfundi nýverið voru lagðir fram uppdrættir Arkó h.f., dagsettir í ágúst sl. að byggingu á lóðinni, ásamt umsögn skipulags- stjóra, sem telur nýtingu vera of háa. í tillögu bæjarráðs til bæjar- stjórnar sagði m.a, að fyrirtækinu Fríkirkju- kaffisala Hin árlega kaffísala Kven- félags Fríkirkjunnar verður n.k. sunnudag, þann 30. októ- ber í íþróttahúsinu við Strandgötu, að lokinni messu í kirkjunni. Kvenfélagskonur hvetja alla Hafnfirðinga til að koma milli kl. 15 og 18 og fá sér kaffi og kökur, en þær verða seldar afhlaðborði. Ágóðinn rennur í nýja safnaðarheimilið, sem söfnuðurinn hefur nýverið fest kaup á. Betra líh Jurtarétta skuli gefinn kostur á umræddri lóð samkvæmt framlögðum uppdrátt- um og með teknu tilliti til athuga- semda skipulagsstjóra. Áskilið er að bygging hefjist eigi síðar en í aprfl 1989 og ljúki að fullu eigi síð- ar en 1991. Verslunaimannalélagið: GOára Verslunarmannafélag Hafnar- fjarðar varð 60 ára þann 28. júní sl. Fyrsti formaður félagsins og aðalhvatamaður að stofnun þess var Jón Mathiesen. Núverandi formaður er Friðrik Jónsson. Félagið býður öllum félags- mönnum og velunnurum til afmælishófs í Gaflinum n.k. laug- ardag kl. 15. Fjarðarpósturinn sendir félaginu og félagsmönnum árnaðaróskir í tilefni þessa merk- isáfanga. námskeið „Betra Iíf“ er kjörorð fyrir röð af námstefnum sem Aðventistar standa fyrir. Þar er áherslan lögð á heilbrigt líferni, t.d. er nám- skeiðið „Ondum léttar“, sem sagt var frá í síðasta tölublaði ætlað reykingafólki, sem vill hætta reykingum. Það hefst í Flensborg- arskóla fímmtudaginn 27. októ- ber n.k. Þá hefst í Hainarfirði þann 3. nóvember n.k. námskeið í gerð ljúffengra jurtarétta. Þar verður áhersla lögð á notkun kornmetis, bauna, soyakjöts og hneta. Áhugi á j urtaréttum fer vaxandi hérlend- is með ári hverju, en á námskeið- inú, sem verður fjögur fimmtu- dagskvöld, munu þátttakendur borða fjölbreytilega jurtarétti og fylgjast síðan með sýnikennslu í samsetningu þeirra. Þá verður á dagskrá „Betra lífs“ streitunámskeið, en eitt slíkt var haldið í Hafnarfirði á sl. ári. Þar er fólki leiðbeint, hvernig á að meðhöndla streitu og uppgötva orsakir hennar. Fleiri námskeið eru í undirbúningi og verða kynnt síðar. ( Fréttatilkynning) Sala ÁTVR í HafnaiMi 2500 2000 1500 1000 500 Mánud vikuna 3.-7. okt. sl. FÖStud Þetta súlurit um áfengiskaup í verslun ÁTVR fyrstu vikuna í október er athyglisvert að mörgu leyti, en þessi vika er mjög einkennandi fyrir áfengissöluna yfirleitt. Úr því má t.d. lesa, að föstudagur er líklega sannkallaður flöskudagur. Mánudagar eru ekki þeir dagar sem minnst er keypt, eins og margir hafa kannski ætlað. Þó afgreiðslur séu svipaðar fyrstu þrjá dagana er magnið áberandi meira þennan mánudag. -------------------------- gerst hefur með sundiðkun KARLAR VILJA kvenna frá því þær fengu sund- KARLATÍMA laugartíma fyrir sig. Tímamótaþing í Firóinum Eitt af sérgreinasamböndum Alþýðusambands íslands, Landssam- band byggingariðnaðarmanna, hélt reglulegt þing sitt í Skútunni í Hafnarfírði dagana 14. til 15. október sl. Þetta þing má teljast tíma- mótaþing, því þar voru lögð drög að inngöngu Málarafélags Reykja- víkur og Múrarfélags Reykjavíkur í sambandið. Að öllum líkindum verður boðað til annars þings í vor í þeim tilgangi að félögin sameinist Landssambandinu. Aðilar að Landssambandi fóru fram umræður um stöðu líf- byggingariðnaðarmanna eru um eyrissjóða, fræðslumál og skipu- 2.700, en 67 fulltrúar þeirra sátu lagsmál sambandsins og A.S.I. þingið í Skútunni. Að sögn Grét- Varðandi stöðu byggingariðn- ars Þorleifssonar formanns Félags aðarins í Hafnarfirði, sagði byggingariðnaðarmanna í Hafn- Grétar, að nóg væri að gera í Firð- arfirði fóru fram á þinginu venju- inum. Hann sagði að fjöldi utan- legaðalfundarstörf. Þar varBene- bæjarmanna stundaði nú vinnu í dikt Davíðsson endurkjörinn for- bænum og hefðu þeir aldrei verið maður. Auk aðalfundarstarfa fleiri. Sú kvörtun hefur borist jafn- réttisnefnd Hafnarfjarðar, að karlar hafa ekki sérstaka karla- tíma í Sundhöllinni, en slíka tíma hafi konur tvisvar í viku. Nefndin tók málið til umfjöllunar, en hún telur ekki tímabært að leggja slíka kvenna- tíma niður, þvert á móti virðist nýting laugarinnar góð á þeim tíma. Samþykkt var að fara þess á leit við forráðamenn Sundhallar- innar að kannað verði hvort ekki sé unnt að veita körlum slíka þjónustu, enda gætu slíkir tímar aukið sundiðkun karla eins og TANNSKOÐUN FRESTAÐ Tannverndarátaki og fyrirhug- aðri tannskoðun 6 og 7 ára barna í grunnskólu, sem fyrirhuguð var í haust, varð að fresta. Stefnt er að því að umrædd tannskoðun verði framkvæmd í febrúar. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar heilsugæslustöðvar, en ástæða frestunarinnar var sú, að tannlæknadeild Háskóla íslands gat ekki lánað skoðunarstól til tannskoðunarinnar, vegna eigin starfsemi. HAFNFIRÐINGAR RAFFISALA Kaffisala á vegum Kvenfélags Fríkirkjunnar sunnudaginn 30. október n.k. í íþróttahúsinu við Strandgötu. STJómm Création Stummcr barnafötin nýkomin EMBLA STRANDGÖTU 29 SÍMI 51055 I- 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.