Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.12.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.12.1988, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR:UMSJÓN: HL YNUR EIRIKSSON 6. flokkur karla og 5. flokkur kvenna í handbolta: FH-stákamir sigruðu í Kiwanismótinu A ...._:i _^ _VI_'ii.L ' •_í*iri 1 ». /H ...X Það var mikið um að vera í Iþróttahúsinu við Strandgötu síðastliðna helgi, því þar fór fram keppni í hinu árlega Kiwanismóti í handknatt- leik. Keppt var í 6. flokki karla og 5. flokki kvenna. Urðu FH-ingar sig- urvegarar í 6. flokki, en þeir sigruðu HK í úrslitaleik 8-4. í 5. flokki sigruðu Gróttustúlkur Stjörnuna, 6-5, í úrslitaleik. Þátttaka var mjög góð og því aðeins á, en þó átti HK aldrei var spilað í tveimur riðlum, bæði í karla- og kvennaflokki. í 6. flokki spiluðu FH-ingar í A-riðli og fóru leikar hjá þeim þannig: FH-Stjarnan 7-2 FH-Grótta 15-2 FH-UBK 5-4 í B-riðli spiluðu Haukastrák- arnir, en gekk þeim ekki alveg jafn vel og FH-ingunum. Þeirra leikjum lauk þannig: Haukar-UMFG 5-4 Haukar-Fram 4-4 Haukar-KR 6-9 Haukar-HK 4-5 Til úrslita léku því FH og HK, sem sigraði B-riðilinn. FH-ingar voru ekki í neinum vanda með að afgreiða HK-strák- ana og sigruðu 8-4. Allt FH-liðið lék vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en þá var markvarslan og vörnin góð, sem sést best á því, að liðið fékk ekki á sig mark. í seinni hálfleik slökuðu þeir möguleika á að jafna. Mörk FH gerðu: Sverrir 3, Arnar 2, Egill 2, Jóhann 1. Markverðirnir Elmar og ívar stóðu sig báðir mjög vel og vörðu t.d. báðir víti í leiknum. Stelpurnar úti I 5. flokki kvenna fóru leikar FH-stúlkna þannig, en þær spil- uðu í A-riðli: FH-Grótta 3-10 FH-UBK 5-9 FH-Fram 9-8 Haukastúlkurnar spiluðu í B- riðli og þeirra leikjum lauk þannig: Haukar-Stjarnan 4-14 Haukar-KR 8-2 Haukar-UMFG 3-5 Hvorugu liðinu tókst því að komast í úrslit, en til úrslita léku Grótta og Stjarnan. Sigraði Grótta 6-5 eftir æsispennandi leik. - Það gengur bara betur næst, stelpur. Sigurvegararnir ásamt nokkrum forráðamönnum Eldborgar í lok leiks. Krakkarnir fengu vegleg verðlaun og eru að vonum áncegð með árangurinn. 1964—1989 SAMVINNUBANKINN Hafnarfirði Stóikostlegur sigur FH gegn Baia Mare: Allt gekk upp FH-ingar eru komnir áfram í þriðju umferð í Evrópukeppni félagsliða, eftir stórsigur á Baia Mare frá Rúmeníu 32-19. Náði FH að vinna upp átta marka tapið úr fyrri viðureigninni. Þetta var einn ef ekki besti leik- ur FH-inga í langan tíma. Allt gekk upp í vörn; sókn var góð, markvarsla hjá Bergsveini frábær. Varði hann m.a. fjögur vítaköst á þýðingarmiklum stundum. Allt liðið lék frábærlega vel, en bestir voru þó hornamennirnir Gunnar Beinteinsson og Óskar Ármannsson, - fóru þeir hreinlega á kostum. Þá er aðeins að vona, að FH- ingar verði heppnir með mót- herja, þegar dregið verður í þriðju umferð. Þó skiptir það kannski engu, hverjir verða mót- herjarnir, ef þeir koma til með að sýna eins góðan leik og þeir sýndu síðastliðið föstudagskvöld. Sigurreifir FH-ingar og áhorfendur fagna í lok stórkostlegs leiks. Látum ekki illa búnar bifreiðar eyðileggja annars hamingjurík jól. Gleðileg jól, farsœlt komandi ár Gangi þér vel í umferðinni, DEKKIÐ Reykjavíkurvegi 56 Sími 51538 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.