Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 1
FJflRÐAR pbstunnn Næst 26. apríl Fjarðarpósturinn kemur næst út fimmtudaginn 26. apríl, þar sem sumardagurinn fyrsti kemur upp á fimmtu- degi í vikunni á eftir páska. Sérstaklega mun þetta vera vanda- mál hvað varðar svonefnda „klasa- byggð“, en þar hafa menn ekki undan að sækja um breytingar. Mun skipulagsdeild bæjarins hafa verkefni til næstu framtíðar við endurhönnun byggðarinnar. Jóhannes Kjarval skipulags- stjóri sagði aðspurður það rétt vera, að mikið væri um lagfæring- ar, en hann taldi slíkt ekki óvenju- legt á nýju svæði sem Hvaleyrar- holtssvæðið væri. Hann viður- kenndi aðspurður, að þarna hefði mikið magn íbúða verið skipulagt á skömmum tíma og að réttara hefði verið að úthluta „klasa- byggð“ á sömu hendur. Biðtiininn á rauðu Ijósi aukinn á álagstímum á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ: „Oþolandi frekja og aukin slysa hætta“, segir reiður bæjarbúi Vegagerð ríkisins hefur breytt tímasetningu umferðarljósaskiptinga við gatnamót Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ. Breytingin felur í sér að biðtími umferðar um Hafnarfjarðarveg hefur aukist á háannatímum úr 60 sekúndum í 90 á rauðu Ijósi. Þetta hefur skapað lengri biðraðir í gegnum Garðabæinn á þessum tímum, einnig er þá ekki um samstillingu ljósa að ræða. Rögnvaldur Jónsson um- dæmisverkfræðingur hjá Vegagerðinni sagði í viðtali við Fjarðarpóst- inn, að mál þetta yrði endurskoðað, ef það kæmi í Ijós að breytingin væri ekki til bóta. Þrír bæjarbúar hafa haft sam- band við Fjarðarpóstinn vegna þessa máls. Fjarðarpósturinn ræddi við Rögnvald Jónsson í gær. Hann sagði að breytingin væri samfara því, að gangbraut yfir Hafnarfjarðarveginn, sem var neðan biðskýlisins og sjoppunnar Bitabæjar, hefði verið færð að umferðarljósunum á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarð- arvegar. Það hefði verið gert í þeim tilgangi að gangbrautarljós- in tefðu ekki umferðina. Á sama tíma hefði tímalengd á ljósum verið aukin á grænu á Vífilsstað- avegi, og þar með á rauðu á Hafn- arfjarðarvegi, úr 60 sek. í 90 sek. Þetta gilti þó aðeins yfir háanna- tímann, snemma á morgnana og seinni hluta dags. Umferðareyjan milli akreina neðan Bitabæjar var girt á sama tíma. Garðbæingar virðast hafa verið lítið hrifnir af því framtaki, því þegar er búið að rjúfa gat á girðinguna þar sem gangbrautin var. „Óþolandi frekja", sagði reiður Hafnfirðingur sem hafði samband við Fjarðarpóstinn. Taldi hann stóraukna slysahættu þessu sam- fara, þar sem biðraðir bíla hefðu lengst til muna á erfiðum vega- kafla í hálku, auk þess hefði um- ferðarþunginn verið nægur fyrir. Fjarðarpósturinn hafði sam- band við bæjarverkfræðing og bæjarritara. Þeir kváðust ekki hafa fengið neinar kvartanir vegna máls þessa. & Grundarkjör Furugrund 3 Kópavogi S 46955 og 42062 Stakkahlíð 17 Reykjavík S 38121 Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarfirði S 53100 Söfnunarátak Krabbameinsfélagsins: 2,2 millj. kr. söfn- uftust í Hafnarfiröi FJflRÐflR„ 7. TBL. 1990-8. ARG FIMMTUDAGUR 5. APRIL VERÐ KR. 70,- Grundarkjör Furugrund 3 Kópavogi S 46955 og 42062 Stakkahlíð 17 Reykjavík S 38121 Reykjavíkurvegi 72 • Hafnarfirði S 53100 Að sögn Gísla Jónssonar, for- manns Krabbameinsfélags Hafn- arfjarðar söfnuðust tæpar 2,2 millj. kr. í Hafnarfirði í söfn- unarátaki Krabbameinsfélagsins. Hafnfirsk sjómannsekkja á ní- ræðisaldri boðaði Almar Grímsson, formann Krabba- meinsfélags íslands, á sinn fund í Skipulags- stórslys? Fjarðarpósturinn hefur fengið ábendingar frá bæjarbúum vegna þess að skipulag á Hvaleyrarholts- svæðinu virðist í hinu mesta ólestri. tilefni af átakinu og afhenti 300 þús. kr. til minningar um eigin- mann sinn. Það var stærsta fram- lag frá einstaklingi í söfnunina. Að sögn þeirra Gísla og Almars gekk átakið framar öllum vonum. Þeir sögðu fólk hafa tekið frábær- lega vel á móti söfnunarfólkinu. Áhugi aldraðra var áberandi mikill. Sagði Almar, að heimilis- fólk á Hrafnistu hefði t.d. beðið spennt eftir söfnunarfólki og margspurt eftir, hvenær og hvort það kæmi ekki. Þeir félagar báðu fyrir bestu kveðjur og þakklæti jafnt til söfnunarfólksins og þeirra fjöl- mörgu sem létu fé af hendi rakna. Aðalfundur Krabbameinsfé- lags Hafnarfjarðar verður haldinn 18. maí n.k. Gleðilega páska Duglegustu sölubörnin okkar á Fjarðarpóstinum þáðu páskaegg í verðlaun nýverið, auðvitað í tilefni af páskahátíðinni sem er framundan. Myndin var tekin við það tækifæri. Fjarðarpósturinn sendir les- endum sínum bestu óskir um gleðilega páska.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.