Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 6
UMSJON: ÞORÐUR BJORNSSON IÞROTTIR: 4. flokkur kvenna í handbolta: Haukar í 2. sæti Úrslitakeppnin í 4. flokki kvenna í handbolta var haldin í Vestmannaeyjum. Bæði FH og Haukar komust í úrslit í þetta sinn. Fyrir fram var búist við, að Haukastúlkur yrðu ofarlega í þessari keppni, sem og varð raun- in. Þær enduðu í 2. sæti og geta vel við unað. FH-stelpurnar enduðu í 5. sæti, sem er einnig mjög góður árang- ur, en FH vann Hauka í hörku- leik, 12-10. MimibottilOáraíkörfu: Guttarnir í Haukaliðinu stóðu sig með mikilli prýði í leikjum sínum og börðust eins og ljón, þó á brattann væri að sækja. Þeir enduðu í 2. sæti með betra stigaskor í leikjum sínum en næsta lið. Leikirnir enduðu þannig: Haukar - Njarðvík 19-26. Haukar - KR 39- 18 og Haukar - Keflavík 28-33. FH-b í 3. sæti B-lið FH, sem leikur í 2. deild í handboltanum, endaði í 3. sæti, sem er frábær frammistaða. Þeir hefðu ekki getað komist upp í 1. deild vegna þess, að hvert félag má aðeins eiga eitt lið ■ fyrstu deild. Haukarnir léku einnig í 2. deild, en eftir góða byrjun hrundi liðið, enda ungt að árum. Þeir gera örugglega betur næsta vetur. Það er svo, að fyllilega er kominn tími til að Haukarnir endurheimti fyrstu deildar sæti sitt. Ekki crráðncma í tíma sé tckið GÓÐFÚSLEGA ATHUGIÐ aö koma tímanlega meö fötin í hreinsun fyrir fermingar og páska. ATH.: Tökum einnig sængur í hreinsun. VÍÐISTAÐAKIRKJA Pálmasunnudagur 8. apríl. Fermingarguðsþjónustur kl. 10 og kl. 14. SÉKA SIOUKÐUK HELQl GUÐMUUDSSOn HAFNAÍRFJARÐARKIRKJA Pálmasunnudagur 8. apríl Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. SÉKA ÞÓRUILDUK ÓLAFS OO séra oumtóR inoASon Iv, '23' R C N f|íll||lMri ííii] FRÍKIRKJAN Pálmasunnudagur 8. apríl. Ferming kl. 10.30. SÉRA EinAR EYJÓLESSOn F Islandsmeistarar í spennu Það var sannkölluð háspenna sem ríkti í Valsheimilinu á dögunum, þegar úrslit í íslandsmeistaramót- inu, 4. flokki karla, réðust. FH-ingar tryggðu sér fslandsmeistaratitilinn eftir hörkubaráttu við Val og Stjörnuna. FH vann fimm leiki og gerði jafntefli við Val, 10-10, og Stjörnuna 12-12. FH-ingar unnu þó á hagstæð- ustu markatölunni og stóðu uppi sem sigurvegarar. Voru þeir svo sannarlega vel að sigrinum komnir. Jónas Stefánsson, markmaður FH-inga var valinn besti markmaður mótsins. Við óskum strákunum til hamingju. Á myndinni eru talið frá vinstri, efri röð: Ólafur Kristjánsson þjálfari, Árni Þorvaldsson, Stefán Ein- arsson, Guðmundur Karlsson, Skúli Norðfjörð, Björn Hólm Þórsson, Orri Þórðarson, Hrafnkell Krist- jánsson, Guðmundur Ásgeirssson, Ásgeir Gunnarsson og umsjónarmaður flokksins. Neðri röð frá Hafliði Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Arnar Ægisson, Kristinn Guðmundsson, Jónas on, Þórarinn Þórarinsson, Jökull Þórðarson og Guðni Sigmundsson. Unglingaflokkur Hauka tryggði sér íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn, er hann vann Njarðvík- inga auðveldlega 87-66. Haukarnir töpuðu ekki leik eftir 17. nóvember. Þó voru þeir án miðherja síns, Haraldar Sæmundssonar, seinustu fjóra leikina. Bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ingasynir blómstruðu heldur betur í þessum leikjum, en í heildina er liðið mjög jafnt með nokkra stráka, sem eru heldur betur farnir að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Þjálfari strákanna var Bandaríkjamaðurinn Jonatan Bow, en hann var farinn heim og við liðinu tók Ólafur Rafnsson í seinustu leikjunum. Við óskum Haukunum til hamingju með titilinn. Þeir voru vel að honum komnir. Enn af íslandsmeisturum Úrslitakeppni 7. flokks körfu- boltans í íslandsmótinu fór fram í Njarðvík. Á endanum stóðu Haukastrákarnir uppi sem sigur- vegarar, eftir hörkubaráttuleiki. Leikgleðin og sigurviljinn voru aðalsmerki Haukanna. Bestir í liðinu voru Flóki Árnason fyrir- liði, Jón Hákon Hjaltalín átti einnig góða spretti og Óðinn Rafnsson dreif félaga sína áfram af miklum baráttuvilja. Þjálfari liðsins varenginn annar en Ingvar Jónsson. Við óskum strákunum til hamingju. 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.