Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.04.1990, Blaðsíða 8
FJflRÐflR pósturmn Magnavaka Málfundafélagið Magni gengst fyrir Magnavöku í Hafnarborg n.k. laugardag, 7. aprfl, kl. 14. A dagskrá Magnavöku er að Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar leikur undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar. Þá flytur Hanna Ei- ríksdóttir ljóð. Kári Þormar leikur einleik á píanó. Karl Möller og fé- lagar flytja jazz. Einnig syngur Stefán Ómar Jakobsson við undirleik Helga Bragasonar. Síðast en ekki síst syngur Karlakórinn Þrestir á Magnavöku. „Missa Brevis“ Við hátíðarmessur í Hafnarfjarðarkirkju á páskadag, flytja Esther Helga Guðmundsdóttir, sópran, og kór Hafnarfjarðarkirkju, ásamt hljóðfæraleikurum „Missa Brevis“ í B-dúr (litlu orgelssólómessuna) eftir Joseph Haydn. Stjórnandi verður Helgi Bragason. Messurnar verða kl. 8 árdegis og kl. 14. I /ERÐBRÉF/WIÐSKIPTI w spARisjöÐsm REYKJAVÍKURVEGI 66-SÍMI 651575 HAFHARFJÖRÐUR Jóhann Bergþórsson afhendir bœjarstjóra, Guðmundi Árna Stefánssyni, áletraðan skjöldfrá Hagvirki í til- efni af afhendingu hússins. fluttúrGenum? FH-ingar lögðu um 4.600 stundir i sjalfbooavinnu Vegna fréttaflutnings um sjóminjasafnið í Hafnarfirði sá bæjarráð ástæðu til að álykta um staðsetningu safnsins á síðasta bæjarráðsfundi. Segir í fundargerð bæjarráðs: um hugmyndum. Minnirbæjarráð „Vegna fréttaflutnings um sjó- á margítrekaðar fyrirætlanir Al- minjasafn, þ.e. fyrirhuguð kaup á þingis, bæjaryfirvalda og stjórnar húseign í Reykjavík og hugmynda sjóminjasafns um framtíð sjó- um að nýta það fyrir starfsemi minjasafns í Firðinum, enda það Sjóminjasafns ísíands, lýsir verið þar staðsett um árabil.“ bæjarráð yfir undrun sinni á slík- Sparisjóðurinn gaf tvær tímatöf lur Sparisjóður Hafnarfjarðar lætur ekki sitt eftir liggja, þegar íþrótta- málin í bænum eru annars vegar. Við vígslu Iþróttahússins í Kapla- krika á laugardag afhenti Matthías A. Mathiesen formaður stjórnar Sparisjóðsins FH að gjöf tvær stórar tímatöflur. Við þeim tók Bergþór Jónsson formaður stjórnar FH og Birgir Björnsson umsjónarmaður hússins og er myndin hér að neðan tekin við það tækifæri. Tímatöflur þessar eru þær fullkomnustu sem fluttar hafa verið til landsins. Þær geta mælt stig og töflur í velflestum íþróttagreinum, t.d. gefa þær upp villur á hvern leikmann í körfubolta. íþróttahúsið í Kaplakrika var opnað formlega á laugardaginn, að viðstöddu miklu fjölmenni. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, afhenti bæjarstjóra, Guðmundi Árna Stefánssyni, húsið en fyrirtækið byggði það á ótrúlega skömmum tíma. Fyrstu skóflustunguna tóku bæjarstjóri og Bergþór Jónsson formað- ur stjórnar FH þann 11. febrúar 1989. Bæjarstjóri afhenti síðan Birgi Björnssyni húsið, en Birgir er umsjón- armaður þess. Við athöfnina fluttu einnig er- fl. FH á móti Haukastrákum. Þó FH-ingar eigi formlega hús- indi Matthías Á. Mathiesen for- FH-húsið er 2.000 fermetrar að ið og taki endanlega við rekstri maður stjórnar Sparisjóðs Hafn- stærð og samtals tvöfalt stærra en þess árið 2005 eiga önnur íþrótta- arfjarðar, en Sparisjóðurinn gaf Strandgötuhúsið. Það rúmar félög í bænum aðgang að því. tvær fullkomnar tímatöflur í 2.500 áhorfendur í sæti. Heildar- Hafnfirðingar eru stoltir af nýja húsið. Séra Gunnþór Ingason kostnaður við bygginguna er um húsinu. Það má því minna á, að á blessaði húsið og Bergþór Jóns- 180 milljónir kr. og greiða FH- laugardag verður þar fyrsti stór- son formaður FH tilkynnti það ingar 20% kostnaðar. FH leggur leikurinn, eða úrslitaleikur um formlega tekið í notkun. einnig til búnings- og baðaðstöðu íslandsmeistaratitilinn í hand- Það var Finnur Hansson, dótt- semerístúkubyggingu. FH-ingar boltamillliFHogVals.Tilvaliðer ursonur Birgis Björnssonar, sem unnu gífurlega sjálfboðavinnu við að nota tækifærið, skoða húsið og skoraði fyrsta markið í húsinu, er húsbygginguna, samtals um 4.600 hvetja FH til sigurs. - Áfram FH. hann skoraði fyrsta mark fyrir 6. vinnustundir. Guðsþjónustur um hátíðimar Fríkirkjan: Föstudagurinn langi: Kvöldvaka við krossinn kl. 20.30. Fermingarbörn flytja síðustu orð Krists á krossinum. Tónlist og upplestur. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00. Kaffiveitingar í Safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu. Sumardagurinn fyrsti: Ferming kl. 10.30 og kl. 14.00 Víðistaðakirkja: Skírdagur: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13.30 Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta í Víðistaða- kirkju kl. 14 Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Hátíðarguðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11 Skírnar- guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14 Annar páskadagur: Fermingarguðsþjónusta í Víð- istaðakirkju kl. 10 Sumardagurinn fyrsti: Skátaguðsþjónusta í Víði- staðakirkju kl. 11. Guðsþjónustaí Víðistaðakirkju kl. 14 Hafnarfjarðarkirkja: Skírdagur: Helgistund með altarisgöngu kl. 20.30. Skólakór Garðabæjar syngur undir stjórn Guð- finnu Dóru Ólafsdóttur. Altarisganga á Sólvangi kl. 16 Föstudagurinn langi: Guðsþjónusta kl. 14. Erna Guðmundsdóttir, sópran, syngur. Páskadagur: Hátíðarmessur kl. 8 árdegis og kl. 14. Esther Helga Guðmundsdóttir, sópran, og kór Hafnarfjarðarkirkju flytja „Missa Brevis" ásamt hljóðfæraleikurum. Annar í páskum: Guðsþjónusta á Sólvangi kl. 14, Skírnarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 15.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.