Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 6
IÞROTTIR: UMSJON: ÞORÐUR BJORNSSON Kristján meiddur Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH-inga í handbolta- num, er meiddur á öxl, en vöðvafesting í vinstri öxlinni rifnaði. Greinilegt var í leik FH og Víkings á sunnudag, að Kristján er mjögkvalinn,enkappinnerharðurafsérogmikillkeppnismaður. Hann leikur því með FH gegn Valsmönnum á laugardag. Kristján mun síðan sennilega taka sér nokkurra daga frí til að skoða hversu al varleg meiðslin eru. Það yrði mikið áfall, bæði fyrir FH-liðið og ekki síst landsliðið, ef þetta er alvarlegt, en við skulum vona að hann nái að harka þetta af sér enn einu sinni. Tryggðu sér nánast sæti í úrslitakeppni Haukar unnu geysilega mik- ilvægansiguráFramásunnudag og tryggðu sér nánast sæti í úr- slitakeppninni í handknattleik. Haukar tóku leikinn í sínar hendur strax á upphafsmínútunum og virtust ætla að kafsiglaFramara. Framarar neituðu hreinlega að leggja árar í bát og komust yfir 20-18. Hafnfirðingar voru harðir og ætluðu sér greinilega öll stigin og geruð þrjú síðustu mörkin og sigr- uðu þar með 21-20. Halldór Ingólfsson gerði 9 mörk fy rir Haukaen óhætt er að hrósa öllu liðinu fyrir mikla baráttu. Haukar í fjögurra liða úrslit í körfuboltanum Haukar tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum Bikar- keppninnar í körfuknattleik, er þeir mættu Þórsuru m á Akureyri á sunnudaginn. Þórsarar héngu reyndar í Hauk- unum allan fyrri hálfleik en í þeim síðari settu Haukastrákamir á fulla ferð og þá var ekkert sem gat komið í veg fyrir öruggan sigur. Leikar fóru 93-86, eftir að Haukar höfðu aðeins slakað á undir lokin, enda sigurinn öruggur. John Rhodes var besti maður Hauka, eins og svo oft áður, með 32 stig og fjöldan allan af frá- köstum og stoðsendingum. Jón Öm Guðmundsson var einnig nokkuð drjúgur með 18 stig. Auk Hauka eru Valsmenn, KR-ingar og Njaðvíkingar enn í keppninni. Víðistaðasókn Sunnudagur 23. febrúar Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Ulrik Ólason. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson Hafnarfjarðarkirkja /A Sunnudagur 23. febrúar. - Tu iSl Biblíudagurinn & Sunnudagaskóli kl. 11. - Munið c skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Æiw )l ! n' | Organisti Helgi Bragason. »era tmnnpor íngason AA-samtökin, Hafnarfirði Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er simi samtakanna 652353. Við svörum í símann sem hér segir: Sunnud. kl. 10.00-11.00 og kl. 20.00-21.00 Mánud. kl. 20.00-21.00 Þri&jud. kl. 20.00-21.00 Fimmtud. kl. 19.30-20.30 Föstud. kl. 22.30-23.30 Laugard. kl. 16.00-17.00 og kl. 22.30-23.30 6 Hans Guðmundsson skorar á móti Víkingi í leiknum á sunnudag. Slegnir út af laginu Sigurganga FH-inga t handboltanum var stöðvuð, er þeir fengu Víkinga í heimsókn á sunnudag. Víkingarnir tóku öll völd í sínar hendur og urðu lokatölur 28-25 Víkingi í vil. Það var eins og það drægi úr FH-ingum kjarkinn, þegar Kristján Arason gat ekki beitt sér sem skyldi í sókinni. Vfkingarkomu vel út ámóti Hans Guðmundssyni. Leikurinn var mjög köfl- óttur og í byrjun leit út fyrir að FH-ingar yrðu tehnir í kennslustund, er gestimir komust í 7-2, en góður leikkafli í fyrri hálfleik varð til þess að staðan var 12-11 FH í vil í leikhléi. FH-ingar byrjuðu eins og þeir enduðu og komust í 18-15 og héldu þá flestir ,að eftirleik- urinn yrði auðveldur. Annað kom á daginn og Víkingar tóku öll völd á vellinum og breyttu stöðunni í 24-19. Lokatölur urðu síðan 28-25 Víkingi í vil, eins og áður segir. Vamarleikurinn og markvarslan, sem hefur verið aðall FH-inga í vetur, brást algjörlega í þessum leik og því fór sem fór. En fal I er fararheill og vonandi að þessi ósigur þjappi mannskapnum saman að nýju og þeir klári sig í mótinu. Þeir eru með besta mannskapinn og eiga að öllu eðlilegu að hirða alla titla, sem um er að spilað í vetur. „Afram FH“ á laugardag Það verður áreiðanlega mikið um dýrðir á laugardag, er FH- ingar mæta Valsmönnum í úr- slitaleiknum í Bikarkeppninni í handknattleik í Laugardalshöll, en leikurinn hefst kl. 16.30. Það eru ár og dagar síðan FH-ingar unnu þennan eftirsótta titil, eða árið 1977 og því langþráð markmið að fá bikarinn í Fjörð- inn. FH-ingar hafa verið nær ósigr- andi í vetur, en Valsmenn hafa verið í miklu basli vegna mikilla meiðsla liðsmanna. Engu að síður má búast við hörkuleik, enda bik- arleikir alltaf sérstakir. Það er alla vega brýn nauðsyn að hvetjaallaunnendurhandknattleiks að mæta á laugardaginn og styðja við bakið á strákunum okkar. Stuðningsmenn FH-inga eru sennilega þeir dyggustu á landinu og hafa oftar en ekki hrætt líftómna úr andstæðingunum. - Allir í Laugarddshöll á laug- ardag kl. 16.30. - „Áfram FH“. Samningur handknattleiksmanna og Vífilfells h.f.: „Verum bjartsýn á framtfðina" Handknattleikssamband íslands og Vífilfell h.f. hafa gert með sér fjögurra ára samstarfsamning. Samningurinn fjallar annars vegar um eflingu handknattleiksíþrótt- arinnar á Islandi með stuðningi Vífilsfells við íslenska landsliðið í handknattleik og framkvæmd heimsmeistarakeppninnar árið 1995 á Islandi og hins vegar um kynningu landsliðsins á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins. I fréttatilkynningu frá Vífilfelli segir m.a., að með þessum stuðn- ingi við HSÍ vilji fyrirtækið hvetja landslið okkar í handknattleik til dáða í þeim alþjóðlegu mótum sem framundan eru og fá landsliðið í lið með sér við að kynna kjörorð fyr- irtækisins, en í ár eru liðin 50 ár frá því að framleiðsla hófst á Coca- Cola hjá Vífilfelli. Kjörorð Vífilfells á þessu af- mælisári eru „Verum bjartsýn á framtíðina". I því felst ekki einungis hvatning til starfsmanna fyrirtæki- sins heldur til allra íslendinga um að líta með bjartsýnum augum fram á veginn og nýta þá möguleika sem land okkar og þjóð hafa upp á að bjóða. Auglýsingasamningurinn er einn af þeim stærsu sem HSÍ hefur gert og er að verðmæti rúmarlO millj. kr. miðað við næstu fjögur árin. Vífilfell vill einnig leggja sitt af mörkum til heimsmeistarakepp- ninnar, þannig að hún geti farið fram hérlendis. Með samningnum við HSÍ hefur Coca-Cola tryggt sér forgangsrétt að samningi við al- þjóðahandknattleikssambandið um auglýsingar á heimsmeistarkeppn- inni árið 1995 á Islandi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.