Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 7
FYRIRTÆKIN í FIRÐINUM:
Fögnum Þorra í Fjömgarðinum
Við hefjum árið á þjóðlegum nótum með frábærum
hljóðfæraleikurum og syngjandi þjónustufólki.
Framundan eru vegleg Þorrablót á sanngjörnu verði
í ævintýralegu umhverfi.
Nýstárleg og skemmtileg húsakynni íýrir þorrablót,
árshátíðir og hvers kyns veislur
FJÖRUKRAIN
Strandgötu 55, Sími 65 12 13
Uppeldisstefnan á Hvammi
mynduð í norrænu samstarf i
Myndbandið „Að klífa hjall-
ann - ný leið í leikskólastarfi“
verður frumsýnd á laugardag í
Holiday Inn hótelinu í Reykjavík.
Myndin verður síðan sýnd al-
menningi í Hafnarborg á
sunnudag. Myndin, sem er 27
mínútna löng, fjallar um starf-
semi leikskólans Garðavalla við
Hjallabraut, en þar hafa ýmsar
nýjungar í leikskólastarfi verið
teknar upp, sem m.a. miða að
jafnrétti kynjanna. Höfundur
þessarar nýju uppeldisstefnu á
leikskólum er Margrét Pála
Olafsdóttir, leikskólastjóri í
Hvammi. Hún hefur þróað
stefnuna, ásamt samstarfsfólki
sínu í tvö og hálft ár.
Myndbandið er unnið að frum-
kvæði Anne-Mette Kruse, sem er
lektor við Kvennarannnsóknastof-
nun Arósaháskóla. Myndinerunnin
af Q-Media í Danmörku, m.a. með
stuðningi frá norrænu ráðherra-
nefndinni, menntamálaráðneytum
beggja landanna, Hafnarfjarðarbæ
og Námsgagnastofnun, sem gefur
myndina út hérlendis, ásamt sam-
nefndum bæklingi sem með henni
fylgir.
Myndin, ásamt bæklingnum, er
gefin út samtímis á öllum Norður-
landamálunum, en þetta er fyrsta
sýning myndarinnar á Norður-
löndum.
Við þetta sama tækifæri verður
kynnt bók um „Hjallastefnuna".
Bókin heitir „Æfingin skapar
meistarann“ og er eftir Margréti
Pálu Ólafsdóttur. Forlagið Mál og
menning gefur hana út.
Frumsýning myndarinnar verður
eins og fyrr segir í Holiday Inn
hótelinu á laugardag og stendur
kynningin yfir frá kl. 15-17.
Jafnrétti kynjanna er einn af veigamiklum þáttum í hinni nýju stefnu.
Myndin er aflitlum stúlkun að starfi í leikskólanum Hvammi.
Munið hvunndagstilboðin.
Heillandi helgarstemmning.
Lifandi tónlist
Eigendur Veiðibúðar Lalla í versluninni á opnunardaginn. Guðrún Magnúsdóttir og Lárus S. Guðjónsson.
Fyrsta sérverslun stangaveiðimanna
Fyrsta verslunin í Hafnarfirði, Lárus S. Guðjónsson og Guðrún meðþarf.
sem sérhæfír sig í útbúnaði fyrir Magnúsdóttir. Lárus sagði í stuttu Aðspurður, hvort hann myndi
stangaveiðimenn, var opniið í spjalli við tíðindamann, að Veiði- selja veiðileyfi fyrir sumarið sagði
verslunarhúsnæðinu Miðvangi búð Lalla sérhæfði sig fyrst og Lárus: „Já.égerþegarkominnmeð
sl. föstudag. Verslunin ber heitið fremst í búnaði sportveiðimann- laxveiðileyfi fyrir Hvolsá og
„Veiðibúð Lalla“ og býður upp sins. Verslunin er með veiðibúnað Staðarhólsá í Dölum. Ennfremur
á allan sérbúnað stangaveiði- af Mitchell-, Daiwa- og Abu-gerð er ég að kanna með aðra veiðistaði
mannsins. og má þar m.a. nefna veiðistangir og væntanlega verð ég einnig með
Eigendur verslunarinnar eru og hjól og síðan auðvitað allt sem silungsveiðileyfi fyrir vorið.“
Heiðraður fyrir
30 ára störf
í Noregi
Haukur Guðjónsson rafvirki,
sem starfað hefur í Noregi sl. 30
ár, hlaut nýverið heiðurspening
og skjal fyrir 30 ára dygg störf
hjá sama fyrirtæki í Noregi.
Haukur verður 60 ára n.k.
sunnudag, 23. febrúar.
Haukur er Hafnfirðingum að
góðu kunnur, enda fæddur að
Gunnarssundi 7 af þeim heiðurs-
hjónum Guðjóni Benediktssyni,
vélstjóra, sem lést 22. febrúar 1988
97 ára að aldri og Elínborgu Jóns-
dóttur, en hún lést 22. febrúar 1968,
þá 77 ára. Haukur var næstyngstur
níu systkina.
Haukur flutti til Noregs, ásamt
fjölskyldu sinni, í októbermánuði
1961. Hann fékk strax vinnu hjá
Lefdal Installasjon A/s í Osló, þar
sem hann hefur starfað síðan með
góðum árangri eins og getið er að
framan.
Valur Asmundsson, góðvinur
Hauks, kom þessum upplýsingum
á framfæri við Fjarðarpóstinn.
Valur kvaðst vilja nota tækifærið
og senda Hauki innilegustu ham-
3»
¥
Haukur Guðjónsson rafvirki
ingjuóskir með árin sextíu, en
Haukur fær Fjarðarpóstinn reglu-
lega til lestrar.
Valur sagði einnig, að Haukur
kæmistekkiheimáafmælisdaginn,
enfyrirvinihansogkunningjavildi
hann koma því á framfæri, að unnt
væri að senda honum kveðjur með
faxi á laugardag og sunnudag í síma
90-472-190710, ennfremur verður
hann við síma kl. 16-19 að ís-
lenskum tíma á afmælisdaginn, en
númerið er 90-472-686840.
‘Keramií^
Keramiknámskeið , innritun hafin
Úrval páskamuna
is+asmiðjatA, Norðurbraut 41
3“ 652105
53170
eymið
auglýs-
inguna
Hafnfiröingar athugið!
Bind inn bækur
og tímarit
Upplýsingar í síma 51369