Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 8
FMRMR
pbStWNI
Örn Ingi í Hafnarborg:
Tíu ár og tíu dagar
Örn Ingi myndlistarmaður frá
Akureyri, opnar sýningu á
verkum sínum í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar,laugardaginn 22.
febrúar n.k. kl. 14. A sýning-
unni verða olíumálverk, vatns-
lita- og pastelmyndir, skúlptúr-
ar, auk tveggja stuttmynda (25
mínútur). Verkin eru, eins og
yfirskrift sýningarinnar bendir
til, unnin á síðustu tíu árum og
tíu dögum.
Örn Ingi er sjálfmenntaður
myndlistarmaður. Hann hefur
haldið tuttugu og tvær einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjörtíu sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Örnlngi hlautlistamannalaun árið
1980og 1982ogstarfslaunríkisins
1984 og 1989. Verk eftir hann eru
m.a. í eigu Listasafns íslands og
margra bæjarfélaga á Norður-
landi.
Á meðan á sýningunni stendur
og við opnun henna gætu „skollið
á“ uppákomur og tónleikar, segir
í fréttatilkynningu frá Hafnar-
borg.
Sýningin Arnar Inga er í stóra
salnum uppi og stendur hún til 8.
mars. Hún verður opin frá kl. 12-
18 alla dagana nema þriðjudaga.
Lögreglan:
285 bílnúmer klippt
af frá sl. áramótum
Lögreglan í Hafnarfirði hefur
klippt bílnúmeraplötur af 285
bifreiðum frá sl. áramótum. Þar
af hafa verið klippt númer af 140
bifreiðum á rúmri viku fyrir
fjármálaráðuneytið, þ.e. vegna
ógreiddra bifreiðagjalda. Aðrar
klippingar eru vegna óskoðaðra
bireiða.
Bílarnir, sem klippt hefur verið
af fyrir fjármálaráðuneytið, eru
allar úr umdæmi lögreglunnar, þ.e.
Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa-
staðahreppi. Aðrar bifreiðireru alls
staðar að af landinu.
Að sögn lögreglunnar er oft
tugþúsunda skuld að baki klipp-
ingu af bifreiðum fyrir fjármála-
ráðuneytið. Dæmi er jafnvel um að
allt að milljón króna skuld hvfli á
bifreiðaeiganda, en það var vegna
þungaskatts díselbifreiða í at-
vinnurekstri. Oftar eru þetta minni
skuldir, sem bifreiðaeigendur ættu
augljóslega að drífa sig í að greiða,
ef þeir vilja fyrirbyggja að koma
að bifreiðum sínum númeralaus-
um.
200 börn tóku þátt í
Eldborgarmóti Hauka
Fimmta Kiwanismót Eldborgar og Handknattleiksdeildar Hauka
í handbolta fór fram nýverið. Mótið var haldið í Iþróttahúsinu við
Strandgötu og tóku þátt í því 200 börn, stúlkur og drengir á aldrinum
6-12 ára.
Börnin voru úr Haukum, FH, HK, HKN og Umf. Aftureldingu og
Gróttu, en mótið var haldið undir kjörorðum Kiwanis „Bömin fyrst og
fretnsf'. Krakkamir stóðu sig öll vel og gáfu Eldborgarmenn glæsileg
verðlaun, bikara og veðrlaunapeninga. Einnig sáu þeir um kaffi fyrir
áhorfendur og þátttakendur fengu jógurt, Svala og samlokur.
Auk þessa að verðlauna hvem sigurflokk voru valdir efnilegusu
leikmenn í 5. flokki kvenna og 6. flokki karla. Þeir eru Hanna Stefáns-
dóttir, Unnur L. Karelsdóttir og Hjalti Þór Pálmason, öll úr Haukun-
um.
Samvinnuferóir - Landsýn
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði'
Sími 51155 og 54088
Hafnarfjarðarhöfn:
Svipaður afli á land í
janúar sl. og fyrir ári
Svipað aflamagn barst á land í Hafnarfirði í janúar sl. og á sama fyrra. Engin rækja kom á land í
tíma í fyrra, skv. nýjustu bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands. janúar sl. en hún vóg 69 tonn í
Heildarafli í jan. sl. var 2.744 tonn, en á sama tíma í fyrra 2.802 tonn. fyrra.
Afþessumaflavarþorskurl.594 Karfi var 208 tonn en 349 tonn í Hafnarfjörðurkemstekki áblað
tonn, eníjanúarífyrra 1.321 tonn. janúar í fyrra. með aflahæstu höfnum á þessum
Ýsa á land var243 tonn, en 369 tonn ' Af öðrunr tegundum má nefna, árstíma. Skýringin er fyrst og
ífyrra. Ufsinn vóg á land 547 tonn, aðgrálúðavar62tonn,en lóífyrra; fremst loðnulandanir, sem ekki
en 536 tonn á sama tíma í fyrra. skarkoli reiknaði 1 tonn, en 17 í eiga fara fram í Hafnarfirði.
KRAKKAR!
Munið keppnina um sölu-
meistara Fjarðarpóstsins
Sölumeistarinn verölaunaöur í viku hverri
Laus hverfi í Noröur- og
Vesturbœ
DREIFINGARSTJÓRI
SÍMI651906
Sölumeistari 3. tbl. 1992
Marta Þórðardóttir