Fjarðarpósturinn - 01.10.1992, Blaðsíða 3
Fulltrúar vinabæjarins Cuxhaven
vilja efla vináttu og viðskipti
Tuttugu og þrír Þjóðverjar frá vinabæ Hafnarfjarðar, Cux-
haven í Þýskalandi, eru staddir í bænum þessa vikuna. Tilefnið
er annars vegar, að 40 ár eru nú liðin frá stofnun stjórnmála-
samband milli íslands og Þýskalands og hins vegar hefðbundin
vinabæjarheimsókn. í hópnum eru fulltrúar bæjaryfirvalda, þar
á meðal bæjarstjórinn í Cuxhaven. Auk þess fulltrúar úr at-
vinnulífinu, þ.e. úr ferðamálaiðnaði ogsjávarútvegsfyrirtækjum.
Þess utan eru í hópnum 16 kratar. Meginmarkmiðið með heim-
sókninni er að efla vináttu milli íbúa þessara vinabæja og skoða
hvort og þá hvernig er unnt að efla viðskiptatengsl.
Hópnum var fyrst boðið til í gærkvöldi var síðan móttaka
hádegisverðar í A. Hansen á og hátíðleg opnunarathöfn á
mánudag, en áþriðjudag hófst stíf
dagskrá. Ardegis komu fulltrúar
úr atvinnulífinu saman með full-
trúum atvinnulífsins í bænum.
Fundað var í tveimur hópum,
annars vegarum ferðamál þarsem
m.a. voru mættir fulltrúar úr
ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.
Hins vegar var fundað um at-
vinnumál almennt, sérstaklega
sjávarútvegsmál. Þar voru full-
trúar úr sjávarútvegsfyrirtækjum
beggja bæjanna. I báðum hóp-
unum var skiptst á upplýsingum
og skoðunum, enda ekki ætlunin
að ganga til beinna viðskipta-
samninga.
Að loknum hádegisverði var
ekið með hópinn í hús Skóg-
ræktarfélags Hafnarfjarðar við
Hvaleyrarvatn þar sem fulltrúar
Skógræktarinnar tóku á móti
gestum, en þar bættist m.a. í
hópinn sendiherra Þýskalands á
f slandi og fleiri góðir gestir. Þáðu
þeir góðgjörðir og var síðan
haldið til gróðursetningar á fyrstu
trjánum sem sett voru niður í
nýjan vinalund Cuxhaven og
Hafnarfjarðar, sem er niður við
vatnið.
Það voru bæjarstjóramir Al-
brecht Harten og Guðmundur
Ámi Stefánsson sem settu trén
niður. Að lokinni gróðursetning-
unni sungu íslendingar á staðnum
íslenskt lag fyrir gestina og þeir
svöruðu fyrir sig á sinni tungu.
Að lokinni athöfninni við
Hvaleyrarvatn var ekið niður á
hafnarskrifstofur í Hvaleyrar-
húsinu en þar hafa Þjóðverjamir
komið upp sýningu atvinnufyrir-
tækja sinna.
„Hátternið
ekki and-
skotalaust"
Sofus sendi Fjarðarpóstinum
eftirfarandi línur í tilefni af for-
sfðufrétt blaðsins í síðustu viku.
Þar var fjallað um samhljóða
skammir bæjarstjómar í garð
ríkisstjómarinnar. Vitnað var í
fyrirsögn og fréttinni í ræðu for-
manns bæjarráðs, Ingvars Vikt-
orssonar, í bæjarstjóm þar sem
hann sagði m.a., að framferði
ríkisstjómarinnar væri ekki and-
skotalaust:
„Sumum ratast oft satt á munn
sem að mikið blaðra.
Öðrum er sagan katinski kunn
að kjafta fyrir aðra.
Svalviðrin blása, senn kemur
haust
sumarið blómskrúði fórnar.
„Hátternið er ekki andskota-
laust“
með álagningu ríkisstjórnar.
sýningu listamanna frá Cuxhaven
og listamanna sem tengjast bæn-
um á einhvem hátt. Þar voru
fluttarfjórarræður. Til máls tóku
bæjarstjóramir og sendiherra
Þýskalands á íslandi, Gottfried
Pagenstem. Ennfremur tók til
máls formaður þýsku sendi-
nefndarinnar, Rolf Peters.
Boðið var upp á vandaða
tónlistardagskrá. Kór Flens-
borgarskólans söng. Tveir ungir
Þjóðverjar spiluðu á píanó og
selló og Anna Júlíana Sveins-
dóttir söng við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar. Málverka-
sýningin í Hafnarborg stendur
yfir til 19. október n.k.
Hér voruferðamálin rœdd affulltrúum úrferðamálanefnd bœjarins
og þýskum ferðamálafrömuðum.
Fulltrúar frá Cuxhaven og Hafnafirði, sem rœddu atvinnumálin í
nýja Golfskála Keilis á þriðjudagsmorgun.
Stanaaveiðifélag
Hafnarfjarðar
Flatahrauni 29
Leigjum út sal fyrir hópa
við hin
ýmsu tækifæri.
Upplýsingar hjá Armanni í
síma 654060
BYGGINGARVÓRUR
SANYL-þakrennur í hvitu og gráu nýkomnar
Gerið verðsamanburð
Einnig mikið úrval af gólfefnum og
hreinlætistækj um
Opið virka daga kl. 9-18 laugardaga 10-14
BÆJARHRAUNI 20 - SIMI: 654755 - FAX: 654820
3