Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Blaðsíða 2
KOMPAN
Golfarar vilja
vínveitingar
Sýslumaðurinn í Hafnar-
firði hefur óskað umsagnar
bæjaryfirvalda vegna um-
sóknar Golfklúbbsins Keilis
um leyfi til að selja bjór og
léttvín í veitingasal Keilis að
Steinholti 1. Málinu var vísað
til umsagnar áfengisvamítr-
nefndar. Jafnframt var í-
þróttafulltrúa falið að afla til-
tekinna gagna.
Sundhöllin
50 ára
Sundhöll Hafnarfjarðar
verður 50 ára í ágúst n.k. og
Sundfélag Hafnarfjarðar 65
ára. Forráðamenn Sundfé-
lagsins hafa reifað hugmyndir
við bæjaryftrvöld um hvemig
fagna megi þessum áföngum.
Nýir starfsmenn
í grunnskólana
Skólanefnd Hafnarfjarðar
gekk frá ráðningum nýrra
starfsmanna í grunnskóla
bæjarins á fundi sínum 1. júní
sl. Gífurlegur fjöldi umsókna
lá fyrir um störfin en eftirtald-
ir hlutu þau: Baðvörður Lækj-
arskóla, 75% starf, Ema
Brynjólfsdóttir. Baðvörður
Víðistaðaskóla, 80% starf,
Ragnheiður Sigurbjartsdóttir.
Mötuneyti nemenda í Set-
bergsskóla, 60% starf, Ásta
Eyjólfsdóttir. Mötuneyti
nemenda í Lækjarskóla, 60%
starf, Bima Þórhallsdóttir.
Gangavörður Setbergsskóla,
fullt starfi, Sóley Guðrún
Sveinsdóttjr, sem hlaut þrjú
atkvæði. Ásta Michaelsdóttir
hlaut eitt atkvæði í stöðuna.
Vegna heilsdagsskóla voru
eftirtaldir ráðnir: Lækjarskóli
Þórdís L. Gísladóttir, Víði-
staðaskóli Páll J. Malntberg,
Engidalsskóli Margrét Tóm-
asdóttir, Setbergsskóli Hildur
Karlsdóttir og Margrét Böðv-
arsdóttir og Hvaleyrarskóli
Alda Baldursdóttir.
Hvað varðar heilsdags-
skóla var tillaga formanns
samþykkt samhljóða nenta
um starfsmann í Víðistaða-
skóla. Þar hlaut Páll þrjú at-
kvæði en annar umsækjandi,
Kjartan, eitt.
Glaðningur
vikunnar
Eftirtalinn áskrifandi
Fjarðarpóstsins fær
heimsenda ókeypis 16
tomma pizzu að eigin
vali, ásamt einum og
hálfum líter af Coke.
Gildir til 24. júní
Halldór Örn
Oddsson
Suðurbraut 28, Hf.
S_______________________>
4.482 reiknivélarúllur voru í
getraun Pappírs h.f. á Vor '93
Steingrímur Björnsson, Stuðla-
bergi 88 í Hafnarfirði, sigrað í
verðlaunagetraun fyrirtækisins
Pappír h.f., á athafnasýningunni
Vor '93, sem fram fór í
Kaplakrika nýverið. Getraunin
gekk út á að finna út hversu
margar reiknivélarúllur voru í
hráefnisrúllu á sýningunni.
Steingrímur giskaði á 4.500, en
rúllurnar voru 4.482 talsins.
Þrír voru með töluna 4.500, en
nafn Steingríms var dregið út.
Steingrímur hlaut í verðlaun
vandaða reiknivél frá Einari Th.
Mathiesen og kassa af reiknivéla-
rúllum, sem afhent vom sl. föstu-
dag. Eigendur fyrirtækisins og
feðgamir Sigurður Jónsson og Jó-
hannes Sigurðsson afhentu Stein-
grími verðlaunin. Hann sagðist
ekki hafa átt reiknivél fyrir og því
kæmi hún sér mjög vel.
Pappír h.f. er fjölskyldufyrir-
tæki. 'Það er staðsett við Dranga-
hrauni lb og hefur verið starfrækt
frá árinu 1987. Að sögn þeirra Sig-
urðar og Jóhannesar notar fyrir-
tækið um 150 tonn af pappír á ári.
Pappír h.f. annast hvers kyns
pappírsrúllugerð og sérhæftr sig í
framleiðslu á pappírsrúllum í
myndsenda og reiknivélar. Einnig
annast þeir alls kyns umbúðar-
pappírframleiðslu og sjá um prent-
un á hann, ef óskað er.
Helsta samkeppni þeirra er inn-
flutningurinn, en þeir em það stór-
ir í framleiðslunni að þeir gætu
með góðu móti annað allri innan-
landsnotkuninni með því að vinna
í 6 tíma á dag. Stærsti hluti fram-
leiðslunnar fer beint til stórra dreif-
ingaraðila en einnig selja þeir beint
til smærri aðila.
Steingrímur tekur við verðlaununum úr hendi Jóhannesar, en Sigurður er
lengst til hœgri á myndinni.
Mannlíf f vaxandi bæ
„Hafnarfjörður - Mannlíf í vax-
andi bæ“ er heiti á bók eftir Jón
Kr. Gunnarsson, sem nýkomin er
út. Bókin er prýdd fjölda lit-
mynda og með texta bæði á ís-
lensku og ensku. - Bókin er hugsuð
sérstaklega sem kynningarbók
um Hafnartjörð, jafnt fyrir er-
lenda sem innlenda gesti, en mikil
eftirspurn hefur verið eftir slíkri
bók.
I bókinni er ágrip af sögu Hafnar-
fjarðar fyrr og nú en. Myndir og
texti eru eftir Jón Kr. en enskur texti
eftir Láms Vilhjálmsson. Próförk las
Stefán Júlíusson. Umbrot, filmu-
vinna og prentun í Steinmark. Það er
Bókaútgáfan Rauðskinna í Hafnar-
firði sem gefur út. Bókin verður til
sölu í bókaverslunum og á helstu Kr. Gunnarsson með eintak af
stöðum sem ferðamenn sækja. nýiu bokinni.
„HAFNARI JORDUR - Mannlíf í
vaxandi bæ“ er heiti á nýrri bók
eftir Jón Kr. Gunnarsson. Bókin er
velþegin, enda oft verið spurt um
slíka bók með mvndum og stuttum
upplýsandi texta. Enn betra er, að
allur texti í bókinni er einnig.á
ensku. Undir gafli vakti sérstaka
athygli kaflinn í bókinni um „gafl-
arana“. Þar er saga gaflaranna
rakin, þ.e. hvernig nafnið „gaflari“
varð til. Þeir undir gafli voru einnig
himinlifandi yfir bráðsnjallri þýð-
ingu Lárusar Vilhjálmssonar á
heitinu gaflarar, þ.e. „Gablers“. -
Við erum sem sagt „The Gablers“,
sögðu karlarnir hressir undir gafli í
vikunni.
INNSETNING bæjarstjórans okk-
ar í ráðhcrrastól sl. mánudag vakti
hvað mesta umræðu undir gafli í
vikunni. Þetta mun enda vera í
fyrsta skipti í sögunni, sem bæjar-
stjóri tekur að sér ráðherrastarf í
aukavinnu. Undir gafli eru menn á
því að það sé heldur ekki á færi
nokkurs nema alvöru-gaflara eins
og bæjarstjórinn okkar er. „The
Gabler - The minister“. - Á „bæjó“
æfðu menn sig í óða önn á meðan á
ríkisráðsfundinum á Bessastöðum
stóð laust fyrir hádegi á mánudag í
að scgja:, Já, ráðherra“. Þá fréttist
einnig af Gunnari Rafni, bæjarrit-
ara, í leit að myndbandsspólum
með þáttunum: „Yes minister“.
FJÖLMARGAR fyrirspurnir hafa
borist ritstjóra Fjarðarpótsins um
það hvcrnig hann fari að, þegar
Guðmundur Árni hverfur úr
bæjarstjórastóli, hvort Fjarðar-
pósturinn hætti jafnvel ekki bara
að koma ák
Því er til að svara, að auðvitað
saknar Fjarðarpósturinn vinar í
stað, en hér eins og þar kemur
maður í manns stað. Þó svo enginn
hafi verið duglegri en Guðmundur
Árni að auglýsa Fjarðarpóstinn,
vonumst við til að arftaki hans nái
töktunum, þó síðar verði.
GAFLARIVIKUNNAR: - Vildi þá vera fluga á vegg í saumaklubbi
Fullt nafn? Guðrún Valdís
Amardóttir.
Fæðingardagur? 12. mars 1966
Fæðingarstaður? Patreksfjörð-
,.ur.
Fjölskylduhagir? Gift Gunnari
Svavarssyni og á tvö böm.
Bifreið? Skoda Favorit '90.
Starf? Lager- og skrifstofustarf
hjá Isal.
Fyrri störf? Fiskvinnsla, máln-
ingarvinna, ræsting o.fl.
Helsti veikleiki? Gleymi alltaf
að skila því sem ég fæ lánað.
Helsti kostur? Er oftast bjart-
sýn.
Uppáhaldsmatur? Saltkjöt og
baunir.
Versti matur sem þú færð?
Kjötbollur.
Uppáhaldstónlist? Randver.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Kristján Arason.
Hvaða stjórnmálamanni hefur
þú mestar mætur á? Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Hvert er eftirlætissjónvarps-
efnið þitt? Sakamál og drama.
Hvaða sjónvarpsefni finnst þér
leiðinlegast? Enska knattspym-
an.
Uppáhalds útvarps- og sjón-
varpsmaður? Sigmundur Emir.
Uppáhaldsleikari? Jodie Foster
Besta kvikmynd sem þú hefur
séð? Lömbin þagna.
Hvað gerir þú í frístundum
þínum? Les góða bók.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Snæfellsnes.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra? Áreiðanleika og heiðar-
leika.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra? Fólk sem
gerir sig stórt á kostnað annarra.
Hvaða persónu langar þig
mesta að hitta og hvers vegna?
Enga.
Hvaða námsefni líkaði þér verst
við í skóla? Islensku.
Hvað rnyndir þú vilja í afmæl-
isgjöf? Trönur og frítíma.
Ef þú ynnir 2 millj. kr. í
happadrætti, hvernig myndir
þú verja þeim? I vitleysu.
Ef þú gætir orðið ósýnilegur,
hvar myndir þú helst vilja
vera? Fluga á vegg eftir að ég
væri farin úr saumaklúbbi.
Ef þú værir í spurninga-
keppni, hvaða sérsvið mvndir
þú velja þér? Eðlisfræði
(krossaspumingar).
Hvað veitir þér mesta afslöpp-
un? Góður göngutúr í fallegu
umhverfi.
Hvað myndir þú gera, ef þú
værir bæjarstjóri í einn dag?
Myndi endumýja leiktæki í
gömlu leikskólunum, leikskól-
unum sem ekki sjást í blöðunum.
Uppáhalds-Hafnarljarðar-
brandarinn þinn? Þessi heyrð-
ist á Holtinu: „Mamma, fljúga
englamir ekki?“,Jú, drengur
minn.“ „Getur þá nýkomna
kennslukonan flogið?„„Nei, en
því spyrðu að því?“„Pabbi sagði
í morgun, að hún væri engill."
„Einmitt það. Já, drengur minn,
hún fær að fljúga á morgun."