Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 7

Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 7
Bóksalasveifla með Ragga Bjarna. Böðvar á heimavelli íjólabókqflóðinu í desember sl. Honum á hœgri hönd er Ragnar Bjarnason söngvari en á vinstri Eðvarð Ingólfsson. Verið var að kynna bókina um Ragnar íBóka- búð Böðvars við Reykjas’íkurveg. Síðar stundaði ég badminton í ein tíu ár og stundaði það af rniklu fjöri. Það var segin saga, að ef það vantaði mann í leik þá var ég sótt- ur niður í búðina. Það má segja jafnvel að ég hafi stundað búðina heldur illa þetta tímabil. En ég hafði ánægju af badminton og lík- lega haít gott af því líka. Svo átti að fara að leiða mig út f golfið, en ég sagði félögunum að ég væri svo mikill dellukarl, alltof mikill, til að byrja á því svo að ég sagði stopp. Ég byrjaði því aldrei á golfi. Ég veit ekki hvar það hefði getað end- að. Ég tók ekki áhættuna.“ - Mér datt í hug, þegar þú talaðir um handboltann á Víðistaðatúni að það hefur samt þótt ágætisað- staða. Núna er nefnilega alltaf ver- ið að tala um aðstöðuleysi á öllum sviðum. Það er jafnvel talið standa í vegi fyrri góðum árangri. ,,Það er svo mikil breyting orðin á þessu. Ég kom einu sinni að strákum sem voru að leika fótbolta á Hvaleyrarvelli uppi á Holti. Ég fór að segja strákunum ffá því að þegar ég var að leika fótbolta á árum áður þá hefði ekki verið neinn kofi til að hengja fötin upp í. Við höí'ðum fataskipti á víðavangi og geymdum fötin við steina á holtinu. Blessaður vertu, þeir bara hlógu að mér, héldu að karlinn væri að ljúga. Ég tala nú ekki um þegar ég fór að segja þeim frá því að rykið hefði verið svo mikið í þurrkum að við hefðum tínt bolt- anum á vellinum í rykmekkinum. Þeir héldu víst bara að þetta væri bilaður karl sem væri að segja þeim frá. Staðreyndin er sú, að unga fólkið kann ekki að meta þá góðu aðstöðu sem það hefur til allra hluta í dag.“ „Ekki tala, bara hátta“ - Segðu mér, Böðvar, frá skemmtanalífinu þegar þú varst ungur maður. Stundaðirðu það? „Eins og ég lifandi gat. Ef ég átti 65 aura þá fór ég inn á Bjöminn og fékk mér kafftbolla. En ef ég átti 75 aura þá gat ég fengið mér lím- onaði. Þama dundaði maður yfir þessu allt kvöldið og passaði sig á því að drekka ekki of hratt því að þá þurfti maður að kaupa meira til þess að vera ekki fleygt út. Það var svo mikill stfll yfir þessu. Það var þama þriggja manna hljómsveit hjá Gunnu á Biminum með Her- lufsen, Farkas og svo var einhver stórfínn píanóleikari sem ég man ekki lengur hvað hét. Mér fannst þetta bara tilkomumeiri músík í þá daga heldur en víða er núna. Þetta voru nefnilega fín lög sem þeir spiluðu. Það var virkilegur stfll yfir þessu, enda flykktist unga fólkið að þessu og það var dansað af krafti." - Það hafa þó ekki verið vínveit- ingar á Biminum í þá daga? „Nei, en sumir björguðu sér þó með eitthvað einhvem veginn öðm vísi. Ég man að þessi Farkas, mig minnir að hann haft verið ung- verskur, var bráðhuggulegur mað- ur og við sáum ofsjónir yfir því hvað stúlkumar vom hriftiar af honum. Það var sagt að eftir dans- inn hafi hann átt auðvelt með að fá dömu með sér upp, en hann bjó á hótelinu á efri hæðinni. Þar ætluðu sumar að fara að spjalla við hann en hann skildi lítið í íslensku og átti því erfitt með að halda uppi samræðum en hann kunni þó eina setningu: Ekki tala, bara hátta. Svona gengu þá ýmsar sögur, al- veg eins og núna.“ - Af því að svo margt hefur breyst, langar mig til að spyrja þig: Ef þú værir ungur maður í dag, myndirðu leggja fyrir þig bók- sölu? ,JS!ei, ég er búinn að fá alveg nóg af þessu. Ég myndi finna upp áeinhverju öðm. Mikiðfjör í Röskvu Heyrðu! Ég má ekki gleyma að segja þér frá því, að ég var líka í stúku. Það var Röskva númer 222. Þar voru meðal annars Jón Matt, Þórarinn Böðvarsson, frændi minn, og fleiri ágætir menn. Ég tók að mér ritarastarfið um tíma en þama var dansað mikið. En svo dó nú Röskva og ég sá ekki ástæðu til að ganga í aðra stúku enda var ég kannski farinn að breytast. En það var mikið fjör í þessari stúku.“ - Þú minntist á frænda þinn í Röskvu, Þórarinn Böðvarsson. Það leiðir hugann að því að þú ert af gömlum Hafriarfjarðarættum? ,Já, prófasturinn á Görðum, Þórarinn Böðvarsson, ar langafa- bróðir minn. Þræðimir liggja svo til Hafnarfjarðar þegar byggðin fer að eflast og Böðvarsbræður komu mjög við sögu í atvinnulífinu síð- ar. Ég var einmitt í fiskvinnu hjá þeim frændum mínum í tvö sum- ur, þegar ég var í skóla og keyrði að konunum í vaskhúsi. Það voru að mig minnir átta konur mín megin, sem ég varð að keyra að. Ég held að það sé erfiðasta „djobb“ sem ég hefi unnið um æv- ina. Aðstaðan var nefnilega ekki upp á það besta og þrengslin mikil. Hjólbörur vom þá svo hroðalegar í laginu, hjólið var svo framarleg að þunginn hvfldi allir á þessum litlu herðum og vegna þrengslanna var maður alltaf að reka hnúana í fisk- inn eða helv.... vatnskrana sem var á miðri leið. Það var svo þröngt.“ „Býð jafnvel konum í nefið“ - Jæja, Böðvar. Þrátt fyrir aldur- inn er heilsan góð og skapið bæri- legt svo að þú ferð ekkert á Hrafn- istu strax? „Maður skal aldrei segja aldrei, en miðað við aldurinn hefi ég hestaheilsu og skapið er ekki af- leitt eins og er og ég hefi nóg að starfa. En ég kann vel við mig inn- an um gott fólk. Þess vegna vil ég vera áfram í búðinni á meðan ég get. Fólk er yfirleitt glaðvært og viðskiptavinir mínir virðast vera jákvæðir og þá er gaman að skipt- ast á orðum við þá í „íáitinni". Verslunin hefur þær jákvæðu hliðar að maður blandar geði við margt gott fólk og maður verður ekki einmana, síður en svo. Af- greiðslustörf hafa alltaf átt vel við mig og ég hefi gaman af að spjalla við kúnnana og jafnvel gefa einum og einum í nefið. Stundum býð ég jafnvel konunum í nefið en þær taka því ekki vel, en fyrirgefa mér þó. Þá taka þær mig ekki alvar- lega.“ - Það var einu sinni sagt frá sænskum ferðamanni sem ferðað- ist um Island skömmu eftir Móðu- harðindin. Hann kom meðal ann- ars til Hafnarfjarðar. Hann skrifaði bók í ferðalok og sagði þar að hann hefði ekki séð einn Islending brosa. Getum við ekki glaðst yfir að þetta er breytt? ,JÚ, sem betur fer. Ég held að það geri lífið léttara og hollara þegar við skiptumst á orðum og göntumst svolítið og svo getum við hlegið að öllu saman.“ Með þessum orðum Böðvars hættum við að skrifa niður, en við héldum þó áfram að spjalla ýmis- legt sem ekki verður birt. Samtal- inu lauk reyndar seint og síðar meir með því að taka vel í nefið. - Jón Kr. Gunnarsson. GícðUeqa þjóðhátíð OQQ REYKJAVtKURVEGI 66 • 220 HAFNARFIRÐI SÍM1 54100 Drift sf. Dalshrauni 10 Hvalur hf. Reykjavíkurvegi 48 Sími 50565 & BYCGÐAVERK HF. IHrHiHHÍli'MiUJÓHIia Strandgötu 34 S 51600 • 50090 kAU SÍLD & FISKUR DALSHRAUNI 9B 220 HAFNARFJÖRÐUR Ragnar Bjömsson húsgagnabólstrari Dalshraunió Sími 50397 'KAFBUÐiN /í/ ÆXSKF/0/ S/ " S/A7/ SS0S0 Öllalmenn á/-, stál- og rennismíði ~jarmi s/f VÉLAVERKSTÆÐI Trönuhrauni 3 Simi50434 Ha/narfirói AfWAÍ W*W 9 Drangahrauni 10-12 • Pósthólf 266 ■ 222 Hafnarfirði GLERAUGNAVERSLUNIN AUCNSYN REYKJAVÍKURVEGl 62 - SIMI 54789 Kgntuchy Fned Chicken 1 HJALLAHRAUN 15 SIMI 50828 QOA h.f. SÆLGÆTISGERÐ Bajarhrauni 24 — ® 53466. BONUS éýéti/ bdtiÝ Reykjavíkurvegi 72 INNRÖMMUN Bæjarhrauni 2 222 Hafnarfirði Sími: 652892 - P.O. Box 58 7

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.