Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Side 9
Hópurinn fyrir utan H'jallabraut 33 áður en haldið var afstað í kynnisferðina.
Aldraðir í ferð á söguslóðir
Félag aldraðra hefur rekið grenni. Var troðfullt í ferðina,
blómlegt félagsstarf í vetur. Sl. þannig að ekki var eitt sæti laust í
sunnudag var farið í kynnisferð á stórri rútu, sem fengin var til farar-
söguslóðir í bænum og næsta ná- innar. Leiðsögumaður var Jón Kr.
Randver í roknastuði
Gunnarssonar.
Að sögn Jóns Kr. var farið á
helstu söguslóðir Hafnarfjarðar.
Fyrst lá leiðin út á Garðaholt,
kirkjustaðarins foma. Þá var ekið
um bæinn og síðan sem leið lá í
kapelluna í hrauninu upp af
Straumi. Þá var ætlunin að skoða
rúnasteinana á Hvaleyrarholti, en
vegna mikillar umferðar golfara á
vinsælasta tíma á svæðinu varð að
hætta við að fara úr rútunni. Ferð-
inni lauk síðan með kaffisamsæti.
Starfið í Félagi aldraðra hefur
verið mjög kröftugt í vetur. I sum-
ar verður farið í lengri ferðir út fyr-
ir bæjarmörkin og í orlofsdvöl.
1dfbl?rð~
lesið blað
Hljómsveitin Randver kom
fram á skemmtistaðnum Firðin-
um sl. föstudags- og laugardags-
kvöld eftir fimmtán ára hlé. Var
hljómsveitinni vel fagnað, en í
hópi áheyrenda mátti þekkja
marga gamla nemendur þeirra
félaga, sem allir voru kennarar í
bænum, þegar Randver var upp
á sitt besta.
I Randver eru þeir Ellert Borgar
Þorvaldsson, skólastjóri, Guð-
mundur Sveinsson, kennari, Ragn-
ar Gíslason, skólastjóri, og Jón
Jónasson, forstöðumaður kennslu-
deildar. Þeir félagar virtust engu
hafa gleymt og var roknastuð f
Firðinum þegar þeir tróðu upp um
helgina. Myndin hér að ofan af
þeim á sviðinu var tekin á laugar-
dagskvöldinu.
FLOAMARKAÐUR
Tíl sölu vegna flutninga
sófasett, nett hjónarúm,
hvítt frá IKEA, einnig
skápa-samstæða og
sófaborð. Uppl. í síma
657015.
Reglusöm hj'ón frá
Vestmannaeyjum með þrjú
börn óska eftir 3-4ra herb.
íbúð á leigu í eitt ár frá 1.
júlí. íbúðarkaup koma til
greina. Uppl. í s. 54925 um
helgina eða 76596 virka
daga eftir kl. 19.
Sigurður Þorvarðarson
byggingarfræðingur
Teiknistofa Strandgötu 11
s.: 651510
VERSLUNARMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR
Til verslunarrek-
enda í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjaröar hefur samþykkt og
félagsmálaráðuneytið staðfest, að 3ja grein
„Samþykktar um afgreiðslutíma verslana í
Hafnarfirði" breytist og hljóðar hún nú svo:
„Heimilt er að hafa sölustaði opna á helgidögum og
hátíðisdögum nema á föstudaginn langa,
páskadag, hvítasunnudag og jóladag og eftir kl. 18
á aðfangadagskvöld jóla.“
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Ghena Dimitrova og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Tonleikar
í Kaplakrika
18. júní kl. 20:30
Gena Dimitrova er heimsfræg söngkona, ættuð frá
Búlgaríu. Tónleikar hennar nú, eru einstæður
listviðburður hér á landi, sem tónlistarunnendur ættu
ekki að láta fram hjá sér fara.
ALÞJÓÐLEC
LISTAHÁTIÐ
I HAFNARFIRPI
4.-30. JUNÍ
LISTIN ERFYRIRALLA!
Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86.
Aðgöngumiðasala:
Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg,
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.
9