Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Page 4

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Page 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Félagsmiðstöðin Vitinn Virkni, þátttaka og ábyrgð unglinga Á fundum þeim sem vímuvarn- arnefnd bæjarins stendur nú fyrir með foreldrum og nemendum grunnskólanna hefur upplvsinga- bæklingi um fclagsmiðstöðina Vit- ann verið dreift. Það er Geir Bjarnason forstöðumaður Vitans sem tekið hefur bæklinginn saman en hann segir að starfið í félags- miðstöðinni skuli einkennast af virkni, þátttöku og ábyrgð ung- iinganna. í kaflanum sem fjallar um mark- mið Vitans segir m.a.: "Vitinn skal vera opinn fyrir áhrifum unglinga- menningarinnar, þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfL.Sérstaklega skal leitast við að ná til unglinga sem ekki njóta sín í öðru æskulýðsstarfi. Félagsmiðstöðin skal halda úti markvissu fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beita fjölbreyttum að- ferðum til að auka líkur á árangri." Starfsmenn Vitans eru níu talsins og hafa allir haldgóða menntun og reynslu af unglingastarfi. Auk Geirs Bjamasonar em fjórir aðrir í fullu starfí, þau Malen Sveinsdóttir upp- eldisfræðingur, Hlynur Eiríksson leikifimikennari, Heiðrún Janusar- dóttir tómstundafræðingur og Þórður Björnsson blaðamaður og blikksmið- ur. Fjórir eru í hlutastarfi en það eru Jón Örn Þorsteinsson myndlistar- nemi, Hildur Hinriksdóttir listakona, Gústaf Bjarnason handboltamaður og Stefán Sigurðsson hagfræðinemi. Eins og fram kom í stuttu spjalli við Geir Bjamason í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins er mikil áhersla lög á klúbbastarf innan Vitans og em nú eftirtaldir klúbbar starfandi á vegum hans: Tónlistarklúbbur, Ferða- og sjoppuklúbbur, Sælkeraklúbbur, Blaðaklúbbur, Kvikmynda- og myndbandaklúbbur, "Hlutaverka”- klúbbur, Stelpuklúbbur, Vitaráð, I- þróttaklúbburinn Sporti, klúbbur fyr- ir 16 ára og eldri og Listaklúbbur. Götuvitinn Á vegum Vitans er rekin eins kon- ar útideild sem kallast Götuvitinn og er markmiðið að fylgjast með ung- lingum síðla kvölds og fram eftir nóttu um helgar. Fram kemur hjá Geir að meginmarkmið Götuvitans em m.a. að starfa á vettvangi þar sem unglingar em hverju sinni, kynnast þeim og skapa gagnkvæmt traust. Vekja áhuga unglinga á að stunda skóla, vinnu, tómstundir, jákvætt líf- erni og efla félagsþroska. Leita uppi hópa og einstaklinga sem þurfa á stuðningi að halda og hvetja þá sem þurfa að nýta sér þau úrræði sem em í boði til að fá viðeigandi hjálp. Starfað er á föstudagskvöldum fram á miðja nótt en aðra daga þegar þurfa þykir. Tveir reyndir starfsmenn starfa í hvert sinn og hafa til umráða bfl og farsíma. Foreldrarölt Síðasta vetur var bryddað upp á nýjung sem kallast foreldrarölt. Um var að ræða samstarf milli Vitans og foreldrafélaga í gmnnskólum bæjar- ins. Mættu foreldrar í Vitann á föstu- dagskvöldum og síðan gengu þeir um miðbæinn í fylgd með starfs- mönnum Vitans. Geir segir að hægt sé að segja að foreidraröltið haft haft góð áhrif og markmið þess náðst. Markmiðið var m.a. að vekja for- eldra til umhugsunar um það hvað unglingar em að gera á kvöldin niður í bæ, að draga úr drykkju og útiveru á kvöldin og vekja athygli unglinga á því að foreldmm þeirra stendur ekki á sama hvað gerist á nætumar um helgar. I vetur er ætlunin að halda þessu starfí áfram og segir Geir að vonast sé til að foreldrar úr öllum gmnn- skólum geft kost á sér í röltið. Hallfríður Ólafsdóttir Einleikstónleikar í Víðistaðakirkju Hallfríður Ólafsdóttir flautu- leikari heldur einieikstónleika í Víðistaðakirkju sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17.00 og í Krists- kirkju miðvikudagskvöld 16. nóv- ember ki. 21.00. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk fyrir einleiks- flautu eftir Emmanuel Bach, Tel- eman, Atla Heimi Sveinsson, Luci- ano Berio og Ernst von Dohnanyi. Hallfríður lauk einleikarapróft frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1988 og var kennari hennar þar Bemharður Wilkinson. Hún fór síðan utan til náms í London og París. Hún hefur haldið fjölda einleiks- og kammertónleika bæði hér heima og erlendis. Við eigum 30 ára afmœli FÖSTUDAGINN 7 7. NÓVEMBER HÖLDUM VIÐ UPP A 30 ÁRA STARFSAFMÆLI ÚTIBÚS ÍSLANDSBANKA, STRANDGÖTU 1. KOMIÐ OG SAMFAGNIÐ OKKUR, VIÐ B]ÓÐUM ÖLLUM UPP Á KAFFI OG MEÐLÆTI í TILEFNI DAGSINS. GEORG KEMUR í HEIMSÓKN KL 7 1:00, 13:00 OG 15:00 OG SKEMMTIR BÖRNUNUM. VERIÐ VELKOMIN! STARFSFÓLK ÍSLANDSBANKA, STRANDGÖTU. ÍSLANDSBANKI

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.