Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Síða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi: Framkvæmaastjóri: Ritstjóri: íþróttir og ljósmyndir: Innheimta og dreifing: Umbrot: Prentun: FJARÐARPOSTURINN hf. Oli Jón Olason. Friðrik Indriðason. Jóhann Guðni Reynisson Steinunn Hansdóttir. Fjarðarpósturinn Borgarprent. FJARÐARPOSTURINN, Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar: Ritstjórn 651945. Auglýsingar 651745. Símbréf 650835 Vegamálin á höfuðborgarsvæðinu Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur í samráði við ASÍ og VSI ákveðið að verja 3,5 milljörðum króna til vegamála á næstu 5 árum og þar af eiga 60% eða um 2 milljarðar að koma í hlut höfuðborgar- svæðisins. Þetta er sorglega lág upphæð miðað við þau brýnu verk- efni sem bíða úrlausnar hér í kringum okkur. Það virðist ekki vefjast fyrir ráðamönnum þessarar þjóðar að eyða milljörðum á milljarða ofan í að bora jarðgöng á milli nokkur hund- ruð manna byggðalaga á afskekktum stöðum landsins. En þegar kemur að svæði sem telur um 160 þúsund íbúa af þeim 260 þúsund sem byggja þetta land er smáaurum útdeilt sem duga engan veginn til að leysa þann vanda sem við er að glíma. Eins og fram kemur hér í blaðinu hefur borgarverkfræðingur sett fram lista um forgangsverkefni á höfuðborgarsvæðinu sem gerir ráð fyrir að I til 1,5 milljarði króna sé veitt árlega næstu fjögur árin í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta rétt dugir til að koma málum í þannig horf að ekki verði um stórvandræði að ræða í bílaumferð um svæðið þegar frammí sækir. Nú er ljóst að ekki einu sinni helm- ingur af þessu fé fæst í framkvæmdir á næstu fimm árum. Eitt brýnasta úrlausnarefni fyrir Hafnfirðinga er breikkun, eða tvöföldun, á norðurhluta Reykjanesbrautar. Borgarverkfræðingur áætlaði að þetta verk myndi kosta um 1100 milljónir króna. Það er ljóst að ef áform forsætisráðherra verða að veruleika mun verða löng bið á því að þessi nauðsynlega framkvæmd komist í gagnið því margt annað bráðliggur á að gera á svæðinu. Nú þegar sitja menn í æ lengri bflaröðum á leiðinni milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur á mestu álagstímum og það er ljóst að þetta breytist ekki í náinni framtíð. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri kall- ar þetta ástand réttilega tifandi tímasprengju. Höfuðborgarsvæðið hefur ætíð verið afskipt þegar kemur að vega- gerð í landinu. Þetta sést best af því að samkvæmt vegaáætlun er að- eins áformað að 6,7% af vegafé á næsta ári komi í hlut svæðisins. Þetta hlutfall er óþolandi lágt og tími til kominn að forsvarsmenn höfuðbogarsvæðisins á alþingi taki á sig rögg og geri eitthvað í mál- inu. Sparnaður á St Jósefsspítala Stjórn St Jósefsspítala hefur nú ákveðið til hvaða sparnaðarað- gerða verður gripið til að mæta rekstrarhalla á árinu upp á 15 millj- ónir króna. Eins og fram kemur hér í viðtali við Árna Sverrisson hef- ur heilbrigðisráðherra hingað til haft lítinn skilning á vandamálum spítalans sem er með hagkvæmari rekstrareiningum í heilbrigðis- kerfinu. Sökum þessa skilningsleysis liggur fyrir að spítalinn getur ekki tekið inn fólk af biðlistum fram að áramótum en á handlækn- ingadeild bíða nú um 500 manns eftir plássi. Það er jafnframt ljóst að fresta verður nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun á tækjakosti spítalans. Árni telur réttilega að þetta sé al- varleg þróun og að miklu máli skipti að spítalinn hafi fjármagn til þessara hluta þegar öryggi sjúklinga er haft í huga. Eftir að skilaboð bárust frá heilbrigðisráðherra um að spítalinn yrði sjálfur að sjá um sín vandamál stóð stjórn spítalans frammi fyr- ir erfiðu verkefni. Ekki er annað að sjá að hún hafi leyst það eins vel og kostur er. Friðrik Indriðason Stjórn St Jósefsspítala ákveður sparnaðaraðgerðir Ekki tekið inn af bið- listum til áramóta Tæplega 4 milljón kr. niðurskurður í viðhaldi og endurnýjun tækja Stjórn St Jósefsspítala náði góðri samstöðu um þær aðgerðir sem grípa á til. Stjórn St Jósefsspítala hefur á- kveðið til hvaða sparnaðaraðgerða verður gripið til að mæta 15 millj- ón kr. rekstrarhalla á árinu. Árni Sverrisson framkvæmdastjóri spítalans segir að góð samstaða hafi náðst um þessar aðgerðir en þær fela m.a. í sér að fólk verður ekki tekið inn af biðlistum á lyf- og handlækningadeild fram að ára- mótum og tæplega 4 milljón kr. niðurskurður verður í viðhaldi og endurnýjun á tækjakosti spítal- ans. Árni segir að með þessum að- gerðum ætti rekstrarhallinn að minnka niður í tæpar 5 milljónir króna. "Það má skipta aðgerðum okkar í þrjá hluta," segir Árni. "í fyrsta lagi var ákveðið að á lyflæknisdeild yrði bara tekið á móti bráðatilvikum fram að áramótum en ekkert af biðlistum. Sama verður upp á teningnum á handlæknisdeild þar sem biðlistinn telur nú um 500 manns. Þar verða sjúklingar ekki lagðir inn til stærri aðgerða nema brýna nauðsyn beri til. Og í þriðja lagi munum við skera niður útgjaldalið sem heitir viðhald og endurnýjun tækja um tæpar 4 miljónir króna." Alvarleg þróun í máli Áma kemur fram að það sé alvarleg þróun að þurfa að skera nið- ur til viðhalds og endumýjunar á tækjakosti spítalans. "Það skiptir miklu máli að spítalinn hafi fjár- magn til þessara hluta og þá er ég fyrst og fremst með öryggi sjúklinga í huga," segir Ámi. “Þróunin hefur verið sú að frá árinu 1991 hefur þessi rekstrarliður lækkað á hverju ári og ef svo fer fram sem horfir stefnir í algert óefni á spítalanum.” Ámi segir að stjóm spítalans meti þessari aðgerðir sem svo að þær séu í raun ákaflega óskynsamlegar en þær séu afleiðing þróunar sem hófst 1992 þegar fjárveitingar til St Jósefs- spítala vom skomar niður um 72 milljónir króna eða um 28% af rekstrarfé. "Við fengum síðan á- kveðna leiðréttingu í samráði við heilbrigðisráðuneytið og okkur tókst einnig að auka sértekjur spítalans um 45%. Þegar upp var staðið vantaði okkur um 25 milljónir króna til að fylla upp í þetta 72ja milljón króna gat sem myndaðist," segir Ámi. Hagkvæm rekstareining Ámi segir að þegar horft er til þess að rekstur upp á um 270-280 milljónir króna vanti um 10% til þess að geta verið verulega hag- kvæmur eins og spítalinn var á árinu 1992 finnist honum ekki nein skyn- semi í því hvemig heilbrigðisyftr- völd hafa haldið á fjárveitingum til spítalans. "St Jósefsspítali er meðfærileg rekstareining af þeirri stærðargráðu að erfitt er að draga hana saman. Við emm með ákveðinn starfsmanna- fjölda sem dekkar nákvæmlega það sem þarf til að spítalinn sé með nán- ast 100% nýtingu," segir Ámi. "Ef við ætlum okkur að draga eitthvað úr mannahaldi væmm við í raun að bjóða heim hættunni á að þurfa að kalla út aukavaktir og auka þannig við kostnaðinn hjá okkur." I máli Árna kemur einnig fram í þessu sambandi að það hafi sýnt sig að þrátt fyrir niðurskurðinn hafi fleiri aðgerðir og fleiri rannsóknir farið fram á spítalanum í ár en vom árið 1991. Þetta sé kannski besta vitnið um hagkvæmni spítlans. "Hinsvegar hefur þetta haft í för með sér aukið álag á starfsfólk spítalans og þar emm við á sama báti og aðrar sjúkrastofnanir þar sem niðurskurður hefur komið fram í auknu álagi starfsfólks," segir Árni. "Álagið skapar svo aftur spennu og þreytu og það er orðið tímaspursmál hvenær eitthvað gefur sig.” Hvað varðar sjúkrahúsin í heild segir Ámi að það sé ákaflega alvar- legur hlutur þegar heilbrigðisyfir- völd neita eða hafna því að taka á Höfuöborgarsvæöið fær aðeins 6,7% af vegafé Vegakerfið á svæðinu tifandi tímasprengja -segir Magnús Jón Árnason bæjarstjóri Samkvæmt vegaáætlun fyrir tímabilið 1993-1996 fær höfuð- borgarsvæðið aðeins 6,7 % af því fé sem varið verður í heild sinni til vegagerðar á næsta ári. Þetta hlut- fall var 9,9% í fyrra og 7,5% í ár. Þetta er mjög lágt hlutfall í ljósi þess að um 160.000 landsmanna búa á þessu svæði og bflaeign er mest á landsvísu. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri segir að vega- kerfið á höfuðborgarsvæðinu sé tifandi tímasprengja og nauðsyn- legt að ráðmenn geri sér grein fyr- ir því. Kristinn Ó. Magnússon aðstoðar- bæjarverkfræðingur segir í samtali við Fjarðarpóstinn að brýnustu úr- lausnarefni í vegagerð fyrir Hafnfirð- inga sé breikkun, eða tvöföldun, á norðurhluta Reykjanesbrautar, að brautin sé færð í sveig ofan við kirkjugarðinn og að hafist verði handa við svokallaðan Ofanbyggða- veg sem tengja á höfuðborgarsvæðið við Suðumesin. Hvað breikkun Reykjanesbrautar- innar varðar hefur borgarverkfræð- ingur sett saman verkefnalista fyrir höfuðborgarsvæðið á næstu fjómm ámm. Borgarverkfræðingur áformar að á þessu tímabili verði varið 1 til 1,5 milljarði króna árlega í vegagerð og þar af verði um 1100 milljónum varið til Reykjanesbrautarinnar. Of- anbyggðavegur er hinsvegar ekki á áætlun fyrr en á næstu öld. Nú þegar er mikill umferðarþungi á Reykjanesbrautinni til og frá Hafn-

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.