Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 12
BLÓMABÚÐIN
BURKNI
Blóm &
Gjafavörur
nnetstíg3, s. 50971
MUNIÐ
HAMBORGARATILBOÐIÐ
FJAROARNESTI
BÆJARHRAUHI 4
Bifreiðastöö H a f n a r f j a r ð a r
sími 650 666
TILBOÐSFERÐIR Á LEIFSSTÖÐ
1-4 kr. 3.500 & 5-8 kr. 4.200
Meiri- og minnihluti sameinast um tillögu í bæjarstjórn
Skora á Alþingi að breyta
lögum um húsaleigubætur
Meirihluti og minnihluti sam-
einuðust á síðasta bæjarstjórnar-
fundi um tillögu þar sem skorað er
á Alþingi að breyta lögunum um
húsaleigubæturnar. Bæturnar
verði greiddar í gegnum skattkerf-
ið eins og vaxtabætur og_ barna-
bætur. Þeir Magnús Jón Arnason
bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson
forseti bæjaráðs og Ingvar Vikt-
orsson oddviti minnihlutans fluttu
tillöguna sameiginlega og var hún
samþykkt samhljóma.
Öll tillagan hljóðar svo: "Bæjarráð
Hafnartjarðar samþykkti samhljóða á
fundi sínum 27. október sl. að taka
upp húsaleigubætur tii reynslu í eitt
ár þrátt fyrir að bæjarráð telji lög um
húsaleigubætur meingölluð.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á
Alþingi að breyta lögum... þannig að
húsaleigubætur verði greiddar í
gegnum skattakerfið eins og vaxta-
bætur til húsbyggjenda og barnabæt-
ur til fjölskyldufólks enda er um sam-
bærilegar bætur að ræða.
Þannig verður best staðið við yfir-
lýsta stefnu ríkis og sveitarfélaga að
fækka flóknum samstarfsverkefnum
og dregin skýr verkaskiptalína milli
þessara aðila."
Magnús Jón segir að enginn í bæj-
arráði hafi samþykkt bætumar með
glöðu geði á sínum tíma og sér finn-
ist persónulega að ef ríkisvaldið setji
reglur af þessu tagi eigi allir að sitja
við sama borð. Nú sé ljóst að sveitar-
félög hafa ýmist hafnað eða sam-
þykkt húsaleigubætur. Hann treysti
því að Alþingi taki upp málið að nýju
og bæti um betur.
Ingvar Viktorsson segir að Al-
þýðuflokkurinn hafi talið húsaleigu-
bætur að ýmsu leiti réttlætismál.
Hinsvegar beri að líta á að nauðsyn
sé að slíta sem mest á tengslin milii
sveitarstjóma og ríkis í samstarfs-
verkefnum. Sveitarstjómir séu ávallt
í hlutverki lítilmagnans og ríkið í
hlutverk þess sem valdið hefur í
slíku samstarfi.
ALLT FRAM STREYMIR ENDALAUST,
ÁR OG DAGAR LÍÐA;
NÚ ER KOMIÐ HRÍMKALT HAUST,
HORFIN SUMARBLÍÐA.
Nær allur smábátaflotinn í bænum lá í höfn um síðustu helgi sökum brælu á miðunum. Bræla hefur hamlað
veiðum að undanförnu en þegar hefur gefið á sjó hafa aflabrögð verið með ágætum.
Haraldur
með 250
tonn eftir
20 daga
Togarinn Haraldur Krist-
jánsson landaði nýlega 250
tonnuni af frystum karfa á
Japansmarkað. Úthaldið stóð í
20 daga og er aflaverðmætið
um 55 niilljónir króna. Karf-
ann fékk Haraldur suður af
Reykjanesi innan 200 niflna
lögsögunnar.
Að sögn Jóns Guðmundssonar
forstjóra Sjólastöðvarinnar þýðir
þetta magn um 450 tonn upp úr
sjó. "Þetta var ágætur túr hjá
Haraldi og gott að fá þetta magn
á þessum árstíma," segir Jón sem
bjóst við að togarinn yrði sendur
aftur á þessi mið.
Sprengja
í bílkerru
Bílkerra sem stóð við A-
haldahús Hafnarfjarðar var
sprengd í loft upp aðfararnótt
mánudagsins. Að sögn lögregl-
unnar heyrðist hvellurinn af
sprengingunni niður á lög-
reglustöð.
Þegar farið var að athuga mál-
ið kom í ljós að ekki höfðu fleiri
skemmdir verið unnar á svæðinu
við áhaldahúsið. Ekki er vitað
hverjir voru hér að verki, né
hverslags sprengju var um að
ræða, og málið mun í rannsókn.
V
20% KYNNINGAR-
AFSLÁTTUR AF NÝJUM
SÉRRÉTTASEÐLI í F|ÖRUNNI
VÍKINC^VEISLURNAR í ALCLEYMINCl í
FIORUGARÐINUM.
OPIÐ TIL 03.00 UM HELCAR.
FJARAN
J (koftt e*t*i tktni
5
STRANDCÖTU 55, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 651213/651890, FAX 651891
Straumsvíkurhöfn á 25 ára afmæli um þessar mundir
Alls hafa 6,6 milljónir
tonna farið um höfnina
í upphafi vikunnar var haldið Straumsvíkurhafnar. Höfnin var
upp á 25 ára vígsluafmæli vígð þann 7. nóvember árið 1969
't
Munið veisluþjónustuna
5’^íXHÚSÍð
Fjórir ostar og
sulta aðeins kr. 575,-
Fjaröargötu 11 Sími: 653940
en hún var tekin í notkun nokkru
áður eða í byrjun ágúst það ár. A
þessum tíma hafa alls 6,6 milljónir
tonna af varningi farið um höfn-
ina, þar af hafa tæplega 1,7 millj-
ónir tonna af áli verið flutt utan
frá Straumsvík.
Samkvæmt upplýsingum frá Sig-
urði Hallgrímssyni forstöðumanni
þjónustusviðs Hafnarfjarðarhafnar
kostaði Straumsvíkurhöfn 2,2 millj-
arða króna og var því nokkuð dýrt
mannvirki, "en hún hefur staðið vel
fyrir sínu," segir Sigurður.
A þessum árum hafa samtals 1731
skip annaðhvort losað eða lestað í
Straumsvfkurhöfn og segir Sigurður
að á seinni árum hafi skipin sem
leggja þama að stöðugt farið stækk-
andi. Þannig má nefna að 1970 komu
65 skip til hafnarinnar og losuðu eða
lestuðu 2050 tonn að meðaltali. Á
síðasta ári komu hinsvegar 46 skip
og losuðu eða lestuðu að meðaltali
7500 tonn
I máli Sigurðar Hallgrímssonar
kemur ennfremur fram að heildar
brúttólestatala þeirra 1731 skipa sem
átt hafa viðkomu í Straumsvíkurhöfn
er samtals um 4,8 milljónir lesta
enda er um umsvifamestu höfn
iandsins að ræða.