Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA
10. tbl. 12. árg. 1994
Fimmtudagur 8. desember
Verö kr. 100,-
GLÆSIR
Góður árangur af eftirliti Skattstofu Reykjanesumdæmis
Skilar hálfum milljarði
króna í auknum gjöldum
Góður árangur varð af eftirliti
og grunnskoðun hjá Skattstofu
Reykjanesumdæmis á síðasta ári
og skilaði þetta ails rúmlega 512
milljónum króna í auknum gjöld-
um til ríkissjóðs. Guðmundur
Björnsson varaskattstjóri Reykja-
nes segir að verulega góður árang-
ur hafi orðið af eftirliti í virðis-
aukaskattinum en það skilaði um
130 milljón krónum á árinu.
Þegar þessar 512 milljónir eru
sundurliðaðar eftir verkþáttum kem-
ur í Ijós að grunnskoðun skattfram-
tala einstaklinga og lögaðila fyrir á-
lagningu skilaði tæplega 219 milljón-
um króna. Af þessari upphæð gengu
svo rúmlega 12 milljónir kr. til baka í
framhaldi af kærum. Grunnskoðun
og eftirlit sömu skattframtala eftir á-
lagningu skilaði tæplega 128 milljón-
um kr. og hækkanir vegna breytinga
á síðbúnum skattframtölum sem af-
greidd voru með úrskurði skilaði
tæplega 38 milljónum kr.
Sem fyrr segir skilaði eftirlit í vsk.
samtals um 130 milljónum króna. Þar
af skiluðu sér rúmlega 53 milljónir í
árseftirliti í vsk, 46,5 milljónir komu
í samtímaeftirliti í vsk og rúmlega 29
milljónir kr. skiluðu sér í öðru al-
mennu eftirliti með vsk.
Þá nam álag á vangreidda stað-
greiðslu rúmum 11 milljónum kr. og
Bæjarstjórn
Deilt um
álögur
Nokkrar deilur urðu á milli
fulltrúa meirihluta og minni-
hluta í bæjarstjórn s.l. þriðju-
dag þegar rætt var um tekju-
hlið fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár. Fyrir liggur að álög-
ur á bæjarbúa munu aukast
um rúmlega 80 milljónir
króna á næsta ári, einkum
vegna þess að útsvar verður
hækkað úr 8,9% í 9,2% en
það er hámarksútsvar sem
leyft er og að lóðaleiga verður
1% af fasteignamati.
Áætlað er að hækkun út-
svarsins muni skila 40 milijón-
um króna í bæjarsjóð og hækk-
un lóðaleigu mun skila svipaðri
upphæð. Meirihluti bæjar-
stjómar telur þessar auknu á-
lögur nauðsynlegar vegna
slæmrar stöðu bæjarsjóðs en
minnihluti mótmælir harðlega
þessum auknu álögum.
-SJÁ NÁNAR Á BLS. 3
OG MIÐOPNU
Eldvarnarátak LSS
EFNALAUG • STOFNAÐ 1936
fcfhákmg
Þvottahús
Smókingaleiga
Vinnufatahreinsun
lækkun á yfirfæranlegu tapi vegna
grunnskoðunar eftir álagningu nam
rúmlega 52 milljónum króna.
Guðmundur Bjömsson segir að til
samanburður við þessar tölur megi
nefna að allur rekstrarkostnaður
skattstofunnar nam tæplega 82 millj-
ónum króna á síðasta ári og ársverk
voru 45 talsins.
Slökkvilið Hafnarfjarðar heimsótti alla grunnskóla
bæjarins s.l. mánudag en þá var haldinn sérstakur
"Eldvarnadagur” á vegum Landssamhands slökkvi-
liðsmanna (LSS) um land allt.
Myndin er tekin í Öldutúnsskóla þar sem nemendum
var leiðbeint um ýmislegt er við kemur eldvömum á
heimilinu.
-SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU
Stefán Hjörleifsson skólastjóri
rokkskólans.
Rokkskóli
stofnaður
Rokkskóli hefur verið stofn-
aður í Hafnarfirði og er Stefán
Hjörleifsson tónlistarmaður
skólastjóri hans. Stefán segir að
um nýjung í tónlistarkennslu sé
að ræða hérlendis þar sem
kennslan fari að mestu fram í
gegnum rokk- og popptónlist þó
tækniæfingar og tónfræði-
kennsla verði á svipuðum nótum
og í hefðbundnum tónlistarskól-
um.
-SJÁ NÁNAR Á BLS.2
Jólatréin
tendruð
Kveikt verður á ljósunum á
jólatrjám þeim sem tveir vina-
bæir Hafnarfjarðar hafa sent
bænum á laugardag. Þetta eru
tréin frá Fredriksberg og Cux-
liaven.
Kveikt verður á trjánum við
háúðlega athöfn sem hefst
klukkan tvö um daginn. Tréið
frá Cuxhaven mun standa við
Flensborgarbryggju en tréið frá
Fredriksberg verður að venju
sett upp á Thorsplani.
Meðal þeirra sem flytja ávörp
á Thorsplani verða danski sendi-
herrann, Klaus Otto Kappel, og
Magnús Gunnarsson formaður
bæjarráðs. Eftir athöfnina verð-
ur efnt til jólaballs í íþróttahús-
inu við Strandgötu.
Mesta úrval landsins af keramikvörum
Ánægja fyrir alla fjölskylduna Jólavörur í úrvali
Listasmiðjan
Dalshraun 1 Hafnarfirði s. 652105, fax 53170
Opið
10 -18 mán. - fös.
10-16 laugardag