Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Ljóst er að sáralitlar eða nær engar nýframkvæmdir verða á næsta ári. stæðisflokks og Alþýðubandalags sem mynda meirihlutann um álagn- ingu fyrrgreindra gjalda. "Við teljum okkur vera á góðri leið með þessi mál því við munum ekki minnka þjónustu við bæjarbúa," segir Magnús Jón. Bókanir í bæjarráði Tillaga meirihlutans um álagningu gjalda var lögð fram á síðasta bæjar- ráðsfundi. I framhaldi af því óskuðu bæjarráðsmenn Alþýðuflokksins bókað að þeir..."lýsa sig algerlega andvíga þeim gríðarlegu skattahækk- unum á bæjarbúa, sem felast í tillög- um meirihluta Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks en munu gera nán- ari grein fyrir afstöðu sinni við af- greiðslu málsins í bæjarstjóm." A móti óskuðu fulltrúar meirihlut- ans að bókað yrði að: "Tillögur meirihluta bæjarráðs um álagningu gjalda fyrir árið 1995 eru bein afleið- ing af óhóflegri umframeyðslu og skelfdegri skuldasöfnun meirihluta Alþýðuflokks undanfarin ár. Um- frameyðslan nemur á árinu 1994 ein sér hátt í milljarð króna. Hún er á á- byrgð fyrri meirihluta og undan þeirri ábyrgð geta þeir ekki vikist." Þá óskuðu bæjarráðsmenn Al- þýðuflokksins eftir skriflegum svör- um við nokkrum spumingum. Þær em í fyrsta lagi hvemig lántöku upp á 1.300 milljónir kr. hefur verið varið miðað við þann 1. desember s.l.? Hvað líður bókuðum skuldbreyting- um meirihlutans á eldri óhagstæðum lánum bæjarsjóðs? Og hvaða lán hafa verið greidd upp og á hvaða kjörum voru þau lán og hversu miklu hag- stæðari em þau nýju lán sem tekin hafa verið? Ómar Smári Ármannsson. stæður. Undanfarin ár hafa bæjaryfir- völd lagt áherslu á að halda uppi háu atvinnustigi í bænum miðað við hið slæma ástand á landsvísu. Nú hallar undan fæti vegna þess að núverandi meirihluti hefur ekki haft dug í sér til að taka á nauðsynlegum málefnum líðandi stundar. Þetta dugleysi ætlar að reynast bæjarbúum dýrkeypt. Málsvari verkafólks, kommarnir, hafa reynst því verri en enginn og málsvarar fyrirtækja, íhaldið, hefur ekki einu sinni haft dug í sér til að framkvæma tillögur um eflingu at- vinnulífs í bænum, þvert á móti. Með markvissum aðgerðum á að vera til- tölulega auðvelt að koma aftur á jafnvægi í fjármálum bæjarins. Til þess þarf fólk, sem vill og getur. Tugir þúsunda Með hækkun skatta og gjalda aukast álögur á fjölskyldur í bænum um tugi þúsunda á ári. Á sama tíma er ólíklegt að laun þeirra hækki að nokkru marki. Erfiðleikamir aukast enn hjá allmörgum og líklegt er að einhverjum verði gert ómögulegt að sjá sér og sínum farborða. Enginn í núverandi meirihluta virðist hafa á- hyggjur af því. Laun þeirra allra megast teljast vel viðunandi. Það er lágmarkskrafa að kjömir fulltrúar standi við þau loforð, sem þeir gefa. Fólkið hlítur að gera þá kröfu - það er réttur þess. Nú reynir á að þetta sama fólk láti í sér heyra og krefjist réttar síns. Það á ekki að sætta sig fyrir afsakanir eða rangar fullyrðingar. Fólkið á rétt að komið sé fram við það af heiðarleika og sanngimi. Það hafa fúlltrúar íhalds og komma svo sannarlega ekki gert. Brunavarnarátak Landssambands slökkviliðsmanna Grunnskólar heimsóttir Hið árlega brunavarnarátak Landssambands slökkviliðs- manna cr nú hafið og heimsótti slökkviliðið í HafnarFirði alla grunnskóla bæjarins í upphafi vikunnar til að kynna átakið. Þetta átak hefur verið árlegur viðburður fyrir jólin og áramótin frá árinu 1985.1 ár verður átak- ið m.a. í formi "Eldvarnardags" og var hann á s.l. mánudag um land allt. I frétt frá LSS kemur fram að á 2. þingi sambandsins sem haldið var í vor kom til umfjöllunnar sú hugmynd að LSS beitti sér fyrir því með hagsmunaaðilum að komið yrði á umræðu um bættar eldvamir í öllum sveitarfélögum landsins. Slíkt átak væri jafnframt vel til þess fallið að stuðla að frekari kynningu á starfsemi slökkviliðsins á hverj- um stað. I framhaldi af þessu ákvað stjóm LSS að komið yrði á fót sérstökum "Eldvamardegi" um land allt og verður hann fyrsti mánudagur í desember. Fyrirkomulagið á mánudaginn var með þeim hætti að slökkviliðs- menn heimsóttu grunnskólana og dvöldu um hálftíma á hverjum stað. Meðal þess sem gert var í þessum heimsóknum var kynning á getraun um brunavamir sem öllum grunn- skólanemum stendur til boða að taka þátt í en vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétt svör við spumingun- um í henni. Fjarðarpósturinn birtir þessa getraun hér en skilafrestur í henni er til 6. janúar á næsta ári og verður dregið úr réttum lausnum þann 17.janúar. Vfsbendingar um hvernig rétt er að svara spurningum Vísbending við spurningu 1. Meirihluti allra dauðsfalla í brunum í heimahúsum verða að næturlagi þegar fólk er í fasta- svefni. Það kemur þér kannski á óvart að sofandi maður frnnur ekki reykj- arlykt. Eitraðar lofttegundir sem myndast við bmna deyfa lyktar- skynjun jafnhliða því að slæva meðvitund svo hann sefur ennþá fastar. Vísbending við spurningu 2. Reykskynjari sem er í ólagi tryggir ekki öryggi þitt. Líf þitt og fjölskyidu þinnar gæti verið undir því komið að gerð sé mánaðarleg prófun á hverjum reyk- skynjara. Hafðu það fyrir reglu að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum ár hvert t.d. í desembermánuði. Vísbending við spurningu 3. Mikil aukning hefur orðið á raf- magnstækjaeign heimilanna svo sem á heimilistölvum, síðastliðin ár. Gífurleg aukning hefur orðið á sjónvarpstækjaeign landsmanna. Þannig er orðið algengt að sjón- varpstæki séu einnig staðsett í svefnherbergjum. Vísbending við spurningu 4. Reykskynjari endist ekki að ei- lífú, rannsóknir sýna að tíu ára gamall reykskynjari er farinn að missa nauðsynlegan næmleika sinn til viðvörunar. Þú skalt því endurnýja reyk- skynjara þinn, sé hann orðinn tíu ára eða eldri. Vísbending við spurningu 5. Vertu þess viss að allir þekki hljóðið í reykskynjaranum. Það þarf að vera til áætlun um tvær mögulegar útgönguleiðir úr svefn- herbergjunum ef kviknar í. Vertu fullviss um að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðið skuli yfírgefið þegar í stað. Mikilvægt er að koma sér saman um sameiginlegan stað utandyra þar sem allir eiga að safnast saman eftir að tekist hefur að flýja elds- voðann. Leggðu á ráðin og æfðu neyðar- útgöngu sjálfur í þínu umhverfi. Vísbending við spurningu 6. Helstu björgunaraðilar eru lög- regla, slökkvilið, þeir sem annast sjúkraflutninga og björgunarsveitir. Kynntu þér hvemig og hvenær á að hringja í neyðarsímanúmer í þinni heimabyggð. Vísbending við spurningu 7. Ástæða er til að benda á nokkur grundvallaratriði sem gætu komið í veg fyrir m.a. augnslys bama og unglinga um áramót: *Lestu vel meðfylgjandi leið- beiningar um flugelda og blys. *Hafðu undirstöðu skotelds trygga. *Gættu þess að við notkun hand- blysa hafi böm ávallt hanska á höndum. *Láttu aldrei lítil böm bera eld að flugeldum og blysum. BRUNAVARNAÁTAK LSS 1994 1. Er reykskynjari á þínu heimili ? Já Nei 2. Er hann í lagi ? Já Nei 3. Er þörf fyrir fleiri en einn reykskynjara í venjulega íbúð ? Já Nei 4. Hveð endist reykskynjari í um það bil mörg ár ? 3-5 ár 5 - 7 ár 7-10ár 10- 15 ár 5. Er gert ráð fyrir neyðarútgönguleið heima hjá þér og í skólanum þínum ef eldur kemur upp? Já Nei 6. Þekkir þú neyðarsímanúmer í þínu byggðarlagi ? Lögregla Slökkvilið 7. Er notkun flugelda, blysa og hvellhetta algengasta orsök augnslysa um áramót? (Við slys á augum er ávallt rétta að leita læknis !) Já Nei Svör sendist til Landssambands slökkviliós- manna. pósthólf 4023 og þarf að póstleggja þau fyrir miðnætti 6. janúar 1995. Dregið verður úr innsendum svörum 17. janúar n.k. X ----------------- Nafn. Heimili. . Póstnr. Millifyrirsagnir eru blaðsins

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.