Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN
Útgefandi:
Framkvæmaastjóri:
Ritstjóri:
íþróttir og heilsa:
Innheimta og dreifing:
Umbrot:
Prentun:
PJARÐARPÓSTURINN hf.
Óli Jón Ólason.
Friðrik Indriðason.
Jóhann Guðni Reynisson
Steinunn Hansdóttir.
Fjarðarpósturinn
Borgarprent.
FJARÐARPÓSTURINN, Bæjarhraun 16,
220 Hafnarfjörður.
Símar: Ritstjóm 651945.
Fjárhagsáætlun á
lokastigi
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir næsta ár er nú á lokastigi
og umræða um tekjuhlið hennar hefur farið fram í bæjarráði og
bæjarstjóm. Fram hefur komið að meirihlutaflokkarnir, Alþýðu-
bandalag og Sjálfstæðisflokkur, hafa náð góðri samstöðu um til
hvaða ráða bera að grípa til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu bæj-
arsjóðs. Höfuðmarkmiðið sem stefnt er að er að lækka rekstrar-
kostnað bæjarins þannig að reksturinn sem hlutfall af skatttekj-
um fari úr þeim 89% sem hann er í nú og niður í 70-75% sem
eðlilegt er talið. Ætlunin er að ná þessu marki að hálfu leyti á
næsta ári og að hálfu leyti á árinu 1996.
Það virðist vera fullur vilji af hálfu meirihlutans að taka al-
varlega í taumana á þeirri miklu skuldasöfnun sem átt hefur sér
stað hjá bæjarsjóði á undanfömum árum. Skuldasöfnun sem
gerir það að verkum að bæjarfélagið greiðir nú 600 milljónir
króna árlega í vexti og afborganir af lánum.
Það liggur Ijóst fyrir að til að mæta þessum vanda verður
annarsvegar að auka tekjur og hinsvegar að minnka útgjöld. í
Ijósi stöðunnar verður að telja að tekjuaukningin sé hógvær, það
er að álögur á bæjarbúa munu aukast um rúmlega 80 milljónir
króna. Að baki þessari upphæð liggur einkum tvennt, út-
svarsprósentan er aukin úr 8,9% og í 9,2% og lóðagjöld eru
hækkuð í 1% af fasteignamati en þessi gjöld í Hafnarfirði voru
áður með þeim lægstu sem þekktust á landinu og verða áfram
eftir þessa hækkun í lægri kantinum á landsvísu.
A móti kentur að meirihlutinn hefur beitt sér fyrir lækkun
rafmagnsverð til bæjarbúa um rúm 5% og er rafmagnsverðið nú
í samræmi við það verð sem íbúar í nágrannasveitarfélögunum
borga. Þar að auki verða fasteignagjöldin óbreytt en gjalddögum
þeirra fjölgað úr 4 í 6 á ári.
Jafnframt þessu er Ijóst að sáralitlar eða nær engar nýfram-
kvæmdir verða í bænum á næsta ári enda eru einfaldlega engir
peningar til á meðan verið er að borga mestu skuldirnar. Og það
væri óðs manns æði að ætla að tjármagna nýframkvæmdir með
lánsfé í þeirri stöðu sem nú blasir við.
Hafnarfjörður er engan veginn sér á báti hvað varðar erfiða fjár-
hagsstöðu eins og sést hefur á fréttum að undanfömu frá öðrum
sveitarfélögum. Nefna má að bæði Kópavogur og Akureyri
munu einnig fullnýta heimild sína til hækkunar á útsvari í 9,2%.
Á heildina litið má segja að meirihluti Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks hafi haldið skynsamlega á málum hvað varð-
ar tekjuhlið fjárhagsáætlunarinnar. Að vísu munu auknar álögur
bitna á bæjarbúum en það er einföld staðreynd að skuldirnar
verður að borga og bæjarbúar hefðu ekki verið neinu bættari í
náinni framtíð, öllu heldur verr settir, ef meirihlutinn hefði grip-
ið til ódýrra lausna til að rnæta vandanum eins og áframhaldandi
lántökur. Slíkar lausnir koma ætíð í bakið á mönnum fyrr en
seinna.
Friðrik Indriðason
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar á lokastigi
Álögur aukast
um rúmlega 80
milljónir króna
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar
fyrir næsta ár er nú á lokastigi og
væntanlega verður hún lögð fram á
bæjarstjórnarfundi þann 20. des-
ember n.k. Samkvæmt tekjuhlið á-
ætlunarinnar er gert ráð fyrir að
auka álögur um rúndega 80 millj-
ónir króna, það er hækka ótsvar
ór 8,9% í 9,2% og fá þannig 40
milljónir og hækka lóðagjöld
þannig að þau verði 1% af fast-
eignamati hvort sem um íbóðarhús
eða atvinnuhúsnæði er að ræða
auk þess mun sorphirðugjald
hækka um 200 kr. eða úr 2.800 kr.
og í 3.000 kr. Með þessu fást rúm-
lega 40 milljónir króna. Á móti
verður skorið niður í rekstri bæj-
arins um 150 milljónir króna og
Ijóst að sáralitlar eða engar ný-
framkvæmdir verða á næsta ári.
Sem kunnugt er af fréttum tekur
rekstur bæjarins nú tæplega 89% af
tekjum hans en eðlilegt er talið að
þetta hlutfall liggi á bilinu 70-75%.
Magnús Jón Ámason bæjarstjóri seg-
ir að á næsta ári sé gert ráð fyrir að
mismunurinn þama á milli lækki um
helming þannig að hlutfallið verði
rétt um 80% og á þar næsta ári verði
hlutfallið komið í eðlilegan farveg.
Magnús Gunnarsson formaður
bæjarráðs segir að á móti fyrrgreind-
um hækkunum megi nefna að fast-
eignagjöldin munu verða óbreytt en
gjalddögum þeirra verður fjölgað úr
4 í 6 á ári. Álagsprósenta á atvinnu-
húsnæði mun lækka úr 1,4% og í
1,25% og fyrr á árinu hafi rafmagns-
verð lækkað um rúmlega 5%. "Og
hvað hækkunina á lóðagjöldunum
varðar má nefna að þar var farið eftir
álitsgerð sem lá fyrir á síðasta ári,"
segir Magnús. "Höfuðatriði málsins
em að bæjarsjóður þarf að auka tekj-
Magnús Jón Árnason: Erum á
góðri leið því við minnkum ekki
þjónustu við bæjarbúa.
ur sínar til að standa undir vöxtum og
afborgunum af lánum sem á bæjarfé-
laginu hvíla. Boginn hefur verið
spenntur alltof hátt á undanfömum
ámm og nú eru afleiðingar þess að
koma í ljós."
Bæði Magnús Jón Árnason og
Magnús Gunnarsson segja að mjög
góð samstaða haft náðst meðal Sjálf-
Magnús Gunnarsson: Boginn hef-
ur verið spenntur alltof hátt og af-
leiðingarnar eru að koma í Ijós.
Bæjarmálin
"Svikin loforð
- alls staðar"
Fyrir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar héldu bæði íhald og
kommar því fram að fjárhagsstaða
Hafnarfjarðarbæjar væri slæm.
Alþýðuflokksmenn lögðu spilin á
borðið og staðfestu að skuldir bæj-
arfélagsins væru um tveir og hálf-
ur milljarður króna. Þá fullyrtu
bæði íhald og kontmar að þrátt
fyrir það væri ekki ætlun þeirra að
auka skatta bæjarbúa eða hækka
gjöld frá því sem þá var. Þetta var
eitt af kosningarloforðum þeirra -
loforðum, sem þeir gáfu bæjarbú-
uni, fólkinu sem trúði að þeir
meintu það sem þeir sögðu.
í fjárhagsáætlun, sem iögð verður
fram á næstunni verða skattar og
gjöld á bæjarbúa, þrátt fyrir fyrri lof-
orð, hækkuð um 100 milljónir króna.
Samkvæmt framkomnum upplýsing-
um mun m.a. útsvarsprósentan, lóð-
arleigan, sorphirðugjaldið og dag-
Ómar Smári Ármannsson,
bæjarfulltrúi skrifar um
tjárhagsáætlun Hafnar-
fjarðar fyrir árið 1995.
vistunargjöldin verða hækkuð. Nú
verður þessu sama fólki, sem trúði og
treysti frambjóðendum íhalds og
komma, sagt að við nánari athugun á
fjármálum bæjarins hafi komið í Ijós
að þessi ráðstöfun haft verið ófyrir-
séð og því miður reynst óumflýjan-
leg. Skuldir bæjarsjóðs haft verið svo
miklu meiri en gert var ráð fyrir.
Ósannindi
Þetta er enn ein ósannindi íhalds
og komma. Skuldastaða Hafnarfjarð-
ar er enn sú sama, en talnaleikur í-
halds og komma með fulltingi endur-
skoðenda úr Reykjavík hefur hins
vegar breytt ákveðnum staðreyndum.
Forsendurnar eru þær sömu, en for-
skriftin er önnur. I stað útistandandi
skulda eru komnar óákvarðaðar af-
skriftir, tölum hefur verið breytt, lán
verið tekin og hluti þeirra sett á
bankareikning með hæstu vöxtum.
Niðurstaðan markast af forskriftinni.
I þessu tilfelli er tilgangurinn með
hagræðingunni sá að blekkja bæjar-
búa - fólkið sem í rauninni allt snýst
um. Til þess hefur meirihlutinn notið
stuðnings aðila, sem ráðinn hefur
verið til bæjarins á kostnað fólksins.
Óþarfa hækkun
I raun er staða bæjarins sem betur
fer sú að óþarfi er að hækka álögur á
bæjarbúa miðað við núverandi að-