Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Byggðaverk hf Iðnlánasjóður hefur frestað aðgerðum Viðræður scm Magnús Jón Arnason bæjarstjóri hefur átt í við Iðnlánasjóð vegna ábyrgða bæjar- sjóðs á lánum Byggðaverks hf. hjá sjóðnum hafa nú skilað þeim ár- angri að Iðnlánasjóður hefur frestað aðgerðum gegn Byggða- verki um óákveðinn tíma. Þetta var upplýst á síðasta fundi bæjar- ráðs er málið kom þar til umfjöll- unnar. Það var í mars 1993 að bæjarsjóð- ur veitti fyrirtækinu einfalda baká- byrgð fyrir láni að upphæð 70 millj- ónir króna. Þessi upphæð var komin í rúmlega 98 milljónir króna nú eftir áramótin. A fundi bæjarráðs var samþykkt að bæjarstjóri leitaði samninga við Iðnlánasjóð um iánið og jafnframt að leitað yrði eftir því í samvinnu við Byggðaverk og viðskiptabanka fyrir- tækisins að fundin yrði varanleg lausn á málinu. I framhaldi af þessu óskaði Magn- ús Jón Ámason að bókað yrði að framlögð tillaga væri staðfesting á því sem hann hefði verið að gera á undanförnum vikum, það er viðræð- ur við forsvarsmenn fyrirtækisins, viðskiptabanka þess og Iðnlánasjóðs. Síðan segir í bókuninni: "Bæjarráði hefur verið gerð grein fyrir þessum viðræðum reglulega. Þá vil ég upp- lýsa hér og nú að viðræðumar hafa skilað þeim árangri að Iðnlánasjóður hefur frestað aðgerðum um óákveð- inn tíma." RAFMÆTTI Miðbæ-s. 52000 Eru eldvarnir í góðu lagi hjá þér Slökkvitæki - reykskynjarar og eldvarnarteppi 15 % afsláttur 9 ÍMVkin Tískuverslun IIVI TlfU ungu dömunnar Afsláttur 30 - 50 % ALLT NÝJAR VÖRUR Sölu- kóngur blaðsins Jóhann Indriði Guðbrandsson, 9 ára, varð í annað sinn sölukóngur Fjarðarpóstsins. Hann var áður krýndur kóngur í nóvember. Jóhann hefur verið með okkur frá því að Fjarðarpósturinn hóf göngu sína á ný s. I. haust. Við sendum honum okk- ar bestu þakkir fyrir dugnað og sam- viskusemi. Breytingar á skipan lækna við Sólvang Jón R. lætur af störf- um eftir 19 ára feril Ýmsar breytingar hafa orðið nýverið á skipan lækna við heilsu- gæslustöðina Sólvangi sem þjónar íbúum Hafnarfjarðar og Bessa- staðahrepps. Jón R. Ámason læknir hefur látið af störfum vegna aldurs eftir 19 ára farsælt starf í Hafnarfirði. Við stöðu hans tók Þorsteinn Njálsson heimilis- læknir. Þorsteinn er nú þegar mörgum kunnur enda hefur hann starfað við heilsugæslustöðina undanfarin 2 ár. Samlagsfólki Jóns R. er boðið upp á það að hafa Þorstein sem heimilis- lækni en auðvitað er þeim frjálst að flytja sig til. Umsóknir um heimilislækni skal nú fylla út á heilsugæslustöðinni en ekki hjá sjúkrasamlaginu eins og áður var. Þorsteinn Njálsson hefur stofumóttöku alla daga frá kl. 8.15 - 16.15, símaviðtalstíma kl. 13.15 - 14.00 og ungbamavernd og mæðra- vernd vikulega. Jafnframt störfum sínum við Sólvang stundar Þorsteinn doktorsnám við Læknadeild Háskóla íslands. Guðmundur I. Sverrisson heimil- islæknir hefur fengið ársleyfi frá störfum til rannsóknarstarfa og til að ljúka við mastersverkefni sitt frá Norræna Heilsuháskólanum í Gauta- borg. Hlynur Þorsteinsson heimilis- læknir hefur verið ráðinn til að leysa Guðmund af en Hlynur hefur starfað við heilsugæslustöðina undanfarin 4 ár við afleysingar. Jóhann Ágúst Sigurðsson prófess- or í heimilislæknisfræði og heimilis- læknir við heilsugæslustöðina dvelur næstu sex mánuði við rannsóknir í Gautaborg. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir hefur verið ráðinn til að sinna samlagsfólki hans. Vil- hjálmur starfaði fyrir nokkrum árum við heilsugæslustöðina og er því íbú- um vel kunnur. (fréttatilkynning) Miöbæ - sími 565 5655 Tibet - ísland VILT ÞÚ STYRKJA LANDFLÓTTA OG FÁTÆKT BARN TIL NÁMS. Þitt framlag gefur barni tækifæri að búa 10 mánuði af árinu í hennavistaskóla, fá fulla kennslu, mat og þá aðhlynningu sem það þarfnast. Skólar fyrir landflotta tíbesk börn eru starfræktir á Indlandi og Nepal. Á Indlandi styrkir ríkisstiórnin skólakostnað að nluta og er þvi ódýrara að styrkja barn til náms þar. Nepal ca. US$ 240.- á ári íslkr. 16.466,- eða kr. 1.646.-per mán. Indlandi ca. US$ 120,-áári íslkr. 8.233.-eða kr. 823.-per. mán. Skipta má greiðslum eftir samkomulagi. Þú færð mynd af þínu barni og á sex mánuða fresti einkunn og umsögn frá skólanum. Kvittamr eru sendar frá menntamáladeild Tíbets sem staðsett er á Indlandi undir stjórn Dalai Lama. MENNTUN ER BESTA VON FRAMTÍÐARINNAR HJÁLPUM ÞEIM SVO ÞAU GETI HJÁLPAÐ SÉR SJÁLF. Allar nánari upplýsingar og upplýsingabæklinga færðu hjá: John W. Sewell, sími 654422 fax. 654463 pAo cL'rifo til* DEPARTMENT OF EDUCATION Central Tibnetian Administration of His Holiness the Dalai Lama, Gangchen Kyishong, Dharamsala, H.P., India Það er auðveldara en þú heldur Ef þú ert innflytjandi eða villt flytja inn vörur þá auðveldum við þér leiðina. Þú getur leyst þína vöru út eftir þörfum. Lækkað geymslukostnað allt að 50%. Þú greiðir ekki skráningargjöld eða afgreiðslugjöld Við aðstoðum þig TOLLVÖRUGEYMSLAN í HAFNARFIRÐI Melabraut 19 - sími 565 4422 - fax 565 4463 iillliiil—i |nýju happdrættisári eykur HHI enn möguleika viðskiptavina sinna á að hljóta glæsilega vinninga. Stærsti vinningur í mars, samtals 18 MILLJÓNIR og aðalvinningur ársins samtals 45 MILLJÓNIR króna í desember verða eingöngu dregnir úr seldum miðum og ganga því ÖRUGGLEGA út. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.