Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPOSTURINN 7 ÍÞRÓTTIR OG HEILSA Umsjón Jóhann G. Reynisson Undirbúningur fyr- ir HM gengur vel Undirbúningur fyrir hcims- meistarakcppnina í handknattleik er nú kominn á fullt skrið. Hér í Hafnarfirði er undirbúningurinn í höndum nefndar sem eftirtalin skipa: Anna Kristín Jóhannesdótt- ir, en hún er formaður, Jón Gestur Viggósson, Sten Jóhannsson, Sig- fús Jóhannesson og Þorgils Ottar Mathiesen. Raunar tóku menn að gefa keppn- inni gaum í fyrrasumar þegar gengið var frá leigu á íþróttahúsinu í Kaplakrika. Þá var samþykkt að veita 10 milljónum króna til endur- bóta á húsinu til þess að það þætti boðlegt fyrir mótshald af þessu tagi, að því er Þorgils Ottar sagði í samtali við Fjarðarpóstinn. Að ýmsu er að hyggja þegar halda skal heimsmeistarakeppni í hand- knattleik, þar á meðal að fá til verks- ins sjálfboðaliða. Leitað var til FH og Hauka um mannskap og munu bæði félögin hafa brugðist vel við þeirri málaleitan. Þá mun ferðamála- ráð verða á vaktinni enda mikilvægt fyrir bæinn að vel takist til við kynn- ingar á Hafnarftrði sem áhugaverð- um viðkomustað í henni veröld. Bæj- arfélagið mun þurfa að bera nokkurn kostnað af verkefninu en Þorgils Ótt- ar kvaðst ekki óttast að þau útgjöld muni ekki skila sér aftur í kassann þegar allt er tekið með í reikninginn. Hér verða leiknir 17 leikir. Þar af eru 15 í riðlakeppni og 2 í 8-liða úr- slitum. Þau lið, sem hér munu leika í riðli, eru: Króatía, Slóvenía, Rúss- land, Kúba, Marokkó og Tékkland. Ljóst er að hér verða á ferðinni nokicur lið sem eru ofarlega á blaði í alþjóðlegum handknattleik. Því má gera ráð fyrir töluverðri aðsókn á leikina og sagðist Þorgils Óttar ekki telja ástæðu til að ætla annað, þrátt fyrir að aðsókn að leik FH og GÖG í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bik- arahafa lofi ekki góðu um vinsældir handknattleiks um þessar mundir. Gullaldarliðsmenn í tveimur röðum, talið frá vinstri: Jón Gestur, Gils, Rúnar, Guðlaugur, Örn, Árni, Geir, Karl, Hjalti og Birgir. Ágæt mæting var á fyrsta bridskvöld Keilis. Áform eru uppi um blandað mót þar sem keppt verður í brids og golfi. Bridskvöld í golfskálanum Heiðursgestina langaði örugglega inn á völlinn Á leik FH og danska liðsins GOG í 8-Iiða úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa voru heiðurs- gestir liðsmcnn “gullaldarliðsins” svonefnda en það lið FH náði mik- illi frægð og frama á sjöunda ára- tugnum. Þarna voru sem sagt mættir • nokkrir af fræknustu íþróttamönnum íslands frá landnámi. Það voru þeir Jón Gestur Viggósson, Gils Stefáns- son, Rúnar Pálsson, Guðlaugur Gíslason. Örn Hallsteinsson, Arni Guðjónsson, Geir Hallsteinsson, Karl M. Jónsson, Hjalti Einarsson og Birgir Bjömsson. Myndin er tekin við þetta tæki- færi. Því miður reyndist fátt um fína drætti í leiknum og eflaust hefur ein- hverja af þessum köppum klæjað dá- lítið í fmgurna af Iöngun til að fara inn á og gera eitthvert gagn. Þeir urðu hins vegar að láta sér hvatningarhrópin nægja. Það verður þó að segjast eins og er að áhorfend- ur í Kaplakrika virtust alveg jafn hvumsa á lífinu og tilverunni og ,”strákarnir okkar” inni á vellinum. Stemmningin í húsinu var ekki góð og hefur það örugglega haft sín áhrif á leik FH-liðsins. Úti í Portúgal mátti magafylli Boeingþotu sín lítils í stuðningi við Hauka sem kepptu í 8-liða úrslitum borgakeppni Evrópu. Ljóst er að Haukar þurfa að trekkja sig almenni- lega upp fyrir næsta leik og ráða bragarbót á framgöngu sinni. Og þá verður einnig forvitnilegt að sjá hvort hingað koma margir portúgalskir Bragar til þess að mála bæinn gulan... Islandsmet í frjálsum Á innanfélagsmóti FH sem haldið var nýverið setti Bjarni Þór Traustason Islandsmet í 200 m hlaupi í pilta og unglingaflokki. Bjarni þór hljóp á 25 sekúndum sléttum. Á sania tíma gerði Úlfar Linnet harða hríð að metum í langstökki og þrístökki án atrennu. Þá setti Helga Halldórsdóttir Hafnarfjarðarmet bæði í langstökki 82,66) og þrístökki (8,05) báðum án atrennu. Golfarar í keili hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að etja kappi hver við annan innandvra. Rúður og innanstokksmunir eru þó ekki í teljandi hættu því við þessa iðju sína notast Keilismenn hvorki við kylfur né bolta heldur mun léttari og skaðlausari húnað. Þeir spila brids. Tiltækið hefur ekki verið reynt fyrr og var mæting á fyrsta spila- kvöldið í samræmi við væntingar en þar var spilað á fimm borðum. Vitað var af enn fleirum sem hafa mikinn hug á að mæta á þessi spilakvöld. Þau verða haldin annan hvern fimmtudag í golfskálanum á Hval- eyrarholti og hefjast alltaf klukkan 19:30. Þar sem byrjunin Iofar góðu er í frumherjunum verulegur hugur. Uppi eru áform um nýstárleg golf- mót á komandi sumri. Ráðgert er að fyrri hluti mótsins fari fram í golfi en sá síðari í brids þar sem úrslitin muni væntanlega ráðast. Unglinga Erobik 3ja vikna námskeið mánudaga og miðvikudaga kl. 17,30 einnfrjáls tími á viku og 5 tíma Ijósakort aðeins kr. 3,500,- Námskeið hefst 23.janúar HKKSS LIKAMSRÆKT QG L.IOS Bæjarhrauni 2 sími: 565 22 12 RAFMAGNSMIÐSTOÐVAR 12-24-220 volt Láttu þér ekki verða kalt Rafmagnsmiðstöðvar í bílinn - sumarbústaðinn bílskúrinn - bátinn eða hvar sem þarf Verð frá kr. 20,157 Bæjarhrauni 6 Sími 565 5510 Símbréf 565 5520

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.