Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Hafnarborg Sýning á grafíkverkum Nú stendur yflr í Hafnarborg sýning á grafíkverkum eftir Gunn- ar A. Hjaltason. Sýningin er í Sverrissal en listamaðurinn hefur gefið Hafnarborg á níunda tug grafíkverka. Samhliða þessari sýn- ingu heldur Gunnar sölusýningu á verkum unnum með blandaðri tækni í kaffistofu Hafnarborgar. Gunnar Á Hjaltason er fæddur 21. nóv. 1920 að Ytri Bakka við Eyja- fjörð. Hann flutti ungur til Reykja- víkur og nam gullsmíði hjá Guð- rnundi Gíslasyni og Leifi Kaldal á árunum 1943 til 1947. Gunnar flutti til Hafnarfjarðar 1952 og hefur búið þar síðan. Gunnar hefur smíðað fjölda þekktra málmgripa svo sem líkan af Menntaskólanum á Akureyri og ýmsa muni sem opinberir aðilar hafa fært erlendum þjóðhöfðingjum að gjöf. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga víða um land og hefur einnig sýnt í Danmörku og Þýskalandi. Gunnar er landslagsmálari öðru Ársskýrsla hunda- eftirlitsmanns Útköll að jafnaði eitt á dag Samkvæmt ársskýrslu hunda- eftirlitsmanns Hafnarfjarðar fyrir síðasta ár voru útköll á hans veg- um 382 talsins eða ríflega eitt á dag að jafnaði. Af þessum fjölda komu 60 frá lögreglu og 322 frá almenningi. Algengast var að út- köllin kæmu um helgar og þá oft seint að kvöldi. Hundaeigendur í Hafnarfirði eru nú 215 talsins. I skýrslu eftirlitsmanns kemur fram að kvartanir hafi aðallega verið þrennskonar. I fyrsta lagi vegna slæmrar meðferðar eig- enda eða umsjónarmanns, í öðru lagi vegna ónæðis frá hundum einkum hávaða og f þriðja lagi vegna sóðaskaps í tengslum við hundahald. Á árinu voru 24 hundar hand- samaðir og settir í geymslu á “hundahótelið” þar til eigendur vitjuðu þeirra og 20 óskráðir hundar fundust í bænum. Alls voru 19 óskráðir hundar aflífaðir eftir að viðkomandi eigendur höfðu fengið aðvörunarbréf frá hundaeftirlitinu eða yfirlögreglu- þjóni. Gunnar Á. Hjaltason við gamla sjálfsmynd fremur og í grafíkverkum hans er nær að fullnýta möguleika efnisins landslagið og umhverfið meginvið- og verkfæranna þannig að myndimar fangsefnið. I grafíkverkum sínum hafa yfir sér einfaldan og tærann hefur Gunnar þroskað með sér allsér- blæ. Sýning hans stendur yfir til 20. stæðan stíl þar sem færni teiknarans febrúar. Brunavarnarátak LSS ÞORRINN alla daga Fyrsta flokks matur agmannleg þjónusta agurt umhverfí rábært útsýni Opið öll kvöld Fjörugarðurinn opiö til kl. 3 um helgar Fjörukráin Strandgötu 55 s. 565 1213 - 565 1890 Nemandi í Lækjar- skóla hlaut verðlaun Landssamband slökkviliðs- manna efndi til svokallaðs Eld- varnadags fyrsta mánudaginn í desember s.l. Slökkviliðsmenn heimsúttu alla grunnskóla landsins og ræddu við nemendur. Santhliða þessu var efnt til eldvarnagetraun- ar og bárust tæplega 30.000 svör. Nöfn 15 nemenda voru síðan dreg- in út og þeim veitt verðlaun en í þessum hóp var Pétur Pálsson nemandi í Lækjarskóla. Verðlaunin sem veitt vom em út- varpstæki frá Panasonic, reykskynj- ari og sérstakt viðurkenningarskjal. Slökkviliðsmenn í Hafnarfirði heim- sóttu Lækjarskóla á þriðjudag og af- hentu Pétri verðlaunin. Frönsk gæðabrauð seld f Hafnarfirði Nýtt fyrirtæki, La Baguetta, hóf starfsemi sína fyrir nokkru í Raf- hahúsinu, Lækjargötu 34c. La Baguetta sérhæfir sig í innfluttum frönskum brauðum og kökum frá hinu þekkta franska fyrirtæki Les Grands Moulins de París, sem er stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Frakklandi og selur, auk Frakk- lands, vörur sínar til 27 landa. Einungis er notað hráefni í hæsta gæðaflokki í vörumar, sem allar selj- ast frosnar, jafnt til veitingahúsa sem . í smásölu. Aðeins þarf að stinga þeim í ofn í nokkrar mínútur og em þá tilbúin ljúffeng brauð, smjör- deigsbökur með ýmsu góðgæti eða kökur. La Baguetta er opið mánudaga og miðvikudaga frá 17 - 19, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 16 - 20, laugardaga og sunnudaga frá 10 -16. FIMLEIKAM0T Bikarmót FSÍ verður haldið í íþróttahúsinu Kaplakrika laugardaginn 11. ferbrúar 1995. Mótið hefst kl. 11:00 með keppni í 3 og 4 þrepi pilta og stúlkna. Keppni í frjálsum æfingum hefst kl. 15:30. Sunnudaginn 12. febrúar verður síðan haldið meistaramót í íslenska fimleikastiganum og hefst keppni þá kl. 11:00. Mætum öll. Fimleikar - fjör og fimi % Enn meiri verðlækkun 15% afsláttur til viðbótar á neðan- greindu verðum Jakkaföt Nú 9,900 Stússý buxur #00 Nú 1,900 Herrabuxur Nú 2,500 Gallaskyrtur Nú 2,200 Flauelsbuxur -wo NÚ 2,400 Gallaskyrtur Nú 2,200 Skyrtui Nú 1,500 HAFNARFJÖRÐUR í Miðbæ Hafnarfirði sími 565 0073 tryggjum ^ jfe atvinnu |Br worclnnr, | ( atvinnu jméLlI ver V heima MATREIÐSLUSKÓLINN KKAR FERMINGARHLAÐBORÐ Verkleg kennsla Þátttakendur læra að útbúa heitan og kaldan mat fyrir fermingarveisluna, skemmtilegar nýjungar. í lok námskeiðsins verður borðhald og má hver þátttakandi bjóða einum í mat. Kennari Þorkell Garðarsson. Borðhald hefstkl. 18,0012. febrúar. 11. febrúarkl. 11 -17 12. febrúar kl. 13 -18 FERMINGARKÖKUR OG ANNAÐ GÓÐGÆTI Sýni- og verkleg kennsla Baldur Óxdal kennir hvernig hægt er að undirbúa fermingarveisluna, m.a. með því að frysta kökur og smárétti. Þátttakendum verður kennt að búa til tertur, elda matarbökur, eplabökur, kon- fekt og annað á veisluborðið. Þó nokkuð er um ósæta rétti á þessu námskeiði. 14.-15. febrúar kl. 19-22,30 ÍTALSKIR PASTARÉTTIR Sýnikennsla Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Pastabúðina SIRPU. 16. febrúar kl. 19-22,30 SÆLKERAKVÖLD Sýni- og verkleg kennsla Veislumatargerð, forréttir, aðalréttir, milliréttir, krapís og desertar. Hentar vel fyrir matarklúbba. Borðhald verður kl. 20,00 laugardaginn 18. febrúar og má hver þátttakandi bjóða einum í mat. 17. febrúar kl. 20-22 18. febrúar kl. 17-18 FRÚARKVÖLD Verkleg kennsla Herrar elda í tilefni konudagsins og bjóða síðan konunum í mat kl. 19,00 sama dag. Borðhald kl. 19,00 19. febrúar kl. 12-18 MATARKVÖLD SIGGA HALL Sýnikennsla Veislumatreiðsla á léttu nótunum sem Sigga Hall einum er lagið. Einnig eftir- réttir sem Baldur Öxdal mun sjá um ásamt Sigga. Borðhald byrjar kl. 10,00 23. febrúar 22. - 23. febrúar kl. 19-23. BOLLA - BOLLA Verkleg kennsla Gerbollur og vatnsdeigsbollur. Fjölbreyttar fyllingar í bollur. 25. febrúar kl. 13-18 SUÐUR AMERÍSK MATARGERÐ Sýnikennsla Coco Villafuerte frá Sólon íslandus kennir þátttakendum m.a. að matreiða Creola rétti frá Perú. Smáréttir og aðal- réttir tilvaldir fyrir hollt og létt matarboð. 28. febrúar kl. 19-22,30 Matreiðsluskólinn Okkar býður upp á ýmis sérnámskeið fyrir hópa og er hægt að sníða þau eftir þörfum hvers hóps. Tilvalið fyrir saumaklúbba, félaga- samtök, vinahópa, starfsmanna- félög o.fl. Bæjarhrauni 16 Upplýsingar í símum 565 3850 & 565 3854

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.