Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Fjölbreyttar bréfalúgur Á myndinni sitja tveir dagskrárgerðarmenn Radíóvitans við hljóðnem- ann í hljóðveri, þeir Hrólfur og Valgeir. Þeir eru báðir í útvarpsklúbbi Víðistaðaskóla. Með þeim eru á myndini Guðmundur Ási, formaður æskulýðsráðs, Halldór Ámi, fjölmiðlafrömuður og Geir forstöðumaður Vitans. Vitinn með útvarpsstöð Tuðari hefur orðið: Eitt af þroskaskeiðum margra er blaðasala og að bera blöð til á- skrifenda. Það er ég viss um að þeir sem framleiða bréfalúgur og þeir sem staðsetja þær á húsum sínum hafa ekki farið í gegnum það þroskaskeið, eða eru búnir að gleyma því hvernig þetta var og hvað maður hugsaði oft þessu litlu lúgum þeygandi þörfina. Eitt er ég viss um að þeir hafa aldrei verið póstar fyrir jólin. Tuðari Fjarðarpóstsins hefur reynt hvor tveggja og þegar hann fær sér kvöld- göngu um hin ýmsu hverfi bæjarins, þá rifjar hann upp með hálfgerðum hryllingi hvernig það var að troða dagblöðunum, að ég tali nú ekki um jólapóstinum inn uin lúgumar. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvað margar tegundir af lúgum em til og kannske geri ég það í ellinni að gera skrá yfir tegundirnar, ég gæti ef- laust fengið rannsóknarstyrk út á það og skrifað merka ritgerð, jafnvel doktorsritgerð um þetta. það myndi drýgja ellilífeyrinn, ekki virðist veita af, því oftar og oftar heyrir maður að lífeyrissjóðimir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni. ís- lendingar fari of snemma á eftirlaun og lifi of lengi. Ja, ljótt er það. En það var þetta með póstlúgumar. Þegar maður gengur um bæinn og skoðar blessaðar lúgurnar, þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að Alþingi setji lög um stærð og gerð póstlúga. Einu sinni vildi einn ágætur þingmaður láta setja lög eða reglugerð um hvemig tappar ættu að vera á hita- könnum. Þetta með bréfalúgurnar finnst mér miklu alvarlegra og nauð- synlegra mál. Mér finnst að minnsta kosti að þetta ætti að hafa forgang í næstu kjarasamningum póstmanna. “Stærri póstlúgur” á kröfuspjöldin 1. maí. Hefur þú lesandi góður skoðað bréfalúgurnar í nágrenninu, það ættir þú að gera og sjáðu hvað vesalings blaðburðarbörnin og póstjómfrúmar mega lifa við. Sumar em stórar og góðar, aðrar eru nothæfar. En flestar em svo litiar að það verður að vöðla blaðinu saman eða tína bréfin eitt og eitt í einu inn um gatið. Sumar eru svo stífar að maður má þakka fyrir að þær taki ekki af manni puttana, þegar þær skella aftur, oft festist vettlingur- inn. I blokkunum, er það sama upp á teningnum, misstórar og misstífar og þar kemur nýtt upp. Þær sem eru inni í forstofu mega svo sem vera hvemig sem er, því þar er gott að hlýja sér, en víðast eru þær úti og þar er oft kalt að norpa. Allt of margar eru ómerktar, ekkert nafn og ekki sagt hvaða íbúð þær tilheyra, það verður því að reyna að nota útilokunaraðferðina og það getur tekið tímann sinn, sérstaklega þegar margar eru ómerktar. Sumar liggja svo lágt að maður verður að krjúpa á hné til að geta troðið inn um þær og það á reyndar líka við í ein- býlis- og raðhúsum. Ef það er snjór þá verður að krafsa snjóinn frá. Og svo eru það blessaðir hundamir sem rjúka upp og gelta þegar maður kem- ur með blaðið eða póstinn. Alltaf þegar það gerist þá er ömggt að mað- ur hefur verið í þungum þönkum um eitthvað mjög mikilvægt málefni, eins og að leysa vandamál ríkistjóm- arinnar og þjóðarinnar, eða að ákveða hvað maður ætlar að hafa í matinn, að ég tali nú ekki um hvað maður ætlar að vera góður við makann þeg- ar maður skríður upp í hlýjuna í kvöld. Nú sums staðar stendur ENGAN AUGLÝSINGAPÓST HÉR. Hvað á maður þá að gera, á maður að skoða í öll bréfin og gá hvort það séu ein- hverjar duldar auglýsingar í þeim? Ja, það er vandlifað í þessum heimi. Annars sá ég alveg bráðsniðugt uppi í Setbergshverfi þegar ég var á gangi þar eitt kvöldið. Á nokkrum húsum í röð vom fallegir póstkassar og undir þeim ruslatunnur. Þama er hægt að velja á milli. Ánðandi póstur fer í póstkassann, en hinn í ruslatunnuna. Framtíðarlausn í heimi auglýs- ingasnepla. Af hverju er ég að tuða um þetta? Jú, í heimi atvinnuleysis, þá er ég viss um að hugmyndaríkur atvinnulaus sölumaður gæti haft gott upp úr því að framleiða eða láta framleiða nothæfar póstlúgur. Jæja þar fór sú hugmynd. Ábyggilega verða komnir nokkrir tugir hug- myndaríkra manna af stað á næstu dögum og allir ætla að verða ríkir. Lesandi góður drífðu þig út í gætt- ina hjá þér með þykkt umslag eða blað og prófaðu að setja það í póst- kassann þinn. Hugsaðu um blessaða blaðberana og póstana, sem eru að færa þér blaðið þitt og póstinn á hverjum degi. Taktu svo vel á móti öllum sem ætla að selja þér nýja bréfalúgu. í gær, miðvikudaginn 1. mars, hófst formleg útsending Radíóvit- ans. Radíóvitinn er útvarpsstöð á vegum félagsmiðstöðvarinnar Vit- ans sem sendir út á tíðni útvarps Hafnarfjarðar, FM 91,7, mánu- daga til fimmtudaga milli kl. 19:00 og 22:30. Það eru nemendur í efri bekkjum grunnskóla í Hafnarfirði sem setja saman dagskrá Radíóvitans í tengsl- um við útvarpsklúbba í skólunum. í klúbbunum fer fram allur nauðsyn- legur undirbúningur fyrir flutning útvarpsþáttanna. Síðan munu allir fá tækifæri til þess að vera með eigin þátt. Mikill áhugi er meðal unglinga í bænum fyrir framtakinu og er allur útsendingatími nú þegar fullbókað- ur. MIÐBÆR IHAFNARFIRÐII ATHAFNADAGAR FÖSTUDAGINN 3. MARS OG LAUGARDAGINN 4. MARS 25 % afsláttur af SANETTA nærfötum föstudag og laugardag Full búð af nýjum vörum lputA FÖT FYRIR STELPUR OG STRÁKA MIÐBÆ - sími 565 5608 ÞÉK FlNNS l' ÞAÐ GOTT - 1 L í srotnum HÁRSNYRTISTOFA C A i T E R Miðbæ - s. 565 5530 & 565 3372 HUSIÐ Kynning í MIBiÆ Sælkeraostar fyrir öll tækifæri PATÉ o.fl. góðgæti Íslenskt - Franskt eldhús Vínedik-olíur, Olífur o.fl. Heilsuhúsið Föstudaginn 13 -18 - laugardag 12-16 - Falleg kerti - Hárskraut - Hanskar - Vasaklútar - Sérvéttur í úrvali * - Aprentun MIÐBÆ - sími 565 0675 H e r rA HAFNARFJÖRÐUR FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM EIN PEYSA KEYPT NÆSTA Á HÁLFVIRÐI Alltaf eitthvað nýttó Tilboðsslónni Athafnadagar í MIÐBÆ í Mlðbæ Hafnarfirði s 565 0073

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.