Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 ............Umsjóii Jéhann G. Reynisson IÞROTTIR OG HEILSA Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Framhaldið ræðst í dag Dugar hvorki hangs né slugs Nokkur hagnýt atriði um heilbrigöi Góð hreyfing eftir annasaman dag, t.d. við kyrrsetustarf, býr líkamann undir slökun með því að nýta uppsöfnuð streituhormón. Og hreyfingin getur verið af ýmsu tagi. T.d. segir í greininni að í þolfimi brenni 68 kg manneskja 420 hitaeiningum á klukkustund. 1 dag, fimmtudag, ræðst hvort Haukar fara í úrslitakcppni úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik. Liðið mætir Snæfelli í kvöld í Stykkishólmi. „Eg geri ráð fyrir að við vinnum Snæfell,” sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka í samtali við Fjarðar- póstinn en með sigri gulltryggja Haukar sér sæti í úrslitunum. Bandaríski körfuknattleiksmaður- inn Mark Hadden var stigahæstur Haukanna gegn Njarðvíkingum í síð- asta leik. Hann kom inn í liðið þegar nokkuð var liðið á leiktímabilið. Eins og kunnugt er voru ekki uppi áform um að taka inn útlending á tímabil- inu. „Hadden hafði samband við okkur þegar ljóst var að hann myndi ekki leika með KR. Við vorum með eina útlendingslausa liðið í deildinni og gátum tekið við honum án þess að kosta miklu til þannig að við smellt- Næstkomandi laugardag 4. mars kl. 26:00 verður sýningarsalur VIÐ HAMARINN, Strandgötu 50 (áður Portið) opnaður með santsýningu 12 ungra myndlistarmanna. Pessir ungu listamenn hafa verið að koma úr námi erlendis frá að undanförnu, en flestir þeirra stun- duðu nám í Myndlista og handíðaskólanum á árunum 1989- 91. Allir hafa þeir tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis og að auki haldið einka- sýningar sem hafa gengið vel. Það má segja að þama sé saman komnir listamenn sem era verðugir fulltrúar yngri kynslóð listamanna, fólk sem er að hasla sér völl á listabrautinni og sem eiga eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíð- Sigríður Valdimarsdóttir var sett inn í embætti djákna í Frfkirkjunni í Hafnarfirði fyrir skömmu. Hér má sjá þau Sigríði og séra Einar Eyjólfs- son við athöfnina. í 7. tbl. Fjarðar- um honum inn,” sagði Reynir um þetta mál en samningurinn, sem gerður var við Hadden, rennur út nú um helgina. Hefur verið tekin ákvörðun um framhald Haddens hjá Haukum? „Nei, það verður gert þegar ljóst er hvort við komumst í úrslitakeppn- ina og þá ákvörðun tek ég ekki einn heldur í samráði við stjórn körfuknattleiksdeildar og leikmenn- ina.” Ertu ánægður með frammistöðu Haddens? „Að vissu leyti má segja að hann hafi aukið breiddina í liðinu. Hann er þó enginn „súper-kani” en hefur staðið sig þokkalega,” sagði Reynir Kristjánsson. Hann vildi að svo komnu máli ekki tjá sig frekar um ör- lög Haddens. Þau ættu að liggja ljós fyrir eftir helgina. inni. Er vel við hæfi að sýningar- salurinn VIÐ HAMARINN hefji starfsemi sína með sýningu á lista- fólki framtíðarinnar. Þeir ssem taka þátt í sýningunni era : Birgir S. Birgisson Sigtryggur Baldvinsson Jóhann Torfason Eva Sigurðardóttir Ema Sigurðardóttir Sigríður Ólafsdóttir Ingimar Ólafsson Waage Karl Jónsson Freydís Kristjánsdóttir Þorri Hringson Halldór Baldursson og Pétur Öm Friðriksson Sýningarsalurinn VIÐ HAMAR- INN er opinn alla daga nema mánudaga kl. 14-18. póstsins var farið rangt með nafn Sigríðar Valdimarsdóttir. Beðist er velvirðingar á því. Ljósm.: Gísli Jónsson. Nú er töluvert liðið á nýtt ár. Sumir hafa efnt áramótaheitin sín unt bætt heilbrigði, aðrir trassað þau og samviskan er farin að naga fleira en þröskuldinn... Hvað skal taka til bragðs? Hvaða æfingar gefa bestan árangur? Eru megrunarkúrar gagnslausir? Og af hverju er svona eríitt að slaka á? Lítum fyrst á svolitla töflu (frá Mætti - Ól.Sæm.) þar sem gefnar eru brennslutölur hitaeininga á klukku- stund miðað við tiltekna þjálfun. I töflunni eru eftirtaldar greinar sem hafa verið vinsælar meðal almenn- ings: Kraftaþjálfun, sund, þolfimi, hjólreiðar, hlaup og ganga. Þegar greinunum er skipt upp eftir því hversu mörgum hitaeiningum maður brennir á klukkustund í hverri þeirra þá er hlaup árangursríkast og síðan koll af kolli. Taflan gerir ráð fyrir 68 kg manneskju: 1. Hlaup 550 he brennt á klst. 2. Sund 520 he brennt á klst. 3. Þolftmi 420 he brennt á klst. 4. Hjólreiðar 400 he brennt á klst. 5. Ganga 330 he brennt á klst. 6. Kraftaþjálfun 240 he brennt á klst. Auðvitað skiptir einnig máli hvernig æfingarnar eru framkvæmd- ar. Dugir þá ekkert hangs eða slugs. Það er til dæmis ekki sérlega vænlegt til árangurs að hjóla ofan af Holti og niður í bæ og taka strætó til baka! Gott er að halda jöfnu álagi meginhluta þess tíma sem varið er til hreyfmgarinnar. Auka álagið síðan og draga úr því reglu- lega eftir þörfum og auknu þoli. Ofþjálfun ber að varast því hún eykur hættu á meiðsl- um og getur valdið áhuga- missi. Betra er að fara hægar í sakimar en skynsamlega til að byrja með. Hugarfarið hefur að þessu leyti mikið að segja og mikil- vægt að einbeitingin sé í lagi og athyglin á æftngunni og til- gangi hennar. Þannig má bæta árangurinn verulega. Mataræðið " Mörgum reynast hefð- bundnir megrunarkúrar ekkert sérlega vel og sú gagnrýni hefur heyrst að þeir skili litlu því kílóin komi jafnharðan og kúmum sleppi. Því er til að svara að engar eilífðarlausnir era til aðrar en okkar eigin ætlanir og staðfesta. Ef þú ætlar að grennast þá geturðu það. Aðalatriðin eru einkum þessi: Annars vegar að borða ekki of mikið. Það hefur meira að segja gef- ið ágæta raun að fara ekki í neinn sér- stakan kúr. Með því að minnka vera- lega skammtinn í hvert sinn, borða til dæmis helmingi minna en reglulega, s.s. með þriggja tíma millibili, má ganga veralega á aukakílóin. En ekki borða of lítið. Ltkaminn verður að fá þá næringu sem hann þarfnast fyrir vöðvastaifsemina. Það eldsneyti eru mjög mikilvægt og skortur á því get- ur valdið vanlíðan á líkama og sál. Hins vegar er samsetning máltíð- arinnar og fæðuval. í fyrrgreindri heimild segir að æskilegt hlutfall orkuefna í fæðu sé: - 50-60% kolvetni - ekki meira en 35% fitu - 10-15% prótín. Til að ftnna þessi hlutföll þarftu ekki að vigta ofan í þig allan mat. Greinargóðar upplýsingar um hlut- fall næringarefna era yfirleitt á um- búðum matvæla. Og eins og sjá má af tölunum hlaupa þær á tugum. Það gefur vísbendingu um að nákvæm samsetning upp á gramm sé ekki nauðsynleg. Einnig má nefna algenga orku- þörf. Miðað er við konur og karla á aldrinum 23-50 ára: - Konur: 1600-2400 hitaeiningar á dag (kcal) - Karlar: 2300-3100 hitaeiningar á dag. Takið eftir sveigjanleikanum sem gefur vísbendingu um það hversu einstaklingsbundin næringarþörfin er. Og það gildir um velflest sem lýt- ur að heilbrigði. Því þarf hver og einn að finna sér sitt eigið mynstur; að velja fyrir sig þá lifnaðarhætti sem henta best í hverju tilviki fyrir sig. Hreyfing- streita-slökun Hreyfingin er nauðsynleg, bæði til þess að brenna fitu og fyrir útrásar sakir. Lík- aminn framleiðir nefnilega streituhormón eins og adrenalín og fleiri sem búa hann undir átök. Ef horm- ónin safnast fyrir án þess að þau séu nýtt eins og eðli þeirra gerir ráð fyrir geta þau valdið verulegum ó- þægindum, jafnvel sjúk- dómum. Einhver besta for- vamaraðferðin er þar af leiðandi hreyfing. Þessu tengd er slökunin því ef líkaminn er spenntur af völdum streituhormóna getur verið mjög erfitt að slaka á. En eftir að líkam- inn hefur fengið útrás og notað hormónin þá er hann vel undir slökunina búinn. Upphaf slökunar er þ.a.l. yfirleitt ekki fólgið í því að setjast fyrir framan sjón- varpið, einkum ef þú ert í kyrrsetu- starfi, heldur hefst hún með hreyf- ingu. Síðan geturðu flatmagað. Próf- aðu bara... 4Ö ■■- INNRÖMMUN Falleg mynd í fallegri umgjörð er góð jólagjöf Sími: 565 2892 Erum flutt í Miðvang 41 Við Hamarinn opnar á laugardag Leiðrétting Hvernig myndirðu „fíla” þig svona?!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.