Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.03.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPOSTURINN 7 Haukar í úrslitum Úrslitakeppnin í úrvalsdeild körfuboltans er liafin. Haukar unnu sér sæti í úrslitunum á elleftu stundu, þrátt fyrir að þeim hefði ekki verið spáð slíku gengi í vetur. En hið unga lið, þar sem meðal- aldur er aðeins 20,5 ár og sá lang- yngsti í úrvalsdeildinni, sannaði að á- vallt skuli spurt að leikslokum. Liðið hefur nú leikið fyrsta úrslitaleikinn gegn bikarmeisturum Grindvíkinga en annar leikur liðanna verður í í- þróttahúsinu við Strandgötu á laugar- daginn kl. 16:30. Það lið, sem fyrr vinnur tvo leiki, vinnur sér rétt til á- framhaldandi þátttöku í úrslitakeppn- inni. „Flestir telja okkur eiga litla möguleika gegn Grindvíkingum og þess vegna förum við ekki í leikina undir miklu álagi,” sagði Jón Arnar Ingvarsson í samtali við Fjarðarpóst- Sigfús Gizurarson landsliðsmaður verður í eldlínunni gegn Grindvíkingum inn snemma í vikunni. „Við erum engu að síður bjartsýnir því við sigruðum þá í Reykjanesmótinu og töpuðum naumlega gegn þeim í Is- landsmótinu þegar þeir skoruðu sig- urkörfuna eftir að leiktíminn rann út.” Bandaríkjamaðurinn Mark Hadden mun ekki leika meira með Haukum á tímabilinu. Jón Arnar sagði leikmenn, þjálfara og stjóm hafa verið á einu máli um að Hadden hefði ekki bætt leik liðsins. Tii dæm- is hefði hann ekki fallið nægilega vel inn í leikkerfi heldur viijað leika meira upp á eigin spýtur. Hafnfirðingar eru hvattir ti! þess að fjöimenna í Strandgötuhúsið á laugardaginn en þar mun sitthvað fleira en leikurinn sjálfur verða til gamans gert. íþróttahreyfing á hálum fs ? Verða fjárframlög til framkvæmda skorin niður? Bæjarsjóður styrkir nú fram- kvæmdir við íþróttamannvirki uni 80% en ítrekaðar beiðnir íþrótta- félaga um rekstrarstyrki gætu lækkað það hlutfall. Þetta kemur fram í samtali Fjarðarpóstsins við Ellert Borgar Þorvaldsson. A fundi bæjarráðs þann 2. mars s.l. var tekið fyrir erindi knattspymu- deildar FH um fjárhagsaðstoð vegna rekstrarvanda deiidarinnar. Erindið var samþykkt en Ellert Borgar Þor- valdsson og Valgerður Guðmunds- dóttir sátu hjá við atvkæðagreiðslu um málið og óskaði Ellert eftir því að eftirfarandi yrði bókað: „I annað sinn á rúmum fjóram mánuðum liggur fyrir bæjarráði til afgreiðslu erindi um fjárhagslegan stuðning vegna rekstrarhalla sér- deildar íþróttafélags í bænum. A þessum fjórum mánuðum, þ.e. frá 27. október 1994, hefur bæjarráð samþykkt að koma í skil u.þ.b. 17 milljón króna rekstrarhalla íþróttafé- laganna FH og Hauka. Þrátt fyrir skilyrta fyrirgreiðslu bæjarsjóðs í þessum tilvikum er hér lagt út á varhugaverða braut í mörgu tilliti. Framlög úr bæjarsjóði til í- þróttafélaga í bænum nema árlega, í einni eða annarri mynd, milljónatug- um. Er réttlætanlegt að til viðbótar við framkvæmdastyrki, rekstrar- styrki og aðra tilfallandi styrki við í- þróttahreyfinguna bætist fjárveiting- ar til greiðslu á hallarekstri einstakra deilda? Hvar verða t.d. mörkin dreg- in milli félaga í bænum sem eiga við hugsanlegan rekstrarvanda að stríða? Verður einungis greitt úr rekstrar- vanda íþróttafélaga? Akvarðanir bæjarráðs í þessum efnum eru að mínu rnati ekki nægjan- lega ígrandaðar og því sit ég hjá við afgreiðslu þessa erindis.” Téflt á tæpasta vað „Þessa bókun mína má alls ekki túlka sem svo að ég sé óvinveittur í- þróttahreyfingunni. Það er síður en svo. Eg er með þessu að vekja menn til umhugsunar um það hvort endur- skipuleggja eigi fjárframlög til í- þróttafélaganna, til dæmis með því að lækka hlutfallslega það framlag sem rennur til framkvæmda,” sagði Ellert þegar haft var samband við hann vegna málsins. „Þetta getur ekki gengið svona til lengdar. Iþróttafélögin hafa viljað fara sínar eigin leiðir í rekstrinum en síðan er leitað til bæjarins þegar menn eru komnir í vandræði. Aðal- stjómir félaganna hafa ekki verið nægilega meðvitaðar um stöðu deilda innan þeirra og jafnvel ekki vitað hvemig komið væri fyrir þeim. Síðan er mér sagt að menn, sem teng- ist deildunum, gangi jafnvel í per- sónulegar ábyrgðir fyrir þær og það getur að mínu viti verið mjög tví- eggjað,” sagði Ellert. Telurðu þá að Qármálastjóm innan íþróttafélaganna sé óábyrg? „Nei, en það er spurning hvort þar sé ekki ítrekað teflt á tæpasta vað.” Telja bæjaryfirvöld að þau séu með einhverjum hætti að styrkja at- vinnumennsku í íþróttum með fjár- stuðningi sínum? „Ja, hvað heldur þú? Ég vil ekkert staðhæfa um þau mál því ég þekki þau ekki út í hörgul.” Þegar þú nefnir mörk milli félaga í bænum og hvort einungis verði greitt úr rekstrarvanda íþróttafélaga, hvað áttu þá við? „Iþróttafélögin njóta ýmissa styrkja, s.s. til rekstrar og þau njóta ókeypis afnota af íþróttahúsum bæj- arins. Þau sækja síðan um fjárhags- lega aðstoð til bæjarsjóðs til að rétta af halla í rekstri. Eg bendi á að hér í bænum geta ýmis önnur félagasam- tök átt í rekstrarerfiðleikum. Þau gætu hugsanlega á sama hátt og í- þróttafélögin óskað eftir aðstoð bæj- arsjóðs. Eg nefni sem dæmi af handahófí Skátana, KFUM, kóra og þannig mætti áfram telja,” sagði Ell- ert og bætti við að bæjarráð yrði að gæta sín í ákvarðanatöku varðandi íjárframlög til félagasamtaka ef það vildi vera sjálfu sér samkvæmt. Rauði Kross íslands með barnfóstrunámskeið Hafnarfjarðardeild RKÍ heldur barnfóstrunámskeið á þessu vori eins og undanfarin ár. Fyrsta námskeið hefst 20, mars og verða haldin 4 námskeið frani í júní. Námskeiðin eru 4 kvöld frá kl. 17- 20. Námskeiðsgjald er 2.500.- kr. Innifalið í því eru námsgögn og veitingar. Markmið barnfóstrunámskeið- anna er að bamfóstran öðlist öryggi í starfi og þekking hennar aukist á bömum og umhverfí þeirra. Kennd er umönnun ungbama í blíðu og stríðu, um mikilvægi rétts matar- ræðis og hreinlæti. Þá er einnig kennd skyndihjálp og hvemig koma megi í veg fyrir slys í heimahúsum. Námskeiðin eru sniðin fyrir stelpur og stráka á aldrmum 11-14 ára, hvort Valgerði sími 565 0112 og sem þau hyggja á bamfóstrustarfið Kristbjörgu sími 555 2272 eða eiga yngri systkini til að líta eftir. Skráning og upplýsingar hjá Ingu Fréttatilkynning. Guðmundur Karlsson fær á sig meiðyrðakæm frá dómurum: Stend við það sem ég sagði „Ef við verðum sakfelldir þá verður hér brotið blað í íþrótta- sögunni,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari meistaraflokks FH í handknattleik, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum vegna meiðyrðakæru dómara á hendur honum og fleiri þjálfur- um. Gera má ráð fyrir að það séu einkum þau ummæli hans að það geti varla verið tilviljun að alltaf dæmi sami dóntari vafaatriði FH í óhag. Hann átti þar við Rögnvald Erlingsson. „Það verður þá einnig að vcita dómurum aukið aðhald,” bætti hann við. „Við verðum þó að geta tjáð okk- ur á einhverjum vettvangi,” sagði Guðmundur, „en mér þykir umræð- Skautað í eftirmiðdagssólinni við Hörðuvelli við misjafnan árangur an sem slík ekki slæm. Þetta var raunar í fyrsta skipti í vetur sem ég opna munninn og þá fer þetta svona. Hins vegar hafa aðrir þjálfarar getað vaðið uppi í fjölmiðlum án þess að nokkuð hafi verið sagt við því. En ég stend við það sem ég sagði.” 'lti&i’ún ?P)ianiadótii> '>run ,))jarnaaautr Gullsmiður Lækjargata 34c Sími 565 4453 Lítið við á skrifstofu Þjóðvakans að Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði. Opiö virka daga frá kl. 16:00 - 19:00 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 - 18:00 Alltaf heitt á könnunni Kosningastjórn Verkakvennafélagið Framtíðin Sumarhús Umsóknarfrestur um sumarhús félagsins verður til 20. apríl n.k. Umsóknareyðublöð munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11. Stjórnin INNRÖMMUN Falleg mynd í fallegri umgjörð er góð gjöf Sími: 565 2892 Erum ttutt í Miðvang 41

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.