Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Page 13

Fjarðarpósturinn - 06.04.1995, Page 13
FJARÐARPÓSTURINN BLAÐAUKI 1 Tuöari hefur orðið: Að kaupa sér ný gleraugu Það cr oft sagt að eitt af mann- réttindum okkar sé að mega skip- ta um skoðun og oft er það talið þroskamerki að gera slíkt. Marg- ir eru mjög róttækir, Ineöi til hægri sem vinstri, á sínum yngri árum, en mildast svo þegar þeir eldast. Þá sjá þeir að það er ekki eins auðvelt að breyta heiminum og það virtist vera. A mínum yngri árum virtist meiri harka í þessu og menn skiptu ekki eins oft um flokka og félög og þeir virðast gera í dag. Þá fæddist maður inn í flokk og félag og maður gerði pabba sínum það ekki að vera á annarri skoðun, enda fengu aðrar skoðanir ekki koma inn á heimilin. Mæður höfðu sjaldan sjálfstæða skoðun. Þær fylgdu sínum húsbónda eins og þeim bar. Það þótti skrýtið hjónaband þar sem konan var á annarri skoðun en húsbóndinn. Slík- ar konur voru eitthvað skrýtnar eða í það minnsta mjög óánægðar í hjóna- bandinu og áttu ekkert að veja þar. Menn keyptu sinn Mogga, íslend- ing, Tíma, Alþýðublað eða Þjóð- vilja og annað ekki. Allt var vitlaust í öðrum blöðum. Menn trúðu því sem stóð í þeirra flokksmálgagni, ef ekki, þá létu þeir það í það minnsta ekki opinberlega uppi. Menn voru líka í sínu fþróttafélagi. Menn höfðu ekkert hátt um það ef félaginu gekk illa, en þeir voru í FH eða Haukum hvað sem raulaði og tautaði. Það varð að vera ærin ástæða til að menn skiptu um félag, því það var ekki bara að fyrri félagar sýndu mönnum hundhaus, heldur áttu þessir aðilar ekkert greiðan aðgang að félögun- um í hinu nýja félagi. Nú er öldin önnur. Nú skipta menn og konur um félög og flokka oftar en rekkjunaut og vilja þó sutn- ir halda fram að fólk geri það æðið oft. Já, konur eru farnar hafa sínar sjálfstæðu skoðanir, hættar að fylgja mönnum sínum í skoðunum. í íþróttum eru peningar komnir í spilin. Þeir sem eru góðir í íþróttum fara á milli félaga vegna þess að þeir fá betra kaup hjá öðru félagi eða fyrra félagið hefur ekki ráð á að hafa þá lengur (enda mörg íþróttafélög á hausnum). Ungu krökkunum, sem eiga sín átrúnaðargoð, finnst ekkert mál að skipta um félag eins og goð- in gera. Eg get þó ekki skilið hvern- ig fólk sem er búið að klæðast FH búningi í áravís getur allt í einu far- ið að keppa á móti sínum gömlu fé- lögum í Haukabúningi, þó að hægt sé að setja sig í spor atvinnu- eða hálfatvinnumanna. í stjómmálum virðist þetta vera öðruvísi, flokksblöðin liðin undir lok, börnin og konumar eru farin að hafa aðrar skoðanir en pabbinn. Fólk virðist ekki múlbundið í flok- ka. Það má skipta um skoðun, en spurningin er, hefur það skipt um skoðun, eða er þetta bara pólitískt pot? Menn sem ná ekki árangri í sín- um flokki fara þá oft í aðra flokka eða stofna nýjan flokk. Allt sem gömlu félagarnir í fyrri flokknum segja og gera er vitlaust og ekki það sem þeir áttu að gera, jafnvel þó að þeir hinir sömu sem nú yftrgefa flokkinn, haft dásamað þessar sömu gerðir upp í hástert fyrir nokkrum mánuðum og talið það hið eina rétta. Nú, þegar þeirn var hafnað í gamla flokknum hafa þeir allt í einu opnað augun og séð hinn eina sann- leika. Keypt sér ný gleraugu. En geta menn skipt svona snögg- lega um skoðun og haldið því blákalt fram að nú hafi þeir allt í einu fundið þennan eina sanna sann- leika? En af hverju er ég að tuða um þetta? Jú, mér finnst stundum erfitt að skilja af hverju rautt er allt í einu orðið blátt og gult orðið grænt. Já, jafnvel þó ég viti að það sé hægt að fá marga liti með því að blanda sam- an litum. Hresst fólk lyftir sér upp Árshátíð hjá Líkams- ræktarstöðinni Hress var haldin í Hraun- holti fyrir skömmu. Hátt á annað hundrað manns tók þátt í hátíð- inni, sem þótti takast vel. Hitaeiningar fjúka í hressum dansi Á meðan á borðhaldi stóð og eftir matinn, þar sem boðið var upp á létt ítalskt hlaðborð, stjórnaði Margrét Sæmundsdóttir veislunni og Iét gestina taka þátt í fjölbreyti- legum skemmtiatriðum við mikinn fögnuð. Að lokum var stiginn dans fram á 690kr. á 24 myndum frá Gæðaframköllun á verði við þitt hæfi Strax 1.254 kr. (24 myndir) 35mm-10xl5sm glans Þú færð myndirnar þínar á Royal pappír eftir I klst. Hagkvæmt 990 kr. (24 myndir) Þú færð myndirnar þínar á Royal pappír eftir 2 daga * Odýrast 690 kr. (24 myndir) 35mm-10xl5sm glans Þú færð myndirnar þínar eftir 5 daga. FILMUJR & FRAMK#* LLUN

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.