Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Qupperneq 3

Fjarðarpósturinn - 27.04.1995, Qupperneq 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar Boðið magn -Fjórða rammaáætlun ESB kynnt fyrir hafnfirskum atvinnurekendum upp á Evrópuf jár- til smærri fyrirtækja Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar efndi nýlega til kyn- ningarfundar um Fjórðu ram- maáætlun Evrópubandalagsins en með þátttöku Islendinga í EES hafa opnast leiðir fyrir hérlend fyrirtæki til að fá aðgang að fjár- magni, samstarfi, rannsók- naniðurstöðum og vinnuaðstöðu eins og hún gerist best í Evrópu. Orri Hlöðversson, framkvæmda- stjóri nýstofnaðrar Kynningar- miðstöðvar Evrópurannsókna kynnti Fjórðu rammaáætlunina og sagði m.a. að í henni væri lögð sérstök áhersla á að auka þátttöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þessvegna væri þessi áætlun_ sérstaklega áhugaverð fyrir okkur Islendinga. Heildarfjármagn það sem varið verður til Fjórðu rammaáætlunar ESB til loka ársins 1998 nemur 12,3 milljörðum ecu sem samsvarar rúm- lega 1000 milljörðum íslenskra króna. Sagði Orri að með góðri undirbúningsvinnu ætti hluti þess fjármagns að geta runnið til íslensks Félagsmálaráö enn til umræöu Félagsmálaráð var enn til umræðu á bæjarstjórnarfundi fvrir páska. Magnús Jón hóf umræðuna um félagsmálaráð á fundinum og furðaði sig á því að embættismenn bæjarins væru beðnir um að leggja dóm á ummæli bæjarfulltrúa. Hann taldi ekki eðlilegt að spurn- ingar krata væru þannig að emb- ættismönnum væri stillt upp við vegg. Svörin fá félagsmálaráði væru þannig að ekki væri lagt mat á málið og forðast að taka afstöðu. Þannig svarar félagsmálaráð ekki spurningunni um hvort atkvæða- kaup hefðu verið í gangi. Tryggvi Harðarson tók næstur til máls og kvaðst taka undir orð Magn- úsar Jóns um að það væri ekki stór- mannlegt að blanda embættismönn- um bæjarins inn í pólitíska umræðu. Hinsvegar var félagsmálastjóri spurður af gefnu tilefni um hvort dylgjur Magnúsar Gunnarssonar ættu við rök að styðjast því ef svo er væri það áfellisdómur yfir félagsmála- stofnun og félagsmálaráði og þær stofnanir gætu ekki setið undir þeim ámælum um að hafa deilt út fé eftir pólitískum duttlungum. Magnús Gunnarsson tók næst til máls og lagði fram tölur máli sínu til stuðnings m.a. að í jan. 93 hefði fé- lagsmálastofnun borgað út 1,6 millj. en í jan. 94 hefði upphæðin verið 4,1 millj. Og í mars 93 voru þetta 2,9 millj. en í mars 94 var upphæðin 6,3 mllj. “Tölumar tala sínu máli,” segir Magnús Gunnarsson Lúðvík Geirsson kvað fyllstu ástæðu til að spyrja um muninn sem er á tölum frá félagsmálastofnun og öfugmæli að stilla dæminu upp eins og um árás á féló hefði verið að ræða. Eyjólfur Sæmundsson benti á að Sjálfstæðisflokkur hefði átt tvo full- trúa í félagsmálaráði og að þeir hefðu tekið þátt í öllum ákvörðunum ráðs- ins á þeim tíma sem hér um ræðir. Engin mótmæli frá þeim og ekkert bókað. atvinnulífs. Til að umsóknir fáist samþykktar þurfa að minnsta kosti tveir sjálfstætt aðilar að standa að þeim og þeir þurfa að koma frá að minnsta kosti tveim EES ríkjum. Þar af verður annar aðilinn að koma frá ríki sem einnig er í Evrópu-samband- inu. Ymsar tegundir fjárhagslegs stuðnings eru í boði en algengt er að Evrópusambandið greiði helming þess kostnaðar sem lagt er í vegna viðkomandi verkefnis. Kynningarmiðstöð Evrópu- rannsókna er m.a. ætlað að aðstoða þá íslenska aðila, sem hyggja á sam- starf innan Fjórðu rammaáætlunarin- nar. Einnig er veitt aðstoð við að finna samstarfsaðila úti í Evrópu. Þegar hafa nokkur íslensk fyrirtæki sent umsóknir til Brussel en fyrsti umsóknarfrestur rann út hinn 15. mars sl. I setningarávarpi Magnúsar Gunnarssonar, formanns Atvinnu- málanefndar Hafnarfjarðar og bæjarráðs Hafnarfjarðar kom fram að eitt af því sem bæjarfélagið gæti gert fyrir smærri fyrirtæki, væri að bjóða þeim upp á aðstoð við upplýsin- gaþjónustu og ráðgjöf. Hafnarfjarðarbær hefði nú þegar á að skipa Atvinnumálafulltrúa, sem fyrirtæki gætu leitað til með ýmis hagsmunamál sín. Þar mætti til dæmis nefna aðstoð við könnun á möguleikum hafnfirskra fyrirtækja í tenglsum við Fjórðu rammaáætlun ESB, sem væri meginmál þessa fun- dar. Magnús Gunnarsson nefndi nokkur verkefni til atvinnusköpunar hér í bæ, meðal annars fyrirhugaða orkugarða í Straumsvík. Þar væru miklir möguleikar fyrir hendi og öll ytri skilyrði væru afar hagstæð. A fundinum töluðu einnig, ólafur G. Einarsson, þáverandi mennta- málaráðherra , Hallgrímur Jónasson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofn- unar, Hörður Jónsson, yfirverk- fræðingur Rannsóknarráðs ríkisins, Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Þorkell Helgason þáverandi að- stoðarmaður iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Ármann Eiríksson, atvin- numálafulltrúi var fundarstjóri en fundurinn var haldinn í Hraunholti við Dalshraun. ELDSVOÐI Slökkviliðið í Hafnarfirði var kallað út á mánudag er eldur varð laus í einbýlishúsi að Miðvangi 33. Enginn var í húsinu er eldurinn koni upp en töluverðar skemmdir uröu á því. Tveir reykkafartu- voru sendir inn í húsið um leið og slökkvil- iðið kom á staðinn til að ganga úr skugga um að húsið væri mannlaust. Slökkvistarf gekk mjög greiðlega. Ekki er vitað um upptök eldsins í húsinu en það mál er nú í rannsókn hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. ■R ^INNRÖMMUN Fermingarmyndin j^|©P Fjölskyldumyndin Handavinnuna Miövangl 41 Fallegri í SM 5852892 fallegri umgjörS HAFNARFJÖRÐUR VINNUMIÐLUN SKÓLAFÓLKS í HAFNARFIRÐI Vinnumiðlun skólafólks í Hafnarfirði hefur opnað skrifstofu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Vitans að Strandgötu 1. Vinnumiðlunin er ætluð skólafólki 16 ára og eldra. Skrifstofan er opin 10:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Sími skrifstofunnar er 650700. Skólafólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst. Fyrirtæki sem vantar fólk eru hvött til að hafa samband við Vinnumiðlunina. Starf húsvarðar Húsfélagið Hjallabraut 33, Hafnarfirði, auglýsir eftir húsverði, einstaklingi eða hjónum, frá og með 1. júní n.k. Gert er ráð fyrir að húsvörður búi í húsinu. Sú krafa er gerð til umsækenda að þeir séu líkamlega og andlega heilsugóðir, almennt vel á sig komnir, samvinnufúsir og skilningsríkir í samskiptum. Jafnframt er æskilegt en ekki skilyrði að viðkomandi hafi unnið á sviði öldrunar eða hjúkrunar. Hluti af starfi húsvarðar felst í þrifum á sameign hússins. Æskilegur aldur er 40 - 55 ára. Launakjör eru samkomulagsatriði. Frekari upplýsingar eru veittar af starfandi húsverði (Rögnu) í síma 565 1912 virka daga kl. 10 - 11. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. og skulu umsóknir sendar húsfélaginu að Hjallabraut 3, Hafnarfirði. í húsinu eru 59 íbúðir ætlaðar fólki 60 ára og eldri. Auk húsvörslu er talsverð þjónusta í húsinu, veitt af einkaaðilum, stofnunum og bæjaryfirvöldum. Sljórn húsfélagsins f J:[ GARÐYRKJUSTJÓRI J; S SUMARSTÖRF HAFNARFJARÐAR HAFNARFJÖRÐUR SUMARSTÖRF Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði óskar eftir að ráða ráða sumarstafsfólk í eftirtalin störf: starfsfólk til sumarstarfa. Flokkstjóra í Vinnuskóla Lágmarksaldur umsækjenda er 17 ár (fæddir 1978). Leiðbeinendur í skólagarða Um er að ræða störf í slátturflokki. garðyrkjuflokki Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið og viðhaldsflokki. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Vinnumiðlun Umsækjendur þurfa að vera 21 árs á árinu skólafólks, Strandgötu 1. (fæddir 1974) hið yngsta. Umsóknarfrestur er til 5. maí. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Félagsmiðstöðinni Nánari upplýsingar eru veittar í síma 650700. Vitanum, Strandgötu 1. Hafnarfirði. Tekið verður á móti umsóknum Vinnumiðlun skólafólks frá föstudeginum 21. apríl, til föstudagsins 28. apríl, Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði kl. 10:00- 12:00 og 13:00- 16:00. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar Allar nánari upplýsingar veittar í síma 650700.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.