Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Þrotabú Drafnar fasteignaþjónusta hf Tilboða leit- að í eignir Það var Anna M. Jónsdóttir sem afhenti Rafni Sigurðssyni gjafabréfið en Anna er dóttir Dagbjartar. Hrafnistu afhent gjöf Rúður brotnar Töluvert var um að rúður væru brotnar í bænum um síðustu helgi og barst lögregl- unni tilkynning um fjögur slík tilvik. Þá var einnig töluvert um ölvun í bænum og á ein- um stað var neyðarblysi skot- ið á loft. Rúður voru brotnar í Lækjar- skóla, versluninni Lækjarkoti og í einbýlishúsum við Hjalla- braut annarsvegar og Öldugötu hinsvegar. Þá var einnig til- kynnt um tvö minniháttar inn- brot um helgina Vinabæjamót Dagana 16.-18. júní í sumar verður haldið vinabæjamót í Bæruni í Noregi. Það eru vinabæirnir Hafnarfjörður, Fredriksberg í Danmörku, Haamenlinnaa í Finnlandi og Uppsalir í Svíþjóð sem senda fulltrúa sína á mótið í Bærum en sá vinabær er í nágrenni Óslóar. Vinabæjasamstarfið er bæði á sviði bæjarmála og Norrænu fé- laganna. Þannig verða bæjar- fulltrúar og embættismenn á mótinu, fulltrúar Norrænu fé- laganna og boðið verður upp á sérstaka dagskrá fyrir æskufólk. Óþrifnaður Hannes Guðmundsson smábátaeigandi hafði sam- band við Fjarðarpóstinn og vildi kvarta undan óþrifnaði eftir hunda við fiskmarkaðinn og smábátahöfnina í Hafnar- firði. Hannes segir að hunda- eigendur láti dýr sín skíta um allt þetta svæði og sé það mjög bagalegt. “Það er oft á tíðum hrikalegt að sjá hvemig umgengin er á þessu svæði eftir hundana enda skíturinn út um allt,” segir Hannes. Skiptastjóri þrotabús Drafnar fasteignaþjónusta hf. leitar nú til- boða í eignir þrotabússins. Eign- irnar voru til sýnis á mánudag og þriðjudag í síðustu viku að Strand- götu 75. Tilboðsfrestur var til föstudags, og skyldu tilboðin vera bindandi til föstudagsins 5. maí n.k. Hlöðver Kjartansson skiptastjóri segir að enn liggi ekki nákvæmlega fyrir hve miklar kröfur séu gerðar í þrotabúið en kröfulýsingarfrestur var til 1. maí. I framhaldi af því verður svo skiptafundur þann 12. maí n.k. Dröfn fasteignaþjónusta hf. er eitt af dótturfyrirtækjum Drafnar h. Það var stofnað fyrir hálfu öðru ári síðan og hóf rekstur upp úr áramótum 1994. Alls varð hlutafé þess 20 millj- ónir kr. að stórum hluta í formi lag- ers og tækja frá Dröfn. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar s.l.. Hrafnistu í Hafnarfirði var af- hent gjöf úr minningarsjóði Dag- bjartar Vilhjálmsdóttur, ekkju Jóns Eiríkssonar skipstjóra, í sið- ustu viku. Um var að ræða 300.000 kr. sem fara til tækjakaupa á augnlækningadeild Hrafnistu. Það var Rebekkustúkan Rannveig A laugardaginn, 6. maí, efnir Lions í Hafnarfirði til Vímuvarn- ardags á Víðistaðatúninu. Dag- skráin hefst kl. 13.00 með boð- hlaupi milli grunnskóla bæjarins en kl. 14.00 hefst götuhlaup fyrir almenning og er þátttökugjald 500 kr. Lúðrasveit Tónlistarskólans mun leika fyrir gesti. Skráning er á staðnum frá kl. 12.30 og þátttakendur geta valið um 2 vegalengdir, 2,2 km og 4,5 km. Innifalið í gjaldinu er kakóglas og rjómavaffla og allir sem Ijúka hlaup- í OOF sem afhenti gjöfina en Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistu segir að um mjög gott og þarft framlag sé að ræða til dvalarheimilisins. “Við hér á Hrafnistu erum afar- þakklát fyrir þessa gjöf sem gefin var af miklum hlýhug í okkar garð,” seg- ir Rafn inu fá verðlaunapening sem Spari- sjóður Hafnarfjarðar veitir. Að loknu hlaupi gefur Hafnarfjarðarbær öllum frítt í sundlaugina. Þegar allir eru komnir í mark verða dregin út aukaverðlaun úr skráningarnúmerum þátttakenda. Þau eru gefin af Drafnar-nesti, Hress, Hróa Hetti, Jón Bakan, Kent- ucky Fried Chicken, Lækjarpizzu, Olsen Olsen og ég, Pizza 67, Sól og sælu og Sparisjóð Hafnarfjarðar. A svæðinu verður tjaldsýning Skátafélagsins Hraunbúa. Planið rifið Þegar Ijósmynduri Fjarðarpóstsins átti leið um Reykjavíkurveginn fyrir nokkrum dögum sá hann að verið var að rífa upp allt planið fyrir fruman bensínstöð Esso. Þarna eru að hefjast framkvæmdir við að breyta og bæta þessa vinsælu bensínafgreiðsiu Esso. Það eru H. Þ. Hellulagnir sem sjá um vinnu við planið, en þeir hafa unnið talsvert fyrir Esso á undanförnum árum t.d. við Geirsgötu í Reykjavík, en þeir hellulögðu allt svæði gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Vfmuvarnardagur Lions f Hafnarfirði permq Sjálfvirkir smurskammtarar PHIMA snturskammtararnfe’ eru: • Mjög einfaldir í notkun. • Tryggja örugga smurningu. • Lengja endingu smurflatarins. • Stillanlegir á 1,3,6 eða 12 mán. • Koma fylltir hágæóa smur- oliumfrá Optimol. • Vinnsluhitastig frá - 15°C til +65°C. Fáanlegir fyrirfrost. • Vinna eðlilega i hvaða stöðu sem er, jafnvel undir vatni. • Hagkvæmur kostur til framtíðar. A.BÍARNASON HF. Hvaleyrarbraut 3 • Pósthólf 183 • Hafnarfjöröur Simi: 565 1410 • Fax: 565 1287 Farsími: 985 - 23780 (eftir 3. júní 852 3780) 9 __ É IMUnBWI Nýir og sólaðir hjólbarðar á góðu verði 10% stgr. afsláttur af hjólbörðum og þjónustu 20% stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega Láttu okkur geyma vetrar / sumar hjólbarðana og losnaður við allt það umstang og þann óþrifnað sem fylgir hjólbörðum, fyrir vægt geymslugjald Örugglega feti framar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.