Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPOSTURINN 11 Nemendur í 7. HN og SG i Víðistaðaskóla. Ncmendur í 7. J, K og L í Öldutúnsskóla. Hafnfirðingar taka virkan þátt í HM Nú er’ann loks að bresta á með HM í öllu sínu veldi. Langþráðir dagar renna brátt upp, hver af öðrum og handboltaveisla aldar- innar á Islandi er að hefjast. Margt stórmenna mun af því tilefni sækja Island heim og mun forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, Juan Ant- onio Samanranch m.a. koma hing- að í Hafnarfjörð til að fylgjast með leik Króatíu og Slóveníu í Kaplakrikanum. Að sögn Ingvars S. Jónssonar, íþróttafulltrúa, hefur undirbúningsstarf gengið vel. „Eg á von á því að keppnin verði okkur til mikils sóma,” segir hann. Að sögn Ingvars hefur annríki í skipulagsnefnd verið gífurlegt og í þeirri nefnd einni verið haldnir einir 30 fundir. Enda er að mörgu að hyggja. Má þar nefna tannlækna- þjónustu fyrir keppnisliðin, skipulag æfinga liðanna meðan á keppninni stendur og munu húsin við Strand- götu og í Kaplakrika fara að miklu leyti undir þær æfingar og merkingar þurfa að vera greinargóðar svo eitt- hvað sé nefnt. Fyrstu leikimir hér í Hafnarfirði fara fram næstkomandi mánudag, 8. maí, í Kaplakrika þar sem leika kl. 15:00 Rússland og Kúba, kl. 17:00 Tékkland og Marokkó og kl. 20:00 Króatía og Slóvenía. Hafnarfjarðarriðillinn telst nokkuð sterkur, einkum vegna þess að þar eru Rússar innanborðs. Hins vegar verður röðun í riðilinn að teljast með miklum ólíkindum þar sem Austur- Evrópuþjóðir eru flestar auk Kúbu og Marokkó. Þessum liðum fylgir ekki mikið fjölmenni áhorfenda eða fjöl- miðlamanna. Af þeim sökum verða hér í Firðinum fæstir þeirra blaða- manna sem sækja keppnisstaðina heim. Þeim mun mikilvægara er það fyrir okkur Hafnfirðinga og aðra landsmenn að fjölmenna í Krikann til þess að berja augum lið eins og Rúss- ana, eitthvert albesta handknatt- leikslið sem komið hefur fram á sjón- arsviðið síðan handboltinn var fund- inn upp! Miðar á leikina eru hér í Hafnar- ftrði seldir í Miðbæ. Segir Ingvar að hér verði langódýrast á leikina en miði á einn leikdag, þrjá leiki, kostar aðeins 1000 krónur. Sagðist íþrótta- fulltrúinn jafnvel eiga von á því að þegar fram í sækti yrðu miðamir jafnvel enn ódýrari. Sjöundubekkingar og HM Hafnftrsk æska hefur ekki látið sitt eftir liggja í undirbúningi fyrir heimsmeistarakeppnina. Fjölmargir sjöundubekkir í grunnskólum bæjar- ins hafa undanfarið geftð gaum þeim löndum sem hér keppa í riðli. Læra krakkamir sitthvað um þjóðimar og sum hver læra hvatningarhróp á við- komandi tungumáli. Jafnvel hefur frést af því að þau skrifi hvatningar- orð á stóra borða til þess að hafa með sér á leiki en þau fá ókeypis á leiki sinna liða. Sjöundu bekkir HN og SG í Víði- staðaskóla hafa Kúbu á sínum snær- um, 7. J, K og L í Öldutúnsskóla hafa Rússland, 7. SK og MK í Hvaleyrar- skóla Króatíu, 7. HD, HB og IV í Setbergsskóla Marokkó, 7. I og J í Lækjarskóla Tékkland og Slóvenía er lið 7. HG og ÓR í Engidalsskóla. Nemendur skólanna takast á hend- ur margvísleg verkefni tengd þjóðun- um en þó er ekki í öllum tilvikum hægt að benda á landakortið og segja: Þama er landið! - svo verulega hefur heimsmyndin breyst á undan- fömum árum. Það gildir til dæmis um Slóveníu, Króatíu og Tékkland. En viðfangsefnið er verðugt. Hug- myndin mun fengin frá Frakklandi en að sögn Ingvars Viktorssonar, sem fylgst hefur náið með þessum keppn- um undanfarin ár, unnu frönsk ung- menni svipuð verkefni þegar B- keppnin fór fram þar í landi fyrir nokloum árum. Nemendur í 7. SK og MK í Hvalevrarskóla ásamt kennurum og skólastjóra. Nemendur í 7.1 í Lækjarskóla. Nemendur í 7. HD, HB og IV í Setbergsskóla ásamt kennurum. Nemendur í 7. HG og ÓR í Engidalsskóla.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.