Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 5
FJARDARPOSTURINN 5 Heinaste landar 1500 tonnum í Kanada Mesti afli togara í einni veiðiferð Verksmiðjutogari Sjólaskipa, Heinaste, er nú að landa 1500 liinniun af karfa í Kanada en þetta er mesti afli íslensks togara í einni veiðiferð frá upphafi. Auk karfans verður landað um 250 tonnum af mjöli og 40 tonnum af Iýsi þannig að nær 1800 tonn af afurðum eru um borð. Þetta magn samsvarar um 3000 tonnum upp úr sjó. Hér sýnir Ingibjörg Stefánsdóttir, fyrirlesari um skyndihjálp, verðandi flokksstjórum í skólagörðum og á íþrótta- og leikjanámskeiðum, hvern- ig gott er að búa um sár á höfði. Flokksstjórar undir- búa sumarnámskeið Verðandi flokksstjórar í skóla- görðunum og á íþrótta- og leikja- námskeiðum sóttu námskeið í skyndihjálp síðastliðinn þriðju- dag. Ingibjörg Stefánsdóttir sýndi við- brögð við ýmis konar óhöppum sem geta orðið þar sem börn eru að leik. Ingibjörg ræddi einna mest ýmis hagnýt atriði um hvernig gott er að gera að smáskrámum og fleiri smá- meiðslum. Sumarnámskeið af ýmsu tagi eru nú að fara í gang, t.d. íþrótta- og leikjanámskeiðin og hverfamiðstöð við Öldutúnsskóla. Á íþrótta og leikjanámskeiðunum eru allar greinar íþrótta og leikja í boði, siglingar og veiði á Hvaleyrar- vatni, göngu- og hjólaferðir o.fl. I hverfamistöð við Öldutúnsskóla verða heilsdagsnámskeið frá kl. 9.00 til 16.00 og er gæsla í boði klukku- tíma fyrir og eftir námskeiðin. Há- marksfjóldi er 30 börn og gert er ráð fyrir 3-5 börnum með sérþarfir. Meðal þess sem í boði er má nefna skoðunarferðir um bæinn, dorg á bryggjunni, útiveru og útileiki o.fl. Allur ferðakostnaður er innifalinn í kostnaði en innritun er í Vitanum s. 5550404. Sumarnámskeið hjá rokkskóla í sumar mun Rokkskólinn bjóða upp á átta vikna sumarnám- skeið og verður fyrsti kennsludag- ur þann 12. júní. Kennslutíminn verður sniðinn að þörfum hvers og eins en líklegt verður að teljast að kennslan fari fram sejnni part dagsins eða á kvöldin. í Hafnar- firði verður kennt í Vitanum við Strandgötu og í Reykjavík í Bú- stöðum við Bústaðaveg. Kennt verður á gítar, bassa, trommur og kenndur söngur. Kenn- arar eru allir velmenntaðir, starfandi tónlistarmenn með mikla reynslu að baki. Þar má nefna Gunnlaug Briem, Ólaf Hólm, Guðmund Pétursson, Stefán Hjörleifsson og Eið Arnars- son. Allar nánari upplýsingar er að finna í námsvísi skólans sem hægt er að fá í hljóðfæraverslunum, kennslu- stöðum og á skrifstofu skólans í Ár- múla 36. (fréttatilkynning) Lögreglan Upplýsing- ar óskast Lögreglan í Hafnarfirði óskar eftir upplýsingum um bifreiðina R-23462 sem stolið var frá Kirkjuvegi 7 aðfar- arnótt s.l. laugardags. Bifreiðin er af gerðinni Mazda 626 grá að lit. Þeir sem hafa orðið bifreiðarinnar varir eru beðnir að snúa sér til lögreglu. Guðmundur Viborg framkvæmda- stjóri hjá Sjólaskipum segir að Heinaste landi aflanum í Musgrave á Nova Scotia og fari hluti hans í end- urvinnslu þar en hluta verður um- skipað beint á Japansmarkað. "Við getum landað öllum afurðunum um borð á einu bretti og við fáum eðli- legt verð þarna úti," segir Guðmund- ur. Heinaste var á veiðum um 600 mílur suður af Reykjanesi þannig að togarinn tapar ekki nema einum sól- arhring í úthaldi með því að sigla til Kanada heldur en til hafnar á íslandi. Þar sem skipið er skráð í Litháen mun sjómannaverkfallið ekki hafa nein áhrif á útgerð þess en átta Is- lendingar eru nú um borð. Eftir lönd- un í Musgrave mun Heinaste fara aft- ur á úthafskarfamiðin suður af Reykjanesi. Geir Bjarnason forstöðumaður Vitans tekur við viðurkenningunni. Viðurkenning Foreldra ráðs fór til Götuvitans Foreldraráð Hafnarfjarðar ákvað að veita Götuvitanum við- urkenningu sína í ár fyrir störf í þágu unglinga. Götuvitinn er útí- deild félagsmiðstöðvarinnar Vit- ans en félagsmiðstöðin var sú fyrs- ta sem tók þessa starfsemi upp hjá sér árið 1988. Geir Bjarnason for- stöðumaður Vitans segir að það sé þeim mikilvægt að fá viðurkenn- ingu sem þessa. "Við erum ánægð með þennan heiður og að vita af því að foreldrar hér í bæ séu ánægðir með störf okk- ar enda náum við ekki árangri í for- varnar- og fíkniefnamálum nema heimilin standi með okkur," segir Geir. Meðal starfsemi Götuvitans má nefna foreldrarólt um helgar sem talið er að hafi skilað mjög góðum árangri. Símanúmera- mundu! breytingarnar 5 \D ...... stafa símanúmer taka gildi laugar- daginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: bætist framan við fimm stafa símanúmer bætist framan við sex stafa símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist framan við öll símanúmer bætist f raman við öll símanúmer Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. POSTUR OG SIMI

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.