Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPOSTURINN 3 55. Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík Forseti íslands heimsæk- ir mótið Um Hvítasunnuhelgina halda Hraunbúar sitt árlega vormót í Krýsuvík. Mjög verður vandað til þessa móts, enda er þetta í 55. sinn sem Hraunbúar halda vormót en á þessu ári halda þeir einnig upp á 70 ára afmæli sitt. Forseti íslands, Frú Vigdís Finn- bogadóttir mun heiðra mótsgesti með því að heimsækja þá á laugardaginn og mun hún gróðursetja fyrstu trén í nýjum lundi sem Hraunbúar eru að byrja gróðursetningu í, síðan munu allir mótsgestir fá tré til að gróður- setja í hinum nýja lundi. En það verður margt fleira sér til gamans gert, því fjölbreytt dagskrá KNATTSPYRNUSKÓLI Ratleikir og þrautakóngur o. fl. Sumarnámskeið hefjast 5. júní fyrir yngri börn. Drengir fæddir '87 og yngri Stúlkur fæddar '86 og yngri frá kl. 10:00 - 12:00 (má mæta kl. 9:00) Drengir fæddir '85 og '86 Stúlkur fæddar '84 og '85 frákl. 13:00-15:00 Allar upplýsingar á Ásvöllum sími 565 2466 verður á mótinu að vanda og meðal dagskráratriða má finna stórkostlega matreiðslukeppni, sem keppt verður í bæði á laugardag og sunnudag. Þar verður enginn annar en hinn land- skunni Sigurður L. Hali yfirdómari eða yfirsmakkari. Þá fer fram íþrótta- keppni, gönguferðir, söngur mun hljóma frá morgni til kvölds og síðast en ekki síst varðeldar en kveikt verð- „Þátttaka okkar styrkir Af lavaka" -segir Magnús Jón Árnason bæjarstjóri Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að Hafnarfjörður kaupi 20% hlut í Aflvaka Reykjavíkur en greint var frá þessu máli í síð- asta Fjarðarpósti. Auk þess að greiða 32 milljónir kr. fyrir hluta- féið mun bærinn leggja til 5 millj- ónir kr. á ári í rekstrargjöld til Afl- vaka. Samningurinn sem gerður hefur verið er til ársins 1999 og með honum er nafnið Reykjavík fellt úr heiti fyrirtækisins. Magnús Jón Árnason segir að þátttaka Hafnfirðinga í Aflvaka muni styrkja fyrirtækið. Magnús Jón hafði framsögu um málið á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. I máli hans kom m.a. fram að eftir að Hafnarfjörður gengur til liðs við Aflavaka eru góðar líkur á að ýmsir sjóðir geri það einnig og að þannig verði fyrirtækið mun öflugra en það er nú. Þar að auki er áformað að bjóða öðrum sveitarfélögum inn- göngu í fyrirtækið á seinni stigum. Atvinnuefling hf. mun verða skráður eigandi hlutafjár bæjarins í Aflvaka og fram kom hjá bæjarstjóra að hlutirnir þyrftu að ganga hratt fyr- ir sig í samingum um þetta mál því framhaldsaðalfundur Atvinnuefling- ar er í þessari viku og aðalfundur Aflvaka í júní. Viðurkenningar veittar fyrir menningarstörf Viðurkenningar fyrir menning- arstörf verða veittar á Sverrisdegi, 1. júní, í Hafnarborg. Hefst at- höfnin kl. 17.00 en þrír einstak- lingar verða heiðraðir fyrir að hafa auðgað menningar- og listalíf- ið í bænum. Fyrsta júní 1993 var stofnaður minningarsjóður um hjónin Sverri Magnússon og Ingibjörgu Sigurjóns- dóttur en þau gáfu Hafnfirðingum húseign sína og listaverkasafn. I ár verða í fyrsta sinn veittar viðurkenn- ingar úr sjóðnum. Við athöfnina munu þau Elín Osk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson syngja við undirleik Hólmfríðar Sig- urðardóttur. Skólalok í Flensborg á laugardag Rúmlega 40 stúd- entar luku prófum Skólalok vorannar í Flensborg verða á laugardaginn, 3. júní, í Víðistaðakirkju og hefst athöfnin kl. 10.30. Alls luku rúmlega 40 stúdentar prófum í vor frá skólan- um. Að sögn Kristjáns Bersa Ólafs- sonar skólameistara eru nú 20 ár lið- in frá því að Flensborg útskrifaði stúdenta í fyrsta skipi. Af þeim sök- um er von á fjölda gesta á skólaslitin nú. A þeim 20 árum sem liðin eru hefur skólinn útskrifað rúmlega 1500 stúdenta. ur í aðalvarðeldinum á sunnudags- kvöld. Settar verða upp fjölskyldubúðir, sem verða opnar allt mótið fyrir þá sem vilja koma til að rifja upp gómlu góðu vormótsstemminguna. I öllum keppnum mótsgesta er gert ráð fyrir harðri keppni í að reyna að múta dómurum. Til að það verði mögulegt eru þeir merktir sérstak- lega og tjöldin þeirra lflca. Má því bú- ast við að ýmsu verði laumað til þeir- ra jafnt að nóttu sem degi. Og eitt er víst að glaumur, gleði og sannur skáta andi mun ríkja á mótinu. Hraunbúar hafa lagt mikla vinnu í að gera alla aðstöðu sem allra besta í Krýsuvfk og hafa þeir m.a. sett upp nýja snyrtiaðstöðu. Hraunbúar ætla sér stóra hluti í Krýsuvík og verður gaman að fylgjast með starfi þeirra þar í framtíðinni. | OaS-Drlft Ptpulagnir - Þjónust Allan sólarhringinn Allar almennar ptpula{ Farstmi 985-33709 Ferðumst umeigið |sland land i sumar sækjum þaðheim! HAFNARFJORÐUR HAFNARFJORÐUR Suður-Hvaleyrarholt Breyting á deiliskipulagi við Háholí, Akurholt og Suðurholt í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi við Háholt, Akurholt og Suðurholt á Suður-Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. í tillögunni er gert ráð fyrir sambyggðri dagvistun, verslun og þjónustu allt að þrjár hæðir að Háholti í stað tveggja tólf hæða háhýsa fyrir íbúðir og þjónustu. Skólalóð er stækkuð inn á núverandi dagvistarlóð og Akurholti lokað að Suðurholti. Komið er fyrir fimm parhúsum, tíu íbúðum, þar sem nú eru átta einbýlishúsalóðir ofan Suðurholts. Ennfremur er lagt til að aðlaga lóðarmörk við Brattholt 1, 3 og 5. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því við skipulagsstjóra ríkisins að hann undirriti uppdráttinn í samræmi við gr. 4.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 11. apríl s.l. og tillaga að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir þessa breytingu staðfest 23. maí. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideildar að Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 1. júní til 29. júní Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 13. júlí 1995. Þeir sem ekki gera afhugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. 29.júní1995 Bæjarskipulag Hafnarfjarðar ATHUGIÐ! A kynningartímanum verður Akurholt lokað við Suðurholt og við neðri mörk skólalóðar Hvaleyrarskóla.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.