Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 20.07.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 RAUFARHÖFN Margir íslendingar hafa aðeins heyrt minnst á Raufarhöfn í frétt- um, en hafa aldrei komið þangað. Sjómenn hafa komið þar af sjó til að landa síld eða loðnu og hér áður fyrr fóru margar ungar stúlkur á síld á Raufarhöfn og hittu þar sumar lífsförunautinn. Raufarhöfn varð sérstakt sveitarfé- lag árið 1945, þegar þorpið var að- skilið frá Presthólahreppi. Raufar- hafnarbúar eru því um þessar mund- ir að halda upp á 50 ára afmæli Raufarhafnarhrepps og verður í því tilefni sérstök hátíðardagskrá nú um helgina. Þegar ekið er um hringveginn er uppiagt að leggja leið sína á Norð- austurhornið og koma við á Raufar- höfn. Það er vel þess virði að dvelja þar í nokkra daga og skoða nágrenn- ið eða renna fyrir silung í einhverju vatninu í nágrenninu og fjörumar eru víða forvitnilegar og þar er margt að finna, rekadrumba í ótrú- legustu myndum, fulgalíf er mikið og seli má víða sjá. Kyrrð og ró er yfir öllu og sólarlagið á sumarkvöld- um er eitt af því sem óvíða sést feg- urra. Skemmtilegt getur verið að ganga um höfnina, sem er að miklu leiti sjálfgerð, en þó löguð með miklum mannvirkjum. Og ekki má missa af Hraunhafnartanga, nyrsta tanga landsins, en um hann liggur einmitt norðurskautsbaugurinn. Raufarhöfn stendur á austanverðri Melrakkasléttu og ber nafn sitt af sundi sem nefnist Rauf og er á milli sæbratts Hólmans og Höfðans, þar sem vitinn lýsir sæfarendum leiðina inn. Falleg kirkja er á Raufarhöfn sem byggð var eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar árið 1927 og var síðan endurbyggð árið 1979. Agætis gisti- staðir eru á Raufarhöfn og tjald- svæði er við sundlaug staðarins, verslanir og önnur sú þjónusta sem ferðamenn þurfa. Eins og fyrr segir halda Raufarhafn- arbúar upp á 50 ára afmæli hreppsins nú um helgina og er vel vandað til afmælishátíðarinnar. Heimamenn mála 35 fermetra vegg- mynd í tilefni 50 afmælisins, þá hafa þrír listamenn, þau Sigurður Þórir Sigurðsson, Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir og Kristín Geirsdóttir, dvalið á Raufarhöfn í 10 daga við listsköpun sína. Myndlistarsýning með verkum þeirra ásamt verkum frá félaginu Litróf, sem er félag 10 listamanna á heimaslóðum verður opnuð. 50 ára Dagskráin er í stórum dráttur eftir- farandi: Föstudagur 21. júlí. kl. 17:00 Kórsöngur og fleira á tjald- svæðinu, en þar verður þá tekið á móti Hólmvíkingum, en Hólmavík er vinabær Raufarhafnar. Kl. 18:00 Myndlistarsýningar opnað- ar í anddyri íþróttahúss. kl. 20:00 Myndlistarsýning Freyju Önundardóttur opnuð í Byrginu. kl. 21:00 Kvöldsamkoma við höfn- ina, skemmtiatriði, síldarstemming og harmonikkuleikur. Samkomustaðir í bænum verða með lifandi tónlist og kvöldstemm- ingu til kl. 02:00. Laugardagur 24. júlí. kl. 11:00 Forseti íslands kemur í heimsókn, mótttaka við hátíðarsvið- ið. kl. 13:30 Hátíðardagskrá á sviði, ávörp, tónlist, óvæntar uppákomur, leikþættir og keppnir í óvenjulegum íþróttagreinum. kl. 19:30 Kvikmyndasýning í Hnit- björgum kl. 21:00 Leiksýning í Hnitbjörgum kl. 22:00 Tónleikar á sviði, m.a. leika unglingahljómsveitir frá Rauf- arhöfn og Hólmavík kl. 00:45 Himinhátíð við höfnina kl. 01:00 Stórdansleikur í íþróttahús- inu, hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi. Sunnudagur 25. júlí. kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Raufarhafnarkirkju kl. 11:00-12:30 Skoðunarferð um staðinn og nágrenni undir leiðsögn kunnugra heimamanna. kl. 12:00-14:00 íþróttakeppni á íþróttavelli. kl. 14:00-16:00 Útidagskrá á sviði, tónlist, leiklist, götuleikhús, óvæntar uppákomur, saga sveitarfélagsins leiklesin. Útimarkaður í tjaldi. 17:00 Tónleikar í Hnitbjörg, kirkjukórar Hólmavíkur og Raufar- hafnar, einsöngur og einleikur á fly- gil- 22:00-02:00 Lokasamkoma afmæl- ishátíðarinnar í Hnitbjörg. Skemmti- atriði, tónlist og dansleikur. EIMSKIP Sími 465-1280 TJALDSVÆÐI RAUFARHAFIMAR hjá sundlaug Sími 465-1339 - 465-1220 FISKIÐJA RAUFflRHAFNAR h/l ATLANÚPUR h/l f-n BIFREIÐAÞJONUSTA | 1 ÁRNA GYLFAS0NAR J HAFNARBRAUT - SÍMI465-1224 Alhliða bílaviðgerðir Hjólbarðaþjónusta - Smurstöð Félagsheimilið HNITBJÖRG Aðalbraut 27, sími 465-1220 BILLJARD KÖRFUBOLTI BADMINTON O.FL OPIÐ 10 - 23.30 VIRKA DAGA 10 - 22 UM HELGAR Opið kl. 12.30-16.00 L Landsbanki íslands Aðalbraut 23, sími 465-1190 FELAGJNN KRA í félagsheimilinu Hnitbjörg Adalbraut 27, sími 465-1220 LlfANDI TONLIST OG DANS UM HELGAR Opið 22 - 23.30 virka daga 22 - 02 um helgar SUNDLAUGIN HEILSURÆKTIN Gufubað - Ijósabekkir OPIÐ Mánud.-miðvikud.-föstud.: 20.00-22.00 Þriðjud.-fimmtud.: 17.00-19.00 Laugardaga: 16.00-19.00 Sunnudaga: lokað Gufubað kvenna: Opiö mánud. kl. 20 ■ 22 Gufubað karla: Opiö föstud. kl. 20 - 22 0PNAÐ FYRIR HÓPA SÍMI 465-1144 GOTT FYRIR FERÐAMANNINN Matvörur - Ritföng Bœkur - Ojafavörur Opiö virka daga kl. 10-12,13-18,20-22 Opið um helgar 14-17,20-22 VERSLUNIN URÐ Aöalbraut 35, sími 465-1111 GISTIHUS V.R Aðalbraut 24. Sími: 465-1203, Fax: 4654203 Notalegur áningastaður með Esso stöðin Aðalbraut 26 Sími: 465-1256 -SÆLGÆTI - GDS Opið frá kl. 9.00 -22.00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.