Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Hluti af hafnfírsku fulltrúunum á fundinum. Hér eru Árni Hjörleifsson nýkjörinn Guðmundsdóttir, Jóhann G. Bergþórsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Ályktanir aðalfundar SSH formaður SSH, Valgerður Tekjuskerðing vegna kjara- samninganna verði bætt Nokkur fjöldi ályktana var samþykktur að venju á aðalfundi SSH. Meðal annars er því beint til ríkisstjórnar og alþingis að sveit- arfélögum verði bætt sé sú tekju- skerðing sem ríkisstjórnin tók ákvörðun um í tengslum við gerð kjarasamninga fyrr á árinu með því að heimila frádrátt frá tekjum við álagningu skatta framlög laun- þega í lífeyrissjóð. Ákvörðun þessi var tekin einhliða af ríkisstjórn án samráðs við sveitarfélög. Pví er sett fram sú krafa að tekjuskerð- ingin sé bætt með því að auka hlutdeild tekjuskatts á kostnað tckjuskatts í álagningu opinberra gjalda. í greinargerð með þessari ályktun kemur m.a. fram að áætlað er að út- svarstekjur sveitarfélaga lækki um Ný stjórn Ný stjórn SSH var kjörin á aðalfundinum og kom í hlut Hafnarfjarðar að fara með for- mennsku í stjórninni næsta árið. Árni Hjörleifsson bæjarfulltrúi í Hafnarfírði var kjörinn for- maður SSH og tekur hann við af Sigurði Geirdal bæjarstjóra í Kópavogi. Áðalmenn í stjóm eru: Reykjavík: Hilmar Guðlaugsson og Stein- unn V. Óskarsdóttir Kópavogur: Arnór Pálsson og Sigurður Geirdal Hafnarfjörður: Valgerður Sigurðardóttir og Ámi Hjörleifsson Garðabær: Laufey Jóhannsdóttir Mosfellsbær: Jónas Sigurðsson Seltjarnarnes: Ema Nielsen Bessastaðahreppur: Sigtryggur Jónsson Kjalarnes: Kolbrún Jónsdóttir Kjósarhreppur: Kristján Finnsson 200 milljónir kr. á þessu ári vegna þessarar ákvörðunar og að ákvörð- unin muni leiða til stighækkandi tekjuskerðingar á komandi árum. Þegar hún kemst að fullu til fram- kvæmda árið 1998 muni árleg skerð- ing útsvarstekna nema um 600 millj- ónum kr. eða sem jafngildir rúmum 3% af heildarútsvarstekjum sveitar- félaga. I greinargerðinni segir svo: Aðal- fundur Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu tekur undir það sjónarmið að afnema beri tvísköttun lífeyrisgreiðslna en aftekur á hinn bóginn mð öllu einhliða ákvörðun ríkisvaldsins um ráðstöfun tekju- stofna sveitarfélaga.” Sköttum aflétt Aðalfundur SSH ítrekar fyrri áskoranir sínar til ríkisvaldsins um að aflétt verði sköttum og álögum þess á almenningssamgöngur í land- inu. Tekjur ríkisins af starfsemi SVR og AV nema rúmlega 110 milljónum kr. á ári eða um 10% af heildargjöld- um þessara fyrirtækja og eru þá ekki meðtalin aðflutningsgjöld af vögn- um. I ályktun um þetta mál segir: “Það er með öllu ófært að mati fundarins að ríkissjóður hafi almenningsam- göngur að tekjulind. Bent er á að á öðrum norðurlöndum er rekstur al- menningsvagna styrkur af ríkisvald- inu með beinum framlögum.” Grunnskólinn Tvær ályktanir um grunnskólann voru samþykktar. í annari þeirra beinir fundurinn þeim eindregnu til- mælum til Sambands íslenskra sveit- arfélaga að við endurskoðun tekju- stofna sveitarfélaga vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga og nýrra úthlutunareglna jöfnunarsjóðs, verði tekið fullt tillit til mismunandi stöðu sveitarfélaga vegna einsetn- ingar grunnskóla. í hinni ályktuninni er kveðið á um að áfram verði haldið þeirri vinnu á vegum SSH á þessu ári sem felst í gerð tillagna um samstarf sveitarfé- laganna í málefnum grunskólans. Fundurinn samþykkir að nefnd sú sem skipuð var af stjóm SSH haldi áfram vinnu sinni og að henni ljúki sem fyrst. Ferðaþjónusta fatlaðra I ályktun um ferðaþjónustu fatl- aða samþykkir fundurinn að beina þeim tilmælum til aðildarsveitarfé- laganna að þau samræmi reglur sín- ar um þessa þjónustu. Lagt er til að sérstakur samráðshópur verði skip- aður af stjóm SSH og horium falið að gera tillögur um þetta efni og skila þeim fyrir 1. febrúar á næsta ári% I greinargerð með ályktuninni segir: “Samræmdar reglur em nauð- synlegt skref í átt til samrekstrar. Höfuðborgarsvæðið er eitt þjónustu- og atvinnusvæði og telur nefndin eðlilegt að fötluðum standi til boða svo sem kostur er sambærilegir ferðamöguleikar og almennt bjóðast með almenningsvögnum á svæð- inu.” Ávarp félagsmálaráðherra Fjárhagur sveit- arfélaga hefur farið batnandi Meðal þeirra sem ávörpuðu aðal- fund SSH var Páll Pétursson félags- málaráðherra. Fram kom í máli hans að fjárhagur sveitarfélaga á landinu fari nú batnandi samkvæmt könnun Pjóðhagsstofnunnar. Halla- rekstur árið 1994 hafi numið 7 millj- örðum kr. eða 22% af tekjum en í ár stefni í að hallinn nemi 3,2 milljörð- um kr. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunnar var hallarekstur sveitarfé- laga 4,7 milljarðar kr. árið 1993 og jókst í 7 milljarða kr. í fyrra en Þjóð- hagsstofnun byggir þessar tölur á úrtaki úr ársreikningum 3/4 hluta sveitarfé- laga. I máli félagsmálaráðherra kemur fram að þessi hallarekstur sé að stærst- um hluta vegna Reykjavíkur, Haíhar- fjarðar og Kópavogs en hallinn á þess- um þremur sveitaifélögum nam sam- tals rúmlega 5 milljörðum kr. í fyrra, þar af 3 milljarðar hjá Reykjavík en 1 milljarður hjá hvorrn hinna. Páll Pétursson kom einnig inn á ýmis önnur mál í ávarpi sínu m.a. jafn- réttismál, reynslusveitarfélög, atvinnu- leysisbætur og jöfnunarsjóð. Hvað varðar síðastnefnda atriðið kom m.a. fram í máli ráðherra að auka þurfi tekj- ur jöfnunarsjóðs vemlega vegna flutn- ings gunnskólanna og það þurfi að út- færa í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Páll Pétursson félagsmálaráðher- ra ávarpar fundinn. H A U S T Hand og fótsnyrting Húðhreinsun Litun Vax á fætur Ávaxtasýrumeðferð I L B O Ð kr. 3.000,- kr. 1.500.- kr. 990,- kr. 1.500.- kr. 2.500.- Ný sending af buxum og peysum Snyrtistofa & snyrtivöruverslun Engihjalla 8, sími 554 0744 Katrín Karlsdóttir snyrti-og fótafrœðingur Miícið úrval af gjafavöru íslenskri sem erlendri MEMMAN REYKJAVIKURVEGI 5B HAFNARFIRÐI sími 555-0455 * iSP*1 *** *

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.