Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.10.1995, Blaðsíða 8
flLÞRIF helgar 10:00 - 20:00 BÍLAÞVOTIASTÖD BÍLAGEYMSLU MIÐBÆJAR SÍMI 555-2442 ASalskoSun hf. Þín bifreiðaskoðun! 555 33 55 NÆTURSALA UM HELGAR Engin næturálagning FLATAHRAUNI Skólastjórn Flensborgar fjallar um AV Megn óánægja með þjónustuskerðingu Á fundi í Skólastjórn Flens- borgarskólans 28. september 1995 var samþykkt að senda eftirfar- andi áiyktun til forráðamanna Al- menningsvagna BS og baejaryfir- valda í Hafnarfirði, en i henni kemur fram megn óánægja með þá þjónustuskerðingu við nem- endur og annað starfsfólk Flens- borgarskólans sem hefur fylgt í kjölfar þeirra breytinga á leiðar- kerfinu sem gerðar voru í ágúst- mánuði síðastliðnum, en undirrót þeirra er að sjálfsögðu sú ósvinna að flytja endastöð vagnanna í Hafnarfirði úr miðbænum. „Skólastjórn Flensborgarskólans vill benda forráðamönnum Almenn- ingsvagna BS og bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði á að strætisvagnaferðir innanbæjar í Hafnarfirði eru eftir sfðustu breytingar á leiðakerfinu mjög óhentugar fyrir nemendur Flensborgarskólans og annað starfs- fók hans, en fjölmargir úr þeim hópi eru háðir því að geta notað strætis- vagna á leið sinni úr og í skóla. Flensborgarskólinn er með fjöl- mennustu vinnustöðum í Hafnar- firði. Þar stunda nám að degi til á sjötta hundrað nemendur sem eru búsettir í öllum hverfum Hafnar- fjarðar og/eða í nágrannabyggðum bæjarins, auk þess sem rúmlega 100 nemendur eru þar í kvöldskóla. Að- eins ein leið, Setbergsleiðin nýja hefur nú viðkomu á Hringbrautinni í nágrenni skólans og það fyrst eftir alllangan akstur frá skiptistöð, en Suðurbæjarleiðin sem áður fór til- tölulega rakleitt frá skiptistöð að skólanum styttir sér nú leið framhjá talsverðum hluta bæjarins eftir Keflavíkurveginum án þess að nema nokkursstaðar staðar. Og til að bæta gráu ofan á svart hefur viðkomu- stöðin á Hringbrautinni nú verið færð fjær skólanum en hún var áður. Skólastjórn Flensborgarskólans telur ekki ósanngjamt að við skipu- lagningu innanbæjaraksturs og teng- ingu hans við ferðir inn í bæinn og úr sé tekið tillit til þarfa þess mikla fjölda sem stundar nám við skólann eða gegnir þar öðrum störfum. Þess vegna fer skólastjómin þess ein- dregið á leit við stjómendur Al- menningsvagna BS að leiðakerfið verði sem fyrst endurskoðað og þá tekið fullt tillit til þarfa þessa stóra notendahóps. Jafnframt leitar skóla- stjórnin eftir liðsinni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði við þessi sanngjömu tilmæli." Atvinnuleysi meira en í fyrra -- FJARÐARGÖTU 13-15 ML stMi. 565 4120 FrÁ kr. 790- FILMUR & MUI FRAMK#LLUN Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlun Hafnarfjarðar var atvinnuleysi í september nokkuð meira en í sama mánuði í fyrra. Nú voru 364 á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins en á sama tíma í fyrra voru 304 einstaklingar á skrá. Atvinnuleysi minnkaði hinsvegar á milli ágúst- og septembermánaðar í Hafnarfirði. Þannig vom 398 á skrá í lok ágúst og fækkaði því atvinnu- lausum um 34 í síðasta mánuði. Hinsvegar má geta þess að á fyrsta virka deginum í október komu 17 einstaklingar til nýskráningar hjá Vinnumiðluninni. Konur eru næstum helmingi fleiri á atvinnuleysisskrá en karlar eða 242 á móti 122 körlum. Verkafólk er fjöl- mennasti hópurinn eða 167 einstak- lingar en næst koma verslunar- og skrifstofumenn eða 132 einstakling- ar. Svart og hvítt Svart og brúnt Svart og brúnt 20-25% afsl. af þessum skóm á meðan birgðir endast Nýkornið mikið úrval af vetrarskóm á góðu verði Skóverslun - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4960 Bændurnir Sigurjón og Einar tilbúnir í slaginn Bændaglíma Keilis Á laugardaginn var, hélt Golfklúbburinn Keilir sína árlegu bændaglfmu. Bændaglíman sem er oftast lokamót sumarsins hjá klúbbunum, er mót þar sem slegið er á létta strengi og spilað meira af gamni en alvöru. Mótið er þan- nig upp byggt, að það eru tveir bændur, hvor fyrir sínu liði og er leikinn holu- keppni á milli tveggja leikmanna úr hvoru liði. Bændumir í ár voru þeir Sig- urjón Sverrisson og Einar Sturlaugsson. Skemmst er frá því að segja að eft- ir mikla og jafna keppni sigraði Sigurjón og hans menn á mótinu. JAKKADAGAR STAKIR JAKKAR 20-30% AFSLÁTTUR TILB0Ð STENDUR TIL LAUGARDAGSINS 14. 0KT. ERfíHMENN MIÐBÆ - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4960 ■■■■■■■■■■■

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.