Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreiFing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Samningur um stækkun f höfn Loksins hefur verið gengið frá samningum um stækk- un álversins í Straumsvík. Ekki er vafi á því að þessi stækkun á eftir að hafa mikil áhrif á bæjarlífið hér í Hafnarfirði. Um 200 manns munu fá vinnu við að reisa hinar nýju byggingar og þegar flest verður við þessar framkvæmdir geta orðið um 400 manns sem fá vinnu. Auk þess sem Landsvirkjun mun þurfa um 300 manns til vinnu við framkvæmdir á sínum vegum. Álverið mun eftir þessa stækkun þurfa að bæta við lið- lega 70 starfsmönnum og er gert ráð fyrir að ráðið verði í þau störf á árinu 1997. Talað um að eftir þessi aukn- ingu verði mun fleiri konur við störf en áður. Áhrif sem slíkar framkvæmdir hafa geta vissulega leitt til þenslu í þjóðfélaginu. Vonandi er að menn hafi vit á að taka á málum af skynsemi og reyni að hafa stjóm á hlutunum, þannig að sú arðsemi sem slík fjárfesting á að hafa brenni ekki upp í óðaverðbólgu vegna of mik- illar bjartsýni og framkvæmdagleði. Það liggur fyrir að nú á næstu dögum þarf bæjarstjóm að ganga frá samningum um skatta og stækkun hafnar- innar í Straumsvík. Vonandi tekst þeim mönnum sem í þá samninga fara að ná fram hagstæðum samningum fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Vegna stækkunar hafnarinnar í Straumsvík, hlýtur að koma upp sú spuming hvort ekki sé ráðlegt að vinna samhliða að því að koma flotkvínni þar fyrir. Það ligg- ur fyrir að flotkvíin er óæskileg inn í Hafnarfjarðarhöfn og það þarf að finna henni framtíðarstað og Straumsvík hefur verið einn af þeim stöðum sem menn hafa talað um. Það hlýtur því að vera einn af þeim punktum sem samningamenn bæjarstjórnar hafa með sér, þegar þeir setjast að samningaborðinu, hvort möguleiki sé á að vinna að þessum málum samhliða. Sameining Eins og kom fram í síðasta tölublaði þá hafa Ný viku- tíðindi sameinast Fjarðarpóstinum. Ritstjóri Nýrra vikutíðinda mun fara til annarra starfa og óskum við honum velfamaðar í því starfi. Hann mun þó ljá okkur penna í blaðið eftir því sem tækifæri og tími gefst til. Ekki mun verða neinar stórar breytingar á Fjarðarpóst- inum við þennan samrunna, þó er alltaf verið að vinna að því að gera gott blað betra, en Fjarðarpósturinn mun leggja höfuðáherslu á að vera sem hingað til fréttablað allra Hafnfirðinga. Óli Jón Ólason. „Ég gat aldrei æpt áfram Haukar" - segir Viöar Halldórsson, miðbæjarmaður og FH ingur: „ekki einu sinni þegar ég hvatti soninn; þá æpti ég áfram strákar.“ Það getur verið skammur vegur milli vinsælda og óvildar. Það hefur Viðar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Miðbæjar hf. en fyrrum íþróttahetja og óskabarn Hafnar- fjarðar, mátt reyna á síðustu misser- um. Viðar, sem er einn sex systkina, son- ur Halldórs Guðmundssonar bygginga- verktaka og Hönnu Kjeld, kennara, er alinn upp frá sex ára aldri á Amar- hrauninu og lék þar knattspymu í sparkvöllunum og á skólamölinni við Lækjarskóla. Menntunarlega lá síðan leiðin í Flensborg og að loknu lands- próft í Menntaskólann við Tjömina þar sem hann var í fyrsta stúdentshópnum og þaðan í Háskóla íslands þar sem Viðar lærði viðskiptafræði. íþróttalega séð lá leiðin af sparkvöll- unum á knattspymuvelli FH og ekki síður á frjálsíþróttavellina og má nefna að Viðar sigraði Víðivangshlaup Hafn- arfjarðar tíu ár í röð, eða allt frá 9 ára aldri til 19 ára. „Nei það er kannski rétt að síðari árin gat ég ekki hugsað mér að tapa í Víðivangshlaupinu, en merkilegasti sigurinn þar var sjálfsagt þegar ég sigr- aði í flokknum 13 ára og yngri, þá 9 ára. En þroskamunur á þessum aldri er mikill." Er þá mikið keppnisskap í þér? Spil- ar þú hvem leik til að vinna? „Ja, em ekki allir að keppa til að vinna. Jú, ég held að ég hafi gott keppnisskap. Sterkur kjarni af Arnarhrauninu Annars æfði ég aldrei frjálsar íþrótt- ir. Eg var allur í fótboltanum en keppti nokkmm sinnum á aldrinum 17-19 ára í frjálsum, og þá aðallega í hlaup- um, en fótboltinn var mín íþrótt. Það var reyndar sterkur kjami á Am- arhrauninu með þá Gísla Gunnlaugs, sagnfræðing,Guðmund Arna. bróðir hans Gunnlaug prest, í broddi fylking- ar, og við spiluðum mikið fótbolta. Svo var ágætur kjami í Hafnarfirði á þessum ámm í fótboltanum og við náð- um að vinna aðra deildina 1974 og síð- an hefur leiðin legið upp á við að mestu, með nokkrum bakslögum. Þeg- ar ég var að byrja í þessu höfðu þeir Ami Agústar og Beggi Jóns. mikinn metnað fyrir hönd félagsins og það smitaði til okkar strákanna. 1976 var ég fyrst valinn 1 landsliðið og spilaði með því til 1983 og síðasta árið sem fyrirliði." Hvemig var landsliðið frábmgðið FH? „Það var allt annað að spila og æfa með landsliðinu. Þar var maður kom- inn í annan standard. Það vom miklu sterkari andstæðingar og miklu meira í kringum fótboltann. Eg man eftir mörgum góðum leikjum en yfirleitt vom úrslitin okkur ekki hagstæð enda vorum við alltaf litla Island á móti mun sterkari liðum. En mér er t.d. min- nistætt að hafa sigrað Tyrki og slegið Wales út úr Evrópukeppni. Svo spillir ekki að hafa spilað með flestum af sterkustu knattspymumönn- um okkar og ég náði meira að segja að spila með Sigga Jóns, en hann kom 16 ára gamall inn í liðið hjá okkur. En árin með FH í fótboltanum vom dýrmæt enda höfðum við aðallega mjög gaman af þessu og það var mjög góður andi í hópnum." Viðar er ekki alveg búinn að segja skilið við íþróttimar, því þrír synir hans og Guðrúnar Bjamadóttur, em allir á kaft í boltanum og það meira að segja líka í körfunni með Haukum. „Þegar Amar Þór var að spila með Haukunum fór ég nú stundum á völlinn en einhvem veginn gat ég aldrei kallað: „Afram Haukar", svo ég lét nægja að kalla :„Afram strákar“.“ Nú er Amar Þór farinn að feta í fót- spor gamla mannsins og kominn í 18 ára landsliðið á meðan yngri bræðumir Davíð Þór og Bjami Þór fylgja fast á eftir. Þú varst snemma farinn að brölta í verktakabrasi og hefur verið í alls kyns viðskiptum allt frá menntaskólaámm? „Já, fyrst vann maður náttúmlega alltaf hjá pabba á sumrin en hann var byggingaverktaki. Svo fómm við að taka að okkur smáverkefni, eftir að hann hætti rekstri, á sumrin, svona að- allega til að hafa eitthvað að gera í sumarleyfum. Sambandið: Risi á brauðfótum En 1979, strax eftir viðskiptafræðina fór ég að vinna hjá Finnboga Kjeld, móðurbróður mínum, hjá Víkuskipum, en þá var mikill uppgangur hjá honum. En því miður færðist hann of mikið í fang, t.d. í fiskeldi, og tapaði hundmð- um milljóna á því. Hjá Finnboga var ég aðallega í fjár- málunum, launaútreikningum og inn- heimtu fyrir Víkurskip og Saltsöluna en á þeim tíma unnu á annað hundrað manns hjá fyrirtækjunum, en eftir að Víkuskip liðu undir lok, fór ég að vinna hjá Skipadeild Sambandsins. _ Það var viss lífsreynsla að vinna hjá SIS. Þetta var stórfyrirtæki. Risi en á brauðfótum og frá SÍS fór ég að vinna hjá FIT og loks þaðan hjá Miðbæ hf. Eg hef alltaf verið dálítið í bygging- um og þá aðallega með Þorvaldi As- geirssyni og Gunnari Hjaltalín. Hugmyndin að Miðbæ þróaðist svona í samstarfi okkar þriggja og svo bættust þeir Þórarinn Ragnarsson og Páll Pálsson í hópinn. Við byrjuðum á því að byggja Fjarðargötu 11 og í fram- haldi af því, sérstaklega af því að við vissum að lóðin við hliðina var laus, kom þessi hugmynd upp.“ Nú byggðuð þið Fjarðargötu 11, stóð sú bygging undir sér? „Já, við getum sagt að það haft alveg staðið undir sér og í dag eigum við bara efstu hæðina eftir og eru að bjóða hana til sölu. Við ætluðum aldrei að eiga neitt eftir þama. Þetta var bara hús til að byggja og selja. En við framkvæmd- ir þar fæddist hugmyndin." En hvemig voru ykkar fyrstu hug- myndir? Nú er sagt að þáverandi bæj- arstjóri hafi heimtað tumana og lofað ykkur fyrirgreiðslu ef t.d. hóteltuminn yrði byggður? „Nei, það er ekki rétt. Okkar fyrsta hugmynd var um tveggja hæðar versl- unarmiðstöð með þremur tumum upp, en auðvitað voru ákveðnir skilmálar t.d. varðandi byggingarmagn á lóðinni. Auðvitað þróaðist byggingin svo smátt og smátt á teikniborðinu og í við- ræðum við vissa aðila og þá auðvitað líka bæjaryfirvöld." Hvað t.d. með bílakjallarann? Var það ykkar hugmynd eða bæjaryfir- valda? Þetta var vilji bæjarfuiltrúa „Það liggur ljóst fyrir að það var vilji bæjaryftrvalda og þá þeirra bæjar- fulltrúa sem nú sitja og sátu þá, að þessi bílakjallari yrði byggður. Þegar í ljós kom hversu mikla gryfju þurfti að grafa fyrir húsinu, kom fram mikill vilji yftrvalda til þess að þessi kjallari yrði byggður í stað þess að fyllt yrði upp.“ Nú liggur á borðinu erfið fjárhags- staða Miðbæjar hf. Gerðuð þið ráð fyr- ir hagnaði í upphafi og hvað hefur klikkað? Og í framhaldi af því, þið haf- ið verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt fram mjög lítið hlutafé, eða aðeins um eina milljón króna. ,Já, auðvitað gerðum við ráð fyrir eðlilegum hagnaði. Og það er rétt að hlutafé okkar er lítið en það er meira í spilunum en bara hlutafé. Við höfum t.d. lagt fram verulegar persónulegar ábyrgðir á byggingatímanum. Og allt þetta tal um tap. Það er rétt að við komum til með að tapa ein- hverju en mér finnst þessi umræða um tap bæjarins vera misvísandi. Það ligg- ur t.d. ljóst fyrir að innheimt gatna- gerðargjöld af húsinu munu nema um 5.000 kr. á fermetra en í upphafi var áætlað að þau yrðu um 10.000 kr. og þetþa kalla menn tap upp á 42 milljón- ir. Eg vil bara benda á þetta eru bara talsvert há gatnagerðargjöld miðað við hús af þessari tegund og hærri en greitt hefur verið vegna sambærilegra húsa í nágrannabyggðarlögunum. Það valóia ýmsar spumingar í sam- bandi við þetta. T.d. má spyrja hvort eðlilegt sé að bærinn innheimti allan sinn kostnað við framkvæmd sem þessa á aðeins einu ári í formi gatna- gerðargjalda eða hvort gefa á nokkum tíma til að innheimta fyrir kostnaði með fasteignagjöldum. Þetta eru ódýr bílastæöi Hvort bærinn kemur til með að tapa eða ekki er jú spuming. Það er alveg ljóst að bílakjallarinn verður ekki seld- ur aftur - en hann var ekki tvíkeyptur eins og reynt hefur verið að halda fram. Fyrri leigusamningur rann beint inn í kaupverðið og ég get alveg fallist á að þetta em miklir peningar, 84 milljónir, en ef litið er til stærstu sveitarfélaga landins, þá kemur í ljós að þessi bfla- stæði em ódýrari en t.d. Reykjavík og Kópavogur em að borga fyrir sambæri- leg stæði. Auðvitað má gagnrýna að bærinn sé að kaupa þennan kjallara en þetta greiðist á næstu 15-20 árum og þá em þessi bflastæði til og mér sýnist ekki vanþörf á þessum stæðum ef litið er ástandið í miðbænum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.