Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 39. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 9. nóvember Upplag 6.000 eintök Dreift frítt í Hafnarfirði Flestir bæjarfulltrúar lýsa ánægju sinni með stækkun álversins Allt að 400 manns munu vinna við framkvæmdina Byggður verður nýr 100 metra viðlegukantur í Straumsvík Rætt við Viðar í Miðbæ hf Flestir bæjarfulltrúar lýstu yfir ánægju sinni með stækkun álvers- ins á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag. Ingvar Viktorsson bæj- arstjóri hóf umræðuna með því að greina frá samningi þeim sem nú liggur fyrir um stækkun og aukn- ingu framleiðslugetu ÍSAL um 62.000 tonn. Fram kom í máli Ingv- ars að allt að 400 manns munu vinna við framkvæmdina í einu Fylgi- blað með Fjarðar- póstin- um í dag Eins og lesendur taka eftir fylgir Fjarðarpóstinum í dag kynning á verslunarmiðstöð- inni Garðatorg í Garðabæ. Auglýsendur eru í vaxandi mæli að gera sér grein fyrir að Fjarðarpósturinn og Kópa- vogspósturinn, sem eru gefín út af sama útgefanda, þó blöðin séu rekin sjálfstætt, ná til um 14% íbúa þjóðarinnar eða um 36.000 íbúa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Hægt er að ná mjög hagstæð- um auglýsingasamningum ef auglýst er í báðum blöðunum. þegar mest verður og að verkið muni hefjast eftir tvær vikur. Áætl- aður kostnaður Alusuisse Lonza er rúmlega 14 milljarðar króna en m.a. er gert ráð fyrir að byggður verði nýr 100 metra viðlegukantur í höfninni í Straumsvík. "Við fögnum því að þessum áfanga er náð en sennilega snertir þetta Hafnfirðinga mest allra íslendinga," segir Ingvar Viktorsson. "Og það er ljóst að hér skapast mikill fjóldi star- fa næstu tvö árin." Ingvar lagði síðan fram tillógu á fundinum þess efnis að bæjarráði yrði falið að ganga endan- lega frá samkomulagi um skatta og stækkun hafnarinnar í Straumsvík og var hún samþykkt. Meðal þeirra sem til máls tóku á eftir Ingvari voru Lúðvík Geirsson, Magnús Gunnarsson, Magnús Jón Arnason og Ellert Borgar Þorvalds- son og lýstu allir ánægju sinni með málið. Magnús Gunnarsson segir að stækkun álversins verði mikil lyfti- stöng fyrir bæjarfélagið. Magnús Jón Arnason segir að augljóslega beri að fagna þessu með tilliti til þess hvern- ig atvinnuástand hefur verið í bænum og raunar landinu öllu og Ellert Borg- ar Þorvaldsson segir að samningurinn um stækkunina auki bjartsýni á fram- tíðina. Forsetinn í heimsókn Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Hafnarfjörð í síðustu viku er hún var heiðursgestur á kvöldverðarfundi Bandalags kvenna í Hafnarfirði. Fundurinn fjallaði um umhverfismál og á myndinni má sjá Ernu S. Mathiesen formann Bandalagsins ásamt frú Vigdísi og tveimur af þremur fyrirlesurum kvöldsins, þeim dr. Páli Skúlasyni prófessor og Ögmundi Einarssyni framkvæmdastjóra Sorpu. Fundurinn var fjölsóttur og þótti heppnast vel. -SJÁ B LS. 2 Hand- bolta mót -sjá bls. 7 Gaflari vik- unnar -sjá bls. 2 Vímu- varna fundir FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Klettagata 8 (491) Nýlegt 2ja íbúða 325 fm. einbýli. 188 fm. fbúð á efri hæð, 82 fm. 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð og 55 fm. bíl- skúr. Góð staðsetning. áhvílandi Byggingasj.ríkis. 1,8 millj. Einiberg 25 (497) Einbýlishús á einni hæð með innbyg- gðum bílskúr. Samtals 174 fm. Mjög rólegur og góður staður. Skipti á ódýrari eign kemur til greina. Verð 14,2 millj. Klausturshvammur 5 (140) Fallegt 276 fm. raðhús á tveimur hæðum, ásamt hluta í kjallara og 30 fm. bílskúr. Falleg og fullbúin eign. Skipti möguleg. Verð 13,8 millj. Traðarberg 25 (415) Nýlegt 214 fm. parhús á tveimur hæðum, með innbyggðum bílskúr. Vandaðar innrétt. Flísar, verönd með potti. Ahvílandi Byggingasj.Ríkis. 5,2 millj. Verð 14,9 millj. INGVAR GUÐMUNDSSON, LÖGGILTUR FAST E I G N A R S A L I - JÓNAS HÓLMGEIRSSON -KÁRI HALLDÓRSSON

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.