Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 2
2 Fjarðarpósturinn Kór Öldutúnsskóla hélt í sína 16. utanlandsferð í sumar og var förinni heitið á kóramót í San Francisco. A kóramótinu sem hafnfirski kórinn sótti voru 14 kórar frá 10 þjóðlöndum og þátttakendur voru um 600. Kórarnir höfðu hver um sig æft sömu verkin heima fyrir áður en haldið var til vesturheims og voru verkin æfð sameiginlega þegar á staðinn var komið. Lokatónleikarnir voru síðan haldnir í einu helsta tónleikahúsi San Francisco, Davies Symphony Hall. Kórinn kom víða fram á þessu ferðaiagi og vakti hann mikla athygli. Egill Friðleifsson, stjórnandi kórsins, segir að áhersla sé lögð á að kynna Kór Öldutúnsskóla á faraldafæti Slappað af milli tónleika. íslenska tónlist þegar kórinn er á ferðalagi erlendis. íslensk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir kórinn og var verk eftir Jón Asgeirsson flutt á kóramótinu. í ferðina fóru 21 kórstúlka ásamt tveimur fararstjórum og fulitrúa frá Almiðlun ehf, sem festi ferðina á filmu. I kór Öldutúnsskóla eru alls um 100 börn í þremur aldursskiptum hópurn og hefur kórinn ferðast til á milli 20 og 30 landa á ferðum sínum síðustu áratugi. Efri mynd: 600 manna kór í Davies Symphony Hall. Neðri mynd: Við Golden Gate brúna, eitt helsta einkennistákn borgarinnar. Breytingar á skipulagi í Klettabergi: Parhúsum breytt í fjölbýlishús -íbúar óánægðir Klámspólurnar komnar í leitirnar Voru allan tímann í vörslu lögreglunnar Spólurnar níu sem tveir ungir drengir fundu við ruslagám við Samkaup á dög- unum og greint var frá í Fjarð- arpóstinum eru komnar í leit- irnar hjá lögreglunni Spólurnar voru allan tímann geymdar í læstum skáp á lög- reglustöðinni og röð tilviljana réði því að ekki tókst að hafa upp á þeim strax. Lögreglumað- ur á vakt á þriðjudagskvöldi, en ekki fimmtudagskvöldi eins og haldið var, tók spólurnar, læsti þær inni og hélt síðan í nokkurra daga frí. Lögreglumenn leituðu dyrum og dyngjum að spólunum sem voru tryggilega læstar inni í skápnum sem lögreglumaðurinn sem var á vakt hafði einn aðgang að. Spólunum verður eytt hjá Sorpu eins og vcnjulega er gert við þá hluti sem lögreglan er beðin um að farga. Miklar og heitar umræður voru í bæjarstjórn á þriðjudag um skipulagsmál í Klettabergi. Að.þeim loknum voru tillögur um skipulagsbreytingar á göt- unni felldar þannig að fyrir- huguð breyting úr parhúsum í fjölbýlisíbúðir var samþykkt. Með þessari samþykkt er ljóst að 19 nýjum íbúðum verður bætt við í hverfinu. íbúar í Kletta- bergi fjölmenntu á bæjarstjórnar- fundinn þegar málið var tekið fyrir. Ibúðum ijölgar við þetta úr 8 í 27 og telja íbúar sem Fjarðar- pósturinn ræddi við afgreiðslu málsins óviðunandi. Þeirtelja að skólinn sé nú þegar sprunginn og ekki sé hugað að þjónustu við íbúa í hverfinu. Tvær tillögur minnihlutans hlutu ekki stuðning í bæjarstjórn en þær miðuðu að að fresta eða afturkalla samþykkt bæjarrráðs um málið. Atkvæði féllu þannig að meirihlutinn greiddi atkvæði með þessum breytingum á gild- andi skipulagi þ.e. samþykkti fjölgun íbúða í hverfinu. Sjónvarp Hafnar- fjörður í loftið Sjónvarp Hafnarfjörður hefur útsendingar næstkom- andi sunnudag kl. 17. Sýndur verður þáttur um þá garða sem fegrunarnefnd Hafnarfjarðar verðlaunaði í sumar. Utvarp Hafnarfjörður hef- ur hafið útsendingar frá bæj- arstjórnarfundum og var fyrsta útsendingin sl. þriðju- dag en fundirnir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Útvarpið fagnar 10 ára afmæli í vetur og verður þess minnst í nóv- ember með veglegum hætti. Ölvun og bflvelta Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í um- dæmi lögreglunnar í Hal'n- arfirði um síðustu helgi. Bifreið valt á Rcykjanes- braut snemma á laugardags- morgun þar sem finnn ölvuð ungmenni voru innanborðs. Síðar sama dag var einn af fimmmenningunum stöðvað- ur á Reykjanesbraut þar sem hann sat undir stýri í sama ástandi og um morguninn. Málþing um me tingar- sjúkdóma Málþing um meltingar- sjúkdóma verður haldið í fundarsal St. Jósefsspítala á laugardag og er það opið al- menningi. Á föstudag verð- ur ráðstefna um sama mála- flokk í Hafnarborg sem ætl- uð er fagfólki. Skýrt verður frá ýmsum rannsóknum og leiðum til sjálfshjálpar í baráttunni við þessa sjúkdóma en framsögu hafa helstu sérfræðingar á þessu sviði sem eru flestir starfandi við St. Jósefsspítala. Málþingið hefst kl. 13 og allir eru velkomnir. Að loknu mál- þingi kl. 15:15 verður opið hús á speglanadeild sjúkra- hússins og til kl. 16

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.