Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 6
6 Fjarðarpósturinn Rómversk göiigubrú á Áslandi Nýstárleg göngubrú hefur verið byggð á útivistarsvæðinu við Ástjörn. Brúin er hlaðin með grjóti úr Áslandi og er byggð í boga, í rómverskum stíl. Guðjón Kristinsson hefur haft veg og vanda af hleðslunni og hefur hann hlaðið svipaðar göngubrýr í Olfusborgum í Ölf- usi. Hann segir hleðsluna vera mikið vandaverk og fyrirhugað er að hlaða aðra minni brú í sama stíl í nágrcnninu. Lagðir hafa verið um 2,5 kíló- metri af göngustígum á svæðinu og var sú vinna í höndum Vinnu- skólans tvö síðustu sumur. Þegar stígarnir verða fullbúnir verður kominn um 3ja kílómetra göngu- stígur um svæðið Foreldrar sóttu námskeið í Setbergsskóla Um 100 foreldrar sóttu nám- skeið fyrir foreldra 6 ára barna sem haldið var í Setbergsskóla við upphaf skólaárs. Að sögn Jóns Olafs Ólafssonar for- manns foreldrafélags skólans var mikil ánægja með þetta framtak bæði hjá foreldrum og skólayfirvöldum. Hann segist vonast til að framhald verði á námskeiðahaldi sem þessu en þetta er í fyrsta sinn sem for- eldrum í Hafnarfirði gefst kostur á að taka virkan þátt í upphafi skólagöngu barna Utgefandi: ALMIÐLUN ehf, Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði. Símar: Ritstjórn: 565 1766, auglýsingar: 565 1745. Fax:565 1796. Netfang: Almidlun@isholf.is Framkvæmdastjóri: Sæmundur Stefánsson. Stjórnarformaður: Óli Jón Olason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hólmfríður Þórisdóttir. Markaðs- og auglýsingastjóri: Óli Jón Ólason. Fjármálastjóri og innhcimta: Steinunn Hansdóttir. Umbrot: Guðm. J. Guðjónss. Dreifing: Póstur&Sími Prentun: Steinmark. Fjarðarpósturinn er aöili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Egill Strange sýnir í Hafnarborg „Hef verið að smíða frá því ég gat haldið á hamri" og Sýning á verkum Egils Ólafs Strange var opnuð í Hafnar- borg 6. september sl. Á sýning- unni eru verk hans frá ýmsum tímum bæði útskurðarverk og líkön sem og ýmis mót sem hann hefur gert í gegnum tíð- ina. Egill nam við Handíða myndlistaskólann árin 1944-45 og módelsmiði lærði hann af Sigurði Jóns- syni módelsmið. Þekktastur meöal Hafnfirðinga er Egill sjálfsagt fyrir kennslustörf sín en hann kenndi við Flensborgarskóla um 30 ára skeið. „Ég hef verið að smíða síðan ég gat haldið á hamri" sagði Egill er Fjarðarpóst- urinn leit inn á sýn- ingu hans á dögun- um. „Þetta er fyrsta sýningin sem er hald- in á verkum mínum og það voru börnin og félagar mínir sem stóðu fyrir þessu." Svo skemmtilega vill til að Egill fagnar einmitt 70 ára afmæli sínu þann 22. september eða síðasta sýningardaginn. „Þetta krefst mikillar vinnu og ekki síður þess að maður sé nokkuð þolinmóður." segir Egill en allir munirnir eru úr tré. Hann segist skera mest í birki, það sé þægilegur viður að vinna með. Á sýningunni eru nokkur húsalíkön. Eitt þeirra sýnir Holdsveikraspítalann sem stóð uppi á árunum 1898-1943 og er líkanið í eigu Oddfellowreglunn- ar á íslandi. Það er unnið útfrá teikingum sem til voru af húsinu og sýnir reisulega byggingu með fjölda útihúsa. Annað líkan er af uð sé um það að ti! hans sé leitaó með að smíða ýmsa gripi fyrir hina og þessa aðila. Á sýning- unni er einnig að finna líkan af hinu nýja skátaheimili sem nú er að rísa á Víðistaðatúni. Skátafé- lagið Hraunbúar á líkanið en Eg- ill hefur verið virkur í skáta- hreyfingunni um árabil. Egill við líkan af Volvo slrœtisvagni, þeim fyrsta sinnar tegundar sem notaður var eftir að skipt var i hœgri umferð. Flensborgarskólanum sem brann árið 1937 en kennarar við skól- ann afhentu skólanum líknanið að gjöf er skólinn fagnaði 100 ára afmæli sem framhaldsskóli 1982. Líkan af Volvo strætisvagni ár- gerð 1968 vekur mikla athygli en það er í eigu Strætisvagna Reykjavíkur. Egill segir að nokk- „Ég er ekki með neitt sérstakt í smíðum núna" segir Egill „kannski eina eða tvær gesta- bækur" en þess má geta að bæk- urnar sem Egill hefur skorið í við hin ýmsu tilefni eru orðnar yfir 80 talsins. Egill kennir nú við Námsflokka Hafnarfjarðar og er leiðbeinandi í útskurði við starf aldraðra í Reykjavík. Nafnarnir Egill afastrákur og Egill Stange við leikfangahornið. Stólinn sem merktur er Egill Ólafur á Egill yngri.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.