Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Side 4
4 Fjarðarpósturinn
Frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar
Átak í stærðfræði-
kennslu í grunnskólum
éTW jC /s ** ■£
jrwf WltÆM^WW,j/Í MMf*
mlMLMwM&MÆ ÍMwMMr
i ttÁTuXJ'm,
„fll-hafnfirsk“ geislaplata
Ný geislaplata, Hafnarfjörð-
ur í tónum er komin út. Platan
innihleidur 12 lög eftir hafn-
firska tónsmiði og lagahöf-
unda. Hafnfirskir tónlistar-
mcnn sjá um flutning laganna.
Á plötunni eru lög eftir Friðrik
Bjarnason, Matthías Á Mathisen,
Árna Gunnlaugsson, Gunnar
Gunnarsson, Björgvin Halldórs-
son, Stefán Þorleifsson, Jón Þór
Gíslason, Ladda og Björn
Thoroddssen. Um flutning lag-
anna sjá kvintett Guðmundar
Steingrímssonar, Sigurður
Björnsson, Margrét Eir, Sigrún
Eðvaldsdóttir, Laddi, Laufið, Jó-
hanna Linnet, Magnús Ólafsson,
Jón Þór Gíslason og hljómsveit
Björns Thoroddsen.
Björn Thoroddsen og Guð-
mundur Steingrímsson sáu um
vinnslu plötunnar og studdu
Menningarmálanefnd og bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði útgáfuna.
Platan Hafnafjörður í tónum
fæst m.a. hjáUpplýsingamiðstöð
ferðamanna í Hafnarfirði og
kostar aðeins 1490 krónur.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarð-
ar mun á næstu tveimur árum
standa fyrir átaki til að efla
stærðfræðikennslu í grunn-
skólum bæjarins. Átakið er
margþætt og felst m.am í upp-
lýsingaöflun, námskeiðum
fyrir kennara, fundum fyrir
löreldra og þróunarstarfi úti í
skólunum. Sem dænii ntá
nefna að gerð verður athugun
meðal kennara, nemenda og
foreldra varðandi áhcrslur og
viöhorf til stærðfræðináms.
Átak þetta er unnið að frum-
kvæmi skólanefndar Hafnar-
fjarðar í samráði við skóla-
stjórnendur.
Skólaskrifstofan hefur sam-
starf við ýmsa aðila um þetta
málefni og má þar nefna Rann-
sóknarstofnun Kennaraháskóla
íslands og Freudenthalstofnunina
í Hoilandi sem er ein helsta rann-
sóknar-og þróunarstofnun á sviði
stærðfræðimenntunar í heimin-
um og nýtur hún virðingar um
allan heim. Þróunarsjóður grunn-
skóla veitti styrk til verkefnisins
og ráðinn hefur verið námstjóri í
stærðfræði sem mun hafa um-
sjón með verkefninu.
Dagana 24. -27. september
koma hingað dr. Jan de Lange og
dr. Marja van den Heuvel-Pan-
huizen frá Freudenthalstofnun-
inni í Hollandi. Þau munu halda
fyrirlestra og námskeið um
stærðfræðinám og stærðfræði-
kennsiu fyrir kennara á þjónustu-
svæði Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar. Auk þess flytja þau opin-
beran fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunnar Kennarahá-
skóla íslands.
Laugardaginn 27. september
gest skólamönnum annars staðar
að á landinu kostur á að sækja
námskeið undir stjórn dr. Jan de
Lange og dr. Marja van den Heu-
vel-Panhuizen og kynnast hug-
myndum þeirra um stærðfræði-
nám og kennslu. Námskeiðið
verður haldið í Frímúrarahúsinu,
Ljósutröð 2, Hafnarfirði.
Freudenthaistofnunin er hluti
af stærðfræði- og tölvunarfræði-
deild Háskólans í Utrecht í
Hollandi. Stofnunin hefur síðast-
liðin 25 ár stundað öflugt rann-
sóknar- og þróunarstarf á sviði
stærðfræðináms og kennslu í
Hollandi og einnig í samstarfi
við erlendar rannsóknarstofnan-
ir. Ný námskrá fyrir grunn- og
framhaldsskóla í Hollandi byggir
á starfi Freudenthalstofnunarinn-
ar og er að hefjast umbóta- og
þróunarstarf á háskólastigi undir
stjórn hennar.
Á síðustu árum hefúr stofnun-
in í auknum mæli sinnt rann-
sóknar- og þróunarstarfi í Banda-
ríkjunum, Verkefnið “Mathemat-
ics in context’’ þar sem þróað var
nýtt námsefni fyrir 5.-8. bekk í
samvinnu við Háskólann í
Wisconsin hefur vakið athygli í
Bandaríkjunum og víðar og hefúr
það leitt til þess að stofnunin
vinnur nú að fjölmörgum rann-
sóknar-og þróunarverkefnum
víða um heim.
Guðný Helga Gunnarsdóttir er
námstjóri í stœrðfrœði við
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar
Ný ódýr falleg hornsófasett og sófasett
Hornsófasett frá kr. 56.800.- stgr.
Sófasett 3+1+1 í~rá kr. 65.500.- stgr.
Verð sem lítandi er á!
Erum ávallt með mikið úrval af notuðum vel meðförnum húsgögnum
Margar gerðir og
stærðir af nýjum
myncLum og fallegum
myndarömmum
NOTUÐ & NÝ HÚ860ÖB
Smiðjuvegi 2 við hliðina á Bónus • Sími 587 6090 • Pax 587 6091