Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Síða 7

Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Síða 7
Fjarðarpósturinn 7 Aðstandendur hafnarfjarðarleikhússins og Islenska leikhússins i áhorfendabekkjunum- aldreiþessu vant. Hafnarfjarðarleikhúsið í startholunum Þrjár frumsýningar á íslenskum verkum Þriðja starfsár Hafnarfjarð- arleikhússins er að hefjast og verður fyrsta sýning vetrarins unnin í samvinnu við ísienska leikhúsiö. Ymsar nýjungar verða í starfseminni í vetur og geta væntanlegir áhorfendur farið að búa sig undir spennandi leikár. I október nánar tiltekið þann 11. verður frumsýnt leikritið Draumsólir vekja mig, samstarfsverkefni Hermóðar og Háðvarar og íslenska leikhússins. Verkið er unnið uppúr skáldskap Gyrðis Elíassonar þremur bókum hans og ljóðum. Leikgerðin er eftir Þórarin Eyíjörð og með er hann einnig leikstjóri. i leikritinu koma fram margir af þekktustu leikurnum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni, Asa Hlín Svavarsdóttir, Harpa Arnardóttir, Alma Guðmundsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Valgeir Skagfjörð, Hinrik Olafsson, Þröstur Guðbjartsson, Skúli Gautason og Jón Stefán Kristjánsson. Tröll og forynjur Fyrri frumsýning Hermóðar og Háðvarar í vetur verður leikritið Siðasti bærinn i dalnum sem flestir sem komnir eru á þrítugsaldurinn ættu að kannast við. Kvikmynd efir þessari mögnuðu sögu Lofts Guðmundssonar var sýnd reglulega í ríkisssjónvarpinu á árum áður og er löngu orðin klassísk. Sagan kom líka út á bók um 1950. Leikritið fjallar um baráttu góðs og ills og koma álfar, tröll og huldufólk mjög við sögu. Leikgerð er eftir Hilmar Jónsson og Gunnar Helgason. Nýir leikarar hafa gengið til liðs við Hermóð og Háðvör í þessu verki en með hlutverkin fara Björk Jakobsdóttir, Jón St. Kristjánsson, Halldór Gylfason, María Ellingsen og Gunnar Helgason. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Nýtt íslenskt verk í vor Þorvaldur Þorsteinsson er að skrifa nýtt leikverk fyrir Hafnafjarðarleikhúsið sem tekið verður til sýninga í vor. Nýjasta verk Þorvalds, Bein útsending, er nú sýnt í Loftkastalanum. Þorvaldur er í hópi fremstu leikritahöfunda á íslandi. Ýmis konar leiklistarnámskeið verða fyrir börn og unglinga í vetur og einnig undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast þreyta inntökupróf í Leiklistarskólanum í vor. Nýtt leiksvið verður tekið í notkun í haust, á þriðju hæó gömlu Bæjarútgerðarinnar sem hefur hlotið nafnið Efra sviðið. Þar verður ýmis konar starfsemi í vetur, leiklestrar, upplestrar, „uppistand“ og svokallað „theatre sport“, þar sem allt getur gerst og byggir mjög á samspili áhorfenda og leikara. Veitingasala verður á Efra svióinu og framkvæmdastjóri þess er Björk Jakobsdóttir. Forvorn er fyrirhyggja Málþing um meltingarsjúkdóma Haldið í fundarsal St. Jósefsspítala laugardaginn 20.09.97 kl. 13:00 Málþingið er öllum opið 13:00-13:05 Málþingið sett Árni Sverrisson framkvæmdastjóri Fundarstjóri: Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri Tími Efni Fyrirlesari 13:05- 13:25 Meltingarsjúkdómar - nýjungar í greiningu og meðferð Ásgeir Theodórs yfirlæknir 13:35- 13:45 Hægðatregða - leiðir til sjálfshjálpar Kristín Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri 13:45- 14:05 Langvinn hægðatregða/ hægðaleki Kjartan Örvar læknir 14:15- 14:35 Fyrirspurnir - Hressing 14:35- 14:50 Offita - faraldur næstu aldar? Gunnar Valtýsson læknir 14:50- 15:00 Offita - stuðningur til sjálfshjálpar Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunardeildarstjóri 15:10-15:15 Fyrirspurnir Ásgeir Theodórs yfirlæknir MálÞingi slitið Opið hÚS á speglanadeild St. Jósefsspítala kl. 15:15- 16:00 Sýning - nýjar rannsóknaraðferðir Bæjarbúar! Notið þetta einstaka tækifæri til að fræðast af sérfræðingum og bera fram fyrirspurnir Við erum L árs!!! Föstudaginn 19. Sept. er Qleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL 1. árs. Verslunin hefur staðið við loforð sitt um að bjóða gæðagleraugu á góðu verði og kemur til með að gera það um ókomna tíð. Hún er líklega sú ódýrasta og hlýlegasta gleraugnaverslun sem fyrirfinnst norðan Alpafjalla. Afmœlisvikuna sem og allar aðrar vikur bjóðum við alla velunnara velkomna í hlýlega verslun okkar að Reykjavíkurvegi 22. Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði, 3SL sími 565 5970, heimasíða www.itn.is/sjonarholl

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.