Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 18.09.1997, Blaðsíða 8
8 Fjarðarpósturinn wmtm 30 ár á íslandi TILBOÐSDAGAR á CANDY þvottavélum og kæliskápum GOÐUR AFSLATTUR 'RAFBÚÐ/N Álfaskeiði 31 • Sími 555 3020 • ■S" Fjarðarkaups Apótek Hólshrauni 1B. Afgreiðslusími 555 6800, Læknasími 555 6801, bréfasími 555 6802 mastey HÁRVÖRUR^ Kynning föstdaginn 19. sept. Frá kl. 14.00-18.00 20% afsláttur Fitt apótel^ Opið á sama tíma og Fjarðarkaup Tveggja milljóna króna tap á Víkingahátíð „Víkingahátíðin er komin til að vera“ Rúmlega tveggja milljóna króna tap varð á Víkingahátíð- inni sem haldin var í sumar en það er um helmingi minna tap en á hátíðinni 1995. Helsta skýringin er sú að minni að- sókn var að hátíðinni cn búist var við og setti veðrið þar strik í reikninginn. Reiknað var með 13-14.000 gestum á hátíðina. Niðurstaðan var sú að um 10.000 manns greiddu að- gangseyri að svæðinu. Rögnvaidur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landnáms sem stóð að Víkingahátíðinni segir að stefnt sé að Víkingahá- tíð 1999 sem verður smærri í sniðum Þá er stefnt að myndar- legri hátíð árið 2000 í tilefni af landafundum Leifs Eiríkssonar fyrir 1000 árum og jafnvel að nokkrir aðilar taki sig saman um að minnast þeirra. „Forseti íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur viðrað þá hugmynd að þeir aðilar í ferðaþjónustu sem gera út á vík- ingatímann taki sig saman og minnist þeirra tímamóta. Hafnar- fjörður gæti verið í forystuhlut- verki í þeirri vinnu" segir Rögn- valdur.“ Því má ekki gleyma að þegar um 650 erlendir gestir koma hingað, eins og var á Vík- ingahátíð, gagngert til að sækja viðburð sem þennan, þá skilar það auknum tekjum fyrir þjón- ustuaðila í bænum. Við ætlum líka að endurskoða það hve marga daga hátíðin stendur yfir og þjappa dagskránni þá betur saman.“ Rögnvaldur segir að mikill velvilji sé varðandi hátíðina og þverpólitísk samstaða meðal bæjarfulltrúa um að halda hátíð- ina í Hafnarfirði. Bæjarfulltrúar tóku virkan þátt í hátíðinni í sumar. Hún hafi vakið athygli á bæjarfélaginu á jákvæðan hátt og hátíðin hafi fengið góða umfjöll- un í íjölmiðlum. Rögnvaldur segir að á næstu víkingahátíð verði lögð áhersla á að hin forna menning víkinganna komi meira fram og minna verði um bardagasýningar og meiri áhersla lögð á handverk þessa tínia og almenna lifnaðarhætti. Landnám er að hálfu í eigu Hafnarfjarðarbæjar og eiga ferðaskrifstofur og Flugleiðir hinn helminginn. „Þetta félag, Landnám, þarf að starfa allt árið en ekki bara í kringum hátíðirnar. Við fáum fyrirspurnir í hverri viku um næstu hátíð hér á upplýsinga- skrifstofu ferðamála og það þarf að halda þessu starfi lifandi og gera áætlanir fram í tímann. Vík- ingahátíð í Hafnarfirði er komin til að vera.“ sagði Rögnvaldur að lokum. Breskur Ieiöbein- andi í útskurði hélt tvö námskeiö í Flensborgarskóla í siðustu viku. A myndinni er hann að sýna áhugasömum þáttakendum réttu vinnubrögðin við útskurðinn og nem- endurnir fylgjast einbeittir með.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.