Fjarðarpósturinn - 31.08.2000, Page 3
Fimmtudagur 31.8. 2000
Fjarðarpósturinn 3
Stálgrímur skrifar
... sveifla haka og
rækta nýjan skóg
Það er eins og Stálgrím rámi í að
hafa einhvern tímann sungið
hendinguna hérna að ofan - oftar
en ekki í einhverjum gleðskap og
verið þá svo upptekinn við að
skemmta sér að hann hefur ekki
mátt vera að því að láta þennan
tæra kveðskap ná alveg inn til
hjartans og hugleiða hinn djúp-
sækna en einfalda boðskap ...
sveifla haka og rækta nýjan skóg.
Og morguninn eftir slíka gleð-
skapi hafa allir söngvar af þessu
tagi verið grafnir og gleymdir
þangað til í næsta eða þar næsta
gleðskap. Og þó að Stálgrími
finnist textinn ágætlega sönghæf-
ur hefur það allt fram á þennan
dag ekki hvarflað að honum eitt
augnablik að taka þennan texta
bókstaflega. í fyrsta lagi þyrfti
eitthvað mikið til að Stálgrímur
færi að nota haka væri hann í
skógræktarhugleiðingum og í
öðru lagi hefur hann alltaf vor-
kennt því fólki sem hefiir talið sér
trú um að hægt væri að rækta
skóg á íslandi.
Þangað til í sumar. Þá varð Stál-
grímur snögglega fyrir stórkost-
legri og undursamlegri opinber-
un. Ekki svo að skilja að heilagur
andi hafi átt þar einhvern hlut að
máli eins og iðulega þegar opin-
beranir eiga sér stað. Þvert á móti.
Heilagur andi verður ekki með
neinu móti sakaður um að hafa
lokið upp augum Stálgríms og
boðað honum, hálfheiðnum og
lítilssigldum manninum, ný sann-
indi. Stálgrímur getur með engu
móti tekið undir með atvinnu-
predikurum, sem segja þegar
mikið liggur við: Guð talaði til
mín! Nei, hins vegar gæti Stál-
grímur sagt með nokkrum sanni:
Guðni talaði til mín!
Þannig var mál með vexti að Stál-
grímur fór sem sé í sumarfrí eins
og sannur íslendingur. Og ók um
byggðir landsins. Ogþegar maður
ekur um byggðir landsins og sér
allan þann stórhug sem ný gróð-
ursettir stubbar hist og her um
landið vitna um - hreint eins og
þeim hafi verið skotið úr þyrlu í
fijóan svörð - ja þá er ekki hægt
annað en að hrífast með og verða
altekinn hinum sanna skógræktar-
anda. Rækta hér skóg svo um
munar þannig að ekki verði nokk-
ur leið að sjá til hafs eða himins
alla leið frá Reykjavík til Egils-
staða. Verst er að Stálgrímur held-
ur að hann verði dauður áður en
sú stórkostlega framtíðar sýn
verður að veruleika.
Þetta var nú útúrdúr. Það kom
sem sé á daginn að Stálgrímur var
ekki búinn að tapa hæfileikanum
til að hrífast í einlægri og barns-
legri gleði. Né heldur hafði hann
misst hæfileikann til að skipta um
skoðun en fyrir allt annað hefur
Stálgrímur verið þekktur um dag-
ana en að skipta auðveldlega um
skoðun. Eitt augnablik óttaðist
Stálgrímur að hann væri að skipta
um skoðun og gat vart ímyndað
sér, að hann, þessi forni fjand-
maður alls ræktunarstarfs, væri að
verða hugfanginn af skógrækt og
um það bil að ganga í flokk með
skógræktarmönnum. Fjandakorn-
ið, það mátti ekki ske! Og á með-
an þessu efunartímabili stóð, sem
að vísu var ekki langt, gerðist það
æ ofan í æ að ekki var opnuð út-
varpsstöð eða sjónvarpsstöð án
þess þar væri ekki mættur minn
maður, Guðni landbúnaðar, að
setja niður Suðurlandsskóg,
Norðurlandsskóg, Austurlands-
skóg eins og ekki neitt. Það var
sem sé Guðni sem réði sinna-
skiptum Stálgríms í skógræktar-
málum. Stálgrímur getur varla
beðið næsta vors að fá að slást í
lið með Guðna og fara í þeysireið
um eyðimerkur landsins og stofna
þar nýja skóga hvern á fætur öðr-
um. Stálgrímur og Guðni að
sveifla haka og rækta nýjan
skóg....!
Stálgrímur
Strandgötu 11 Sími 565 1147
Námskeid fyrir eldri
borgara...
GrimdvrtlLmatriði upplýsingattiekni
Windows stýrikerfið
U'orcl ritxdnnslrt
• Notkun Internetsins
Námskeldid liefst 5. septembei.
og líkui' 6. oktobei. Keiutt vei öm á
pridjudogmn og fiinnitiuiogdin
frákl. 9.00 til 1200
Náiim-i upplýsingrtr og innrituii
i sinium 555 4980 og 544 4500
... 60 árn og eldri
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sfml: 5S5 4980 - Fax: 555 4981
Hllðasmára 9- 200 Kópavogi - Síml: 544 4500 - Fax: 644 4501
Tölvupó8tfang: skoll@ntv.ls - Heimaslöa: www.ntv.ls