Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. júní 2002 Tómstundagarður Leikjanámskeið fyrir 5-6 ára börn (fædd 1996-1997) Námskeiðin fara fram á leikvellinum neðst við Arnarhraun. Lögð er áhersla á leiki, umhverfismennt og annað skemmtilegt. Tómstundagarðurinn hefur þá sérstöðu að vera með kanínur, hænur og hamstra sem börnin fá að hugsa um. Námskeiðin eru hálfs dags og standa yfir í 2 vikur í senn frá 10. júni til 2. ágúst. Þátttökugjald er kr 3.000,-. Starfið stendur yfir frá 9-12 og 13-1R alla virka daga. Hægt er að fá gæslu frá 8 - 9 og frá 16 - 17. ATH gæsla mun kosta 1000 kr fyrir tímabilið. Því miður er ekki hæat að taka á móti greiðslukortum, greiða skal í upphafi hvers námskeiðs. Allar nánari upplýsingar í síma 555 2675 og 697 4100. Munið skoðanakönnunina á www.fjardarposturinn.is Aldnir sjómenn heiðraðir 4 Sjómannadagsráð Hafnarfjarðar heiðraði þrjá aldna sjómenn þá Birgir Óskarsson, 2 frá vinstri, Sigurð Hallgrímsson og Óskar Vigfússon. Með þeim er formaður Sjómannadagsráðs og eiginkonur Sigurðar og Óskars. Hlutu þeir fallegt gullmerki og bronsafsteypu af listaverki Þorkels Guðmundssonar sem stendur fyrir framan Iþróttahúsið við Strandgötu. FH sigraði KR á frjálsíHrónavellinum FH-ingar hafa verið sigursælir á frjálsíþróttavellinum og það dugði knattspymudeild liðsins er þeir mættu KR á dögunum og sigmðu 1:0. Ahorfendur vom fjölmargir enda veðrið mjög gott þó sömu sögu væri ekki hægt að segja um leikinn sem einkenndist af hnoði með boltann. Heldur fór í pirrumar á blaða- manni reykingar á áhorfenda- svæðum sem auðvitað á ekki að þekkjast á íþróttaleikvöngum. Umsóknir um skólavist í Flensborgarskólanum haustönn 2002 Við tökum á móti umsóknum frá nýnemum á skrifstofu skólans laugardaginn 8. júní milli kl. 10 og 14, mánudaginn 10. júní milli kl. 8 og 20 og þriðjudaginn 11. júní milli kl. 8 og 16. Allir umsækjendur verða að skila inn skriflegri umsókn og henni verða að fylgja gögn um grunnskólanám. Umsóknir nýnema verða að vera undirritaðar af foreldri / forráðamanni. Eftirtaldar brautir eru í boði: Almenn námsbraut 1 og 2 Félagsfræðabraut 140 ein. íþróttabraut 71 ein. Listnámsbraut 105 ein. Málabraut 140 ein. •Náttúrufræðibraut 140 ein. •Upplýsinga- og fjölmiðlabraut - grunnnám 60 ein. • Viðskiptabraut - verslunarpróf 70 ein. • Viðskiptabraut til stúdentsprófs 140 ein. •Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbrautum Inntaka á þessar brautir ræðst af þátttöku. Hægt er að flytja nám af almennri braut, styttri braut eða starfsnámsbraut yfir á stúdentsbraut. Nemendur sem eru með góðar einkunnir úr grunnskóla geta sótt um sérþjónustu innan skólans. Vakin er athygli á því að Flensborgarskólinn býður afbragðs þjónustu á sviði tölvumála, t.d. stendur nemendum til boða að fá sér fartölvur með þráðlausu sambandi við skólanetið á hagstæðum kjörum o.fl. Upplýsingar eru einnig veittar í netfanginu flensborg@flensborg.is, síma 565 0400 eða á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans ásamt umsóknareyðublaði. Skólameistari FLENSBORGARSKÓLINN

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.