Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. júní 2002
www.fjardarposturinn.is 11
Skóhöiiin Sjö lausar stofur
fiytur í við Setbergsskóla
Fjörð
Skóhöllin sem verið hefur á
Bæjarhrauninu opnar í dag á 2.
hæð í Firði þar sem Ungir
jafnaðarmenn voru með kosn-
ingaskrifstofu og Samfylkingin
fagnaði sigri sínum, en annars
hefur þetta glæsilega húsnæði
staðið autt frá upphafi.
Olöf Bjamadóttir er versl-
unarstjóri í bamseignarfn Lám
Ólafsdóttur sem er viðskipta-
vinum Skóhallarinnar að góðu
kunn. Rekstrarstjóri er Linda
DeL'Etoile.
Skómarkaður verður í gamla
húsnæðinu á Bæjarhrauninu út
júní.
2% vildu
ópólitískan
bæjarstióra
Skv. heimildum blaðsins vildu
aðeins 2% bæjarbúa ópólitískan
bæjarstjóra skv. könnun Gallups
sem gerð var rétt fyrir kosningar.
Um helmingur var alveg sama
eða neituðu að svara en um 20%
nefndu hvom um sig, Magnús
Gunnarsson og Lúðvík Geirsson
þó heldur hafi hallað á Lúðvík.
Úrtakið var 1200 manns og
spurt um leið og spurt var um
fýlgi við flokkanna.
Skv. tillögum fráfarandi meiri-
hluta á að kaupa 2 lausar stofur
umfram þá einu sem gert er ráð
fyrir í fjárhagsáætlun. Verða þá 7
lausar stofur við skólann og með
þessum aðgerðum á að vera hægt
að einsetja skólann í haust.
Til að þetta verði unnt þarf að
hagræða í bekkjum en einnig er
búist við fækkun í L, 2. og 5
bekkjum skólans. Jafnframt er
gert ráð fyrir að keyptar verði 2
lausar stofur við Víðistaðaskóla
til viðbótar við þær 2 sem fyrir
em og þannig verði unnt að
einsetja skólann í haust.
Ekki er talið að pólitískur
ágreiningur sé um bráðalausnir
en menn undrast vinnubrögðin
og Lúðvík Geirsson segir að frá-
farandi umboðslaus meirihluti sé
að reyna að taka til á lokametr-
unum, verkefni sem hefði mátt
ljúka miklu fyrr.
Afgreiða á málin á bæjar-
ráðsfundi í dag.
Vtð Víðistaðaskóla eru 2 lausar kennslustofur nú hegar.
Vtð Setbergsskóla eru 4 lausar kennslustofur nú þegar.
Björgvin Halldórsson
heiðraóur
Björgvin Halldórsson tónlistarmaður hlaut viðurkenningu
Minningarsjóðs um hjónin Sverri Magnússon og Ingibjörgu
Sigurjónsdóttur árið 2002. Var viðurkenningin afhent við hátíðlegt
tækifæri í Hafnarborg sl. laugardag.
Minningarsjóður um hjónin Sverri Magnússon og Ingibjörgu
Siguijónsdóttur frumkvöðla að stofnun Hafnarborgar, menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar, varstofnaður 1. júní 1993.
Tilgangur sjóðsins er að minnast þeirra hjóna með því að veita
táknræna viðurkenningu, í formi listaverka, fyrir framlag til
menningar og lista í Hafnarfirði.
Ný f ramsókn í Haf narfirði
Tómas Meyer, formaður Félags ungra framsóknarmanna Hafnarfirði:
Áður en ég byija á
mínu efhi vil ég óska
Lúðvík Geirssyni og
samflokksmönnum til
hamingju með kosn-
ingarsigurinn 25. maí
sl.
Þar sem við fram-
sóknarmenn biðum
mikinn ósigur koma
upp allskonar skýringar hvers
vegna flokkurinn tapaði svona
miklu fylgi frá kosningum 1998.
Greinilegt er að það fylgi sem
fór, fór að mestum hluta til Sam-
fylkingar enda tileinka báðir
flokkar sér félagshyggju, Sam-
fylking á formi jafnaðarmennsku
og við framsóknarmenn á formi
frjálslyndar miðjustefnu. Þessar
stefnur skilgreini ég oftast svo að
jafnaðarmenskan heldur í, er lítið
fyrir nýjungar og breytingar ( þó
svo að Alþýðuflokkurinn sálugi
hafi oft sótt vel fram í lands-
pólitík). Frjálslynd
miðjustefna sem við
framsóknarmenn för-
um eftir vinnur á stöð-
ugum umbótum á
samfélaginu og nýj-
ungum sem era þjóð-
félaginu fýrir bestu og
að manngildið sé ofar
auðgildi.
Framsóknarflokkurinn í Hafn-
arfirði þarf núna að fara í algjöra
andlitlyftingu, hreinsa þarf vera-
lega til enda kom það bersýnilega
í ljós í ný liðnum kosningum að
menn sem þóttust vera að vinna
fyrir flokkinn vora alls ekki að
gera það.
Ungir framsóknarmenn í Hafn-
arfirði era alls ekki af baki dottnir
þó svo að flokkurinn sé ofan í
frystikistu næstu fjögur árin hvað
varðar bæjarmálin.
Forysta félags ungra ffamsókn-
armanna tók við félagi ungra
framsóknarmannaí byrjun árs
eftir mörg mjög dauf ár í starfi
þess oggetumviðveriðstoltiraf
okkar verki sem komið er.
Félag ungra framsóknarmanna
mun fylgjast grant með störfum
bæjarstjómar og get ég fullyrt að
ungir framsóknarmenn verða
sýnilegir á komandi kjörtímabili,
því Samfylkingin mun fá að
svara ef þeir halda sig ekki við
stefnuskrá sína.
Samt finnst mér skrýtið að
Hafnfirðingar hafi hafnað þeim
meirihluta sem var, því ég efast
um að slíkt framfara og uppbygg-
ingarskeið eigi eftir að koma á
meðan að núverandi meirihluti er
við stjóm eða hvað?
Ný ffamsókn í fjörðinn ekkert
annað kemur til greina enda setur
Framsóknarflokkurinn manninn
og velferð hans í öndvegi hvar
sem er á landinu líka í Hafn-
arfirði.
Mat á umhverfisáhrifum vegna Reykjanesbrautar
Hafnarfjarðarbær
skili umsögn
Skipulagsstofnun sendi Hafn-
arfjarðarbæ skýrslur um mat á
umhverfisáhrifum tvöföldunar
Reykjanesbrautar frá Fífu-
hvammsvegi að Álftanesvegi og
um Hafnarfjörð, frá Álftanesvegi
að Ásbraut. Óskað er eftir um-
sögn Hafnarfjarðarbæjar um
skýrsluna eigi síðar en 14. júm'
nk. Einnig sendi hún skýrslu um
mat á umhverfisáhrifum tvöföld-
unar Reykjanesbrautar um Hafn-
arfjörð, frá Álftanesvegi að Ás-
braut.
Bæjarráð hefur falið skipu-
lagsstjóra að gera drög að um-
sögn en skýrslan um mat á um-
hverfisáhrifum tvöföldunar
Reykjanesbrautar um Hafnar-
fjörð, frá Álftanesvegi að Ás-
braut liggur frammi til kynningar
fyrir almenning á skrifstofu
Hafnarfj arðarbæjar til 5. júlí
2002.
Fjarðarpósturinn
besti auglýsingamiðillinn fyrir
Hafnarfjörð!
www.fjardarposturinn.is
Hjólreiðakeppni
hefst í Hafnarfirði
Bláalónskeppnin 2002 hefst á laugardag, enn
möguleiki á að vera með
Bláalónskeppnin 2002
hefst á laugardaginn kl
10. Keppnin, sem er
fjallahjólakeppni, er
haldin af Hjólreiðafélagi
Reykjavíkur og er ein
stærsta hjólreiðakeppni
landsins. Keppt hefur
verið undanfarin fimm
ár og þátttaka aukist ár
frá ári. I lýrra luku um 50
manns keppni, og nú er
stefnt á að fá 100 þátttak-
endur. Hjólaðir era tæpir
60 km frá kirkjugarð-
inum í Hafnarfirði, um
Krýsuvíkurveg, Djúpavatnsleið,
gegnum Grindavík og endað í
Bláa lóninu.
Leiðin er að hluta á bundnu
slitlagi og er ekki mjög torfær.
Keppnin er opin öllu hjólreiða-
fólki, konum og körlum, 16 ára
og eldri. Veitt verða verðlaun
fyrir 3 fýrstu sæti í hveijum
aldursflokki karla og kvenna en
alls verða 5 flokkar.
Allir þátttakendur fá bol
merktan keppninni, frítt í Bláa
lóninu eftir keppnina og aðgang
að happdrætti með Jamis-Dakar
hjól í verðlaun en mótsgjald er
aðeins 1.000 kr.
Björgunasveit Hafnarfjarðar
sérum sjúkragæslu, tværdty'kkj-
arstöðvar er á leiðinni og mögu-
leiki á flutningi á keppendum og
hjólum til baka eftir keppnina.
Keppnin er haldin í samstarfi
við Æskulýðs- og tómstundastarf
Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar era á
heimasíðunni: http://hfr.vortex.is.
Samræmd vísitala
neysluverðs
Lækkaði minnst á íslandi og verðbólga hæst
Samræmd vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 111,2 stig
(1996=100) í apríl sl. og hækkaði um 0,5% frá mars. Á sama tíma
lækkaði samræmda vísitalan fýrir Island um 0,1%.
Frá apríl 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld
með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,2% að meðaltali í ríkjum
EES, 2,4% í Evra ríkjum og 7,7% á íslandi.
Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf
mánaða tímabili var á Islandi 7,7% og á írlandi 5,0%. Verðbólgan
var minnst,
-0,1% í Noregi og 1,5% í Bretlandi.