Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 6. júní 2002
Það var húsíyllir í Víðistaða-
kirkju á skólaslitum Tónlistar-
skólans. Nemendur glöddu eyru
gesta með gullfallegum tónlistar-
flutningi og þeir voru ijölmargir
sem fengu stigspróf sín afhent
eins og þeir sem sjást á myndinni
hér að neðan.
Starf skólans er í miklum
blóma en ekki er hægt að taka
við öllum þeim sem vilja hefja
nám í hljóðfæraleik. Vel gekk að
vinna upp glataðan tíma vegna
langs verkfalls tónlistarkennara
og virðist verkfallið ekki hafa
komið niður á tjölda þeirra sem
tóku stigspróf.
Fjölmenni við skólaslit
Tónlistarskólans
glæsilegur tónlistarflutningur æskufólksins
Opinn fulltrúaráðsfundur
sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði
Fimmtudaginn 13. júní lýkur vetrarstarfi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði með
opnum fulltrúaráðsfundi sem hefst í
Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, kl. 20.
Þátttakendur úr kosningastarfinu og aðrir
stuðningsmenn eru velkomnir.
1. Magnús Gunnarsson ræðir niðurstöður kosninganna og
bæjarmálastarfið framundan.
2. Önnur mál.
Veitingar verða á boðstólum og umræður að lokinni formlegri dagskrá.
Sjálfstæðisfélögin þakka stuðningsfólki liðsinnið í nýliðnum
kosningum og horfa til ánægjulegs samstarfs áfram.
Dagskrá:
Helena Sverrísdóttir (14), Pálína María Gunnlaugsdóttir (15), Bára
Sigurjónsdóttir (15) og Hrefna Stefánsdóttir (15)._____________
Fjórar stúlkur úr
Haukum í
unglingalandsliðið
Safna fyrir ferð með liðinu til Möltu
Körfuknattleiksstúlkur úr
Haukum stóðu sig vel í vetur og
hömpuðu mörgum bikurum og
hafa 4 ungar stúlkur verið valdar
í unglingalandsliðið sem fer til
Möltu í lok mánaðarins.
Stúlkumar þurfa sjálfar að
standa straum af ferðakostnaði
og hyggjast því leita til hafn-
firskra íyrirtækja um stuðning.
Stúlkumar sem kíktu við á rit-
stjóm Fjarðarpóstsins vonast til
þess að vel verði tekið á móti
þeim. Stúlkumar em allar úr 10.
flokki Hauka.
Björgunar-
sveitin flytur
Rauð skal gamla slökkvistöðin vera
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
hefur fengið gömlu slökkvistöð-
ina við Flatahraun til umráða
næstu árin. Það var sérstakt að sjá
að loksins þegar slökkvilið flutti
úr húsinu var húsið málað rautt.
A sama tíma „ók“ gamla
skátaheimilið framhjá en Björg-
unarsveitin varð til við samein-
ingu Björgunarsveitarinnar
Fiskakletts og Hjálparsveitar
skáta í Hafnarfirði.
Björgunarsveitarmenn em
ánægðir með nýja húsnæðið sem
hentar ágætlega undir starf-
semina uns nýtt hús verður byggt
innan fárra ára.
Könnun Fjarðarpóstsins nr. 23
Vilt þú jarðgera heima fyrir ef það lækkaöi sorphirðugjöldin?
Kíktu á nýja könnun á www.fjardarposturinn.is