Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.12.2002, Síða 14

Fjarðarpósturinn - 12.12.2002, Síða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. desember 2002 Jóladagskrá í Hafnarflrði laugardagur 14. desember 11-18 Jólahandverksmarkaður, skemmtun, tónlist og uppákomur í Firði. 1317 Sala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á jólatrjám á Thorsplani. 13-18.30 Strandgatan: 13 Fríkirkjukórinn 14-16 Spilandi jólasveinar 14.30-16 Flensborgarkórarnir og Þórður harmónikuleikari. 16-18 Kariakórinn Þrestir 14 Snuðra og Tuðra í Bæjarbíói. Bókasafn Hafnarfjarðar býður í leikhús, á sýningu Möguleikhússins Jólarósir Snuðru og Tuðm. Ókeypis aðgangur 15 Gaflarakórinn syngur í Firði undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. 16 Kvikmyndasafn íslands í Bæjarbíói: Punktur, punktur, komma strik eftir Þorstein Jónsson. Aðgangseyrir 500 kr. 20 Jólahátíð Skátakórsins í Hafnarborg: Söngur og skemmtiatriði. Sunmidagur 15. desember 13 Kökumeistarinn skreytir piparkökur og nafnamerkir fyrir börnin í Firði. Geiri góði trúður skemmtir. 13-17 Sala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á jólatrjám á Thorsplani. 20.30 Kór Hafnarfjarðarkirkju með jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju. Miðuikudagur 18. desember 20 Jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar í Hásölum. Gestir kórsins verða Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari og Gunnar Gunnarsson fiautuleikari. Fimmtudagur 19. desember 20 Tónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar og tveggja kóra Flensborgarskólans í Víðistaðakirkju. Föstudagur 20. desember 21 Mozart við kertaljós Kammerhópurinn Camerarctica heldur nú sína tíundu kertaljósatónleika í Hafnarfjarðarkirkju. Mikið spurt um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa Spjallað við Svandísi Kristinsdóttur þjónustufulltrúa íslandsbanka: Mikill erill er jafnan í útibúi ís- landsbanka í Fjarðargötu á þess- um tíma árs í tengslum við hlutabréfaviðskipti. „Fólk kemur mikið milli jóla og nýárs með fyrirspumir um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa," segir Svandís Kristinsdóttir, þjónustu- fulltrúi í útibúinu. „Við höfúm hins vegar reynt að fá fólk til að vera fyrr á ferðinni til að koma í veg fyrir að biðraðir myndist hjá okkur yftr hátíðamar." Fjölmargir hafa á undanföm- um ámm nýtt sér skattafslátt sem veittur er vegna kaupa einstakl- inga á hlutabréfum. Samkvæmt þeim reglum sem um afsláttinn gilda getur fólk fengið allt að 60% af kaupverði hlutabréfa dregið frá tekjuskattstofni sínum. Reglumar munu falla úr gildi um næstu áramót og er árið 2002 því síðasta árið sem fólk getur notið þessara fríðinda. Aukinn afsláttur fyrir greið- endur hátekjuskatts Svandís segir að í ár nemi skattafslátturinn rúmlega 30 þús- und krónum fyrir einstakling en 61 þúsund fýrir hjón. „Þetta þýð- ir að einstaklingur getur keypt hlutabréf fyrir rúmlega 133 þús- und krónur en hjón íyrir 266 þúsund til að nýta sér afsláttinn að fúllu. Þeir sem greiða hátekju- skatt fá aukinn afslátt. Einstakl- ingur sem hefur meira en fjórar milljónir króna í árstekjur fær rúmlega 36 þúsund krónur í af- slátt og hjá hjónum sem hafa meira en átta milljónir í árstekjur samanlagt nemur afslátturinn tæplega 73 þúsund krónum," segir Svandís. Reglumar um skattafsláttinn voru upphaflega settar til að efla íslenskan hlutabréfamarkað og stuðla að auknum spamaði lands- manna um leið. Framan af gilti afslátturinn því einungis þegar keypt vom hlutabréf í íslenskum félögum en síðan árið 2000 hefur afslátturinn gilt um öll hlutabréf sem skráð em í kauphöll á Evrópska efhahagssvæðinu. Meiri áhugi vegna viðsnúnings á niarkaðnum Viðsnúningur hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á fjessu ári og hefúr vísitala Aðal- lista í Kauphöll Islands hækkað töluvert síðustu mánuði. Þá virð- ast erlendir hlutabréfamarkaðir vera smám saman að taka við sér áný. lengri tíma. Fyrir flesta hentar að kaupa hlutabréf í grónum og traustum fyrirtækjum til að tryggja að fjárfestingin skili arði í samræmi við væntingar. Skilyrði að fólk auki við hlutabréfaeign sína Svandís segir að fólk þurfi að átta sig á því að það þarf að auka við hlutabréfaeign sína yfir árið til að geta notið skattafsláttarins. „Ef fólk hefur selt hlutabréf á árinu, dregst andvirði þeirra ffá „Það er mikilvœgt aðfólk líti á hlutabréfakaupin sem langtímafjár- festingu, “ segir Svandís Kristinsdóttir, þjónustufulltrúi í útibúi Islandsbanka við Fjarðargötu. „Við höfum orðið vör við að batnandi ástand á mörkuðum hef- ur valdið auknum áhuga meðal fólks á að nýta sér skattafsláttinn. Hins vegar virðist það halda aftur af sumum að afslátturinn er bundinn því skilyrði að fólk eigi bréfin yfir fimm áramót. Þeir sem kaupa hlutabréf nú mega því ekki selja bréfin fyrr en í ársbyijun 2007. Þó getur fólk, ef það vill, skipt út hlutabréfum á þessu tímabili en þá verður að kaupa ný hlutabréf fýrir sömu ijárhæð og nemur andvirði bréfanna sem skattafsláttur var veittur út á.“ Að sögn Svandísar leggja ráð- gjafar Islandsbanka áherslu á að skattafslátturinn sé hugsaður til að auðvelda fólki að spara til verði bréfa sem keypt hafa verið á árinu. Afsláttur er aðeins veitt- ur ef heildareign í hlutabréfum eykst yfir árið.“ Hún bendir einnig á að fyrir þá sem hafa tekjur undir skattleysis- mörkum nýtist skattafslátturinn til lækkunar á eignarskatti og fjármagnstekjuskatti. „Skattaf- slátturinn hækkar persónuafslátt þeirra sem eru undir skattleysis- mörkum. Aukinn persónuafslátt- ur nýtist þeim til að minnka eign- ar- eða fjármagnstekjuskatt. Þetta getur komið sér vel fyrir marga í hópi aldraðra sem hafa litlar tekjur en eiga eignir sem þeir þurfa að borga af,“ segir Svandís. | Jólatilboð á Ijósakortum! Stjömuféi Fjarðargötu 17 - Sími 555 7272 - iiiiöbœ Hafnaijjaröar

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.