Fjarðarpósturinn - 12.12.2002, Qupperneq 19
Fimmtudagur 12. desember 2002
www.fjardarposturinn.is 19
Ástríku foreldrar
Valgarður Valgarðsson lögregluvarðstjóri skrifar:
Nú þegar jól og ára-
mót nálgast þá langar
mig, að gefnu tilefni,
að biðja foreldra um að
leiða hugann sérstak-
lega að útivistartíma
bama sinna. Það hefur
sýnt sig í gegnum tíð-
ina að þegar jólafrí
grunnskólanna byrjar þá aukast
skemmdarverk, hverskonar,
nokkuð. Virðist sem foreldrar
slaki nokkuð á útivistarreglunum
yfir jólahátíðina og taki í staðin
upp nýjar og oft miður góðar
„afþvíbara" reglur.
Skemmdarstarfsemin tengist
oftast sölu og meðferð skotelda
og blysa dagana í kringum ára-
mót. Þá þykir sumum bömum og
unglingum spennandi að útbúa
varasamar sprengjur úr þeim
skotföngum sem era á boð-
stólum. Og oft kviknar skemmd-
arfýsnin er skyggja og kvölda
tekur og stendur jafnvel hæst
þegar komið er framyfir úti-
vistaratíma hjá ungu fólki.
Ég hvet foreldra líka sér-
staklega til að sýna ástríki og
ábyrgð í verki gagn-
vart börnum sínum
um áramótin, líkt og
alla aðra daga, og
stuðla að fjölskyldu-
vænu gamlárskvöldi
þar sem allir fái notið
sín í öraggu og
ánægjulegu andrúms-
lofti. Eyðum þeim ljóta ósið og
ómenningu að börn og ung-
menni séu úti á lífinu á nýársnótt,
eftirlitslaus við óæskilegar að-
stæður, jafnvel drakkinn og
hættuleg sjálfum sér og öðram.
Byggjum upp á heilbrigðum
grunni í þessum málum, foreldr-
um og ekki hvað síst bömunum
okkar til heilla.
Það hefur sýnt sig að þegar
böm og ungmenni lenda hvað
oftast í vandræðum og óæski-
legum aðstæðum sem þau kunna
ekki að ráða fram úr þá er það
eftir að útivistartíma þeirra lýkur.
Böm era foreldrum sínum afar
kær og því skulum við virða þau
lög og reglur sem eru sett þeim
til vemdar líkt og útivistarregl-
unum er ætlað að gera.
Þekkír hú
bæinn binn?
Gönguferðir um bæinn vekja
mann til umhugsunar um gamla
tíma og nýja.
Þú leitar oft gœfutmar langt
yfirskammt, þú leitar ífjarlœgð
en átt hana samt. En vel skal
þess gœta, hún oftast nœr er, í
umhverfi þínu hið nœsta þér.
Tryggvi Þorsteinsson
Hollvinasamtök Flensborgarskólans
www.fjardarposturinn.is/hollvinir
Ert þú búin(n) að skrá þig?
^ésmíða verkstseój
GYLFA ehf.
Öll almenn trésmíðavinna
eldhúsinnréttingar • sólbekkir • skápar
Hólshrauni 5 • Sími 565 4797, 897 7947 • fax 565 7947
Uppistand í Kaffi Firði
Snorri Hergill og Hjörtur Howser
Mjög vel tókst til á fyrsta
uppistandinu í Kaffi Firði á laug-
ardaginn. Á laugardaginn kemur
Hjörtur Howser í fyrsta sinn
fram sem uppistandari og verður
spennandi að sjá hvemig honum
tekst til. Einni kemur Snorri
Hergill fram en hann er einn
fyndnasti maður íslands og
komst í úrslit í keppni um fyndn-
asta mann íslands fyrir skömmu.
Uppistandið hefst um kl. 20 og
aðgangur er ókeypis. Steinn
Armann Magnússon hefur um-
sjón með þessum skemmtilegum
kvöldum.
Frumburðarrétturinn
- rénur okkar allra
Gunnar Örlygsson
stuðningsmaður Frjálslynda flokksins:
Sjávarút vegsstefna
Frjálslynda flokksins
mun hleypa nýju lífi í
byggðir landsins.
Stefnan byggir á þeirri
leið að strandveiði-
flotinn fari allur undir
sóknarkerfi, aðskilja
veiðar og vinnslu og
um leið stuðla að löndun alls afla
á ferskfiskmarkaði. Fymingaleið
j verði valin með innköllun veiði-
j heimilda á 5 áram. Frystitogara-,
nótaveiði- og flottrollsflotinn
geta verið áfram í framseljanlegu
kvótakerfi innan eins útgerðar-
flokks. Þessi útgerðarflokkur
getur ekki keypt heimildir niður
fýrir sig úr íslenskri landhelgi.
Ljóst er að þessi leið mun
hleypa miklu Kfi í byggðir lands-
ins. Hin erfiða umræða brott-
j kasts mun heyra sögunni til, opn-
j að verður fyiir nýliðun í greinina
og fiskvinnslu án útgerðar verð-
ur gert rétt til með þeirri skipan
að öllum afla verði landað á
ferskfiskmarkaði. Jöfn tækifæri,
réttlæti og ftjáls samkeppni era
gildi sem loks munu líta dagsins
ljós eftir myrkviði undanfarinna
20 ára.
Hvert bæjarfélag mun fínna
fyrir miklum breytingum á stutt-
um tíma. Andrúmsloftið verður
J þægilegra og biturð vegna órétt-
látra úthlutana mun ekki vara
við. Við mun taka heilbrigð
kappsemi í takt við forsjá Islend-
ingsins og bæði afla- og útflutn-
ingsverðmæti sjávarfangs mun
stóraukast í hverri byggð fyrir
sig. Oeðlilegt peningaveldi ör-
| fárra fjölskyldna mun lappast
niður og við tekur framburðar-
réttur allra einstaklinga í hverri
byggð að nýta þjóðarauðlindina.
Það er ekki ætlan Fijálslynda
flokksins með nokkra móti að
hrifsa til sín veiðirétt núverandi
kvótaeiganda, síður en svo.
Einungis að jöfn tækifæri til
veiða, frumburðarréttur allra
j verði tryggður og réttlæti við út-
| hlutun fari á annan veg en raunin
er í dag. Ef fólk kýs óbreytta
stjóm þá um leið
kastar það frá sér
frumburðaréttinum
sem um getur að ofan,
kastar fyrir róða val-
möguleika afkomenda
sinna á að starfa í
greininni þegar fram í
sækir og um leið lofar
þá einræðisstjóm sem eingöngu
stendur ósvikirm vörð við hallir
þeirra valdamestu og ríkustu.
Frjálslyndi flokkurinn mun
auka við sig fylgi í komandi
alþingiskosningum. Skarpar lín-
ur verða dregnar upp í öllum
málaflokkum. Flokkurinn verður
gerður nútímalegri. Heimasíða
flokksins mun verða öflugt mál-
gagn flokksins en þar verður að
finna allt sem að starfi flokksins
kemur. Öflugir markaðsmenn
munu ná til þeirra yngri, þeirra
sem minna láta sig um lands-
málin varða en þessi hópur er
óvenju drjúgur. Talsmenn flokks-
ins verða vandlega valdir sem og
frambjóðendur flokksins en boð-
ið verður ffam í öllum kjördæm-
um.
Umfram allt verður á ferðinni
ungur flokkur sem mun berjast
með kjafti og klóm og byltingar-
anda fyrir réttlæti, jöfhum tæki-
færam og velferðamálum þeirra
sem minnst mega sín. Markmið
okkar er að auka fylgi flokksins
úr 4,2% í 10% á landsvísu. Ef
þessi markmið okkar verða af
veraleika þá mun núverandi
ríkistjóm falla. Við mun taka
stjóm sem mun starfa fýrir fólkið
í landinu. Öll sú hagræðing og
velmegun sem núverandi ríkis-
stjóm stærir sig af er einungis
hagræðing og velmegun fyrir
stærstu fyrirtækja- og fjölskyldu-
blokkir landsins. Við óbreytt
ástand munu milljarðar króna
halda áfrarn að streyma út úr
landinu.
Sýnum kjark og treystum nýju
fólki fyrir stjóm þessa lands.
Fijálslyndi flokkurinn vill þér
vel lesandi góður.
H SKÓLASKRIFSTOFA
J HAFNARFJARÐAR
Leikskólinn Kató
Skilastaða
Skilastaða er laus til umsóknar nú þegar í
leikskólanum Kató
Vinnutími frá kl. 15.00 til 17.30
Allar upplýsingar um starfið gefur
Rán Einarsdóttir, leikskóiastjóri í síma 555 019
og leikskólafulltrúi í síma 585 5800
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Fréttabrot
ftfgreiðslutfmi
bókasafnsins
styttist
Anna Sigríður Einarsdóttir,
forstöðumaður bókasafnins,
greindi menningarmálanefnd ffá
hugmyndum um breyttan af-
greiðslutíma safnsins. Gert er ráð
fyrir að afgreiðslutími safnsins
styttist um 2 tíma á viku, opið
verði til klukkan 19 alla virka
daga í stað 20 mánudaga -
fimmtudaga og 17 á föstudögum.
Safnið verði áfram opið á
laugardögum frá 11-15.
Menningarmálanefnd sam-
þykkti þessa tillögu og var henni
vísað til fjölskylduráðs.
Þyrping lif.
uerðurStoðhf.
Lagt fram bréf frá Fasteigna-
félaginu Stoð hf. tilkynnti Hafn-
aríjarðarbæ um sameiningu Fast-
eignafélagsins Stoð hf. og Þyrp-
ingar hf. undir nafni þess fyrr-
nefnda. Það verður því Stoð hf.
sem á í Norðurbakka ehf ásamt
Hafnaríjarðarbæ og fleirum.
ÖkumennHóp-
bílaogHagvagna
akauistuænt
Alvarlegustu vandamálin í
umferðinni í dag era umferðaslys
og neikvæð umhverfisáhrif.
Stærsti umhverfisvandinn sem
steðjar að umhverfinu er aukin
losun koldíoxíð, sem stuðlar að
gróðurhúsaáhrifum.
Hópbflar og Hagvagnar era
meðal þeirra fyrirtækja sem era
mjög meðvituð um umhverfis-
áhrif starfsemi sinnar og hafa því
sett sér metnaðarfulla umhverfis-
stefnu. Innleiðing á umhverfis-
stjómunarkerfi sem þeir stefna á
að fá vottað um mitt næsta ár
2003 er í fullri framkvæmd og á
áætlun.
Eitt af stóra atriðum stefnunn-
ar er að draga úr mengandi út-
blæstri frá bflum fyrirtækisins og
að auka umhverfisvimnd starfs-
manna með fræðslu og þjálfun,
og hvetja starfsmenn til að ffam-
kvæma verk sín á umhverfis-
vænan hátt. I samvinnu við Öku-
skólaim í Mjódd og Ökukennara-
félag fslands hefur verið útbúinn
sérstakt námskeið sem er sér-
sniðið fýrir starfsmenn Hópbfla.
Samkvæmt reynslu erlendii
frá hefur náðst 10-15% spam-
aður eftir slik námskeið.
Það kostar ekkert að aka á um-
hverfisvænan hátt. Þvert á móú
má spara með því töluverða pen-
inga á ári, allt efúr því hversu
mikið er ekið.
lelðrétting
I frétt um framboðslista Sam-
fylkingarinnar féll niður sfðasta
nafnið á listanum en í 22. sæti er
Auður Laxness húsmóðir úr
Mosfellsbæ. Er beðist velvirð-
ingar á þessu.