Fjarðarpósturinn - 13.05.2004, Side 11
Fimmtudagur 13. maí 2004
www.fjardarposturinn.is 11
I947árgang-
urinn hittist
Það eru 42 ár síðan nemendur
fæddir 1947 þreyttu unglinga-
próf í Flensborg. Hópurinn hittist
síðast árið 1997 og ætla að
endurtaka vel heppnaðan leik
þann 22. maí í Skútunni. Þar
verður skemmtileg kvöldstund
að sögn aðstandenda með óvænt-
um uppákomum kvöldverði og
því sem tilheyrir svona kvöldi.
Enn er hægt að skrá sig t.d. hjá
Margréti Finnbogadóttur í s. 555
1962 og Helga S. Þórðarsyni í s.
896 3363.
Vatnsleysi
Bilun varð í Setbergshvefmu á
mánudaginn og í framhaldi af
því var ákveðið að gera breyt-
ingar á kerfmu svo ekki þurfi að
loka fyrir vatn í öllu hverfinu
komi upp bilum. Það er gert með
því að bæta við lokum.
Vilja starfsmenn Vatnsveitu
Hafnarfjarðar þakka íbúum
Setbergs fyrir þolinmæðina
vegna þess ónæðis sem þeir hafa
haft vegna þessa.
Ragnheiður
setti
íslandsmet
„Þetta kom af
sjálfu sér“
Sundkonur SH hafa náð
frábærum árangri það sem af er
EM50 í Madrid. Ragnheiður
Ragnarsdóttir setti Islandsmet í
100 m skriðsundi. Hún synti á
tímanum 56,77 sek og bætti þar
með nokkurra klukkustunda met
Skagakonunnar Kolbrúnar Yrar
Kristjánsdóttur. Ragnheiður lenti
í 14. sæti og var tveimur sætum
ofar en Kolbrún Ýr. Anja Ríkey
Jakobsdóttir keppti í 200 m
baksundi og bætti tíma sinn um
rúmar 5 sekúndur. Anja Ríkey
synti á tímanum 2,24.89.
| Auglýsingar:
Cl Frét 565 3066
tasími: R
565 4512 \_
leiðrétting
í frásögn af ályktun stjómar
félags 60+, félags Samfylking-
arfólks, 60 ára og eldra, var í
fyrirsögn talað um Eldri krata.
Þetta kunnu forsvarsmenn fé-
lagsins ekki að meta og sögðu
fólk koma úr ýmsum áttum og
væru ekki allir kratar.
Ritstjóri biðst velvirðingar á að
hafa notað óheppilega fyrirsögn
en taldi í einfeldni sinni alla
Samfylkingarmenn vera jafn-
aðarmenn (krata).
Englakórinn á
tónleikum
Söngur 3ja til 5 ára barna í Hásölum á laugardag
Englakórinn heldur upp-
skerahátíð á laugardaginn kl. 12
í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju.
Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn
heldur tónleika, en kórinn var
stofnaður af Natalíu Chow
Hewlett haustið 2003. Öll böm-
in, bæði úr Hafnarfirði og
Kópavogi samtals um 70 böm,
munu koma saman að syngja
fyrir aðstandendur og aðra.
Englakórinn er bamakór fyrir
böm á aldrinum 3ja til 5 ára,
með aðalaðsetur í Hafnarfirði.
Strax í upphafi vom bömin yfir
30 og í janúar var stofnað útibú
í Kópavogi. Kórinn æfir einu
sinni í viku í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla
Kópavogs. Kennt em gmnd-
vallaratriði í söng: öndun, radd-
beitingu, tónhæð og fleira.
Bömin fá að syngja bæði á
íslensku og á fleirum tungu-
málum: ensku, þýsku, frönsku,
svo eilthvað sé nefnt. Þau fá líka
að hlusta á klassísk tónverk,
læra notnalest, og spila á
ásláttarhljóðfæri.
Á tónleikum mun Natalía
einnig kynna starfsemi kórsins.
Aðgangur er ókeypis og allir
eru hjartanlega velkomnir.
Stjómandi Englakórsins er
Natalía Chow Hewlett og
undirleikari Julian Hewlett.
Bensínverðið
12. maí 2004
Sölustaður 96okt. dfsel
Atlantsolía 96^9 39,0
Esso, Lækjargötu 100,8 41,8
Esso, Rvk.vegi 103,2 44,6
Olís, Vesturgötu 100,8 41,8
Orkan, Óseyrarbraut 96,8 38,3
ÓB, Fjarðakaupum 102,6 44,0
ÓB, Melabraut 102,6 44,0
Skeljungur, Rvk.vegi 103,2 44,6
Öll verð miðast við sjálfs-
afgreiðslu og em fundin á vef-
síðum olíufélaganna. Athyglis-
vert er að sjá að ÓB hefur frá því
Fjarðarpósturinn birti frétt um
verð í Hafnarfirði, breytt verði
sínu á Melabrautinni til sam-
ræmis við verðið við Fjarðar-
kaup.
| Fréttasíminn:
565 4514
) i
Landsmót í skeet
Ellert Aðalsteinsson keppir á Norðurlandamóti
Alls tóku sextán skotíþrótta-
menn frá sex íþróttafélögum þátt
í Landsmóti í Skeet að Iða-
völlum í Hafnarfirði en þetta var
fyrsta landsmót Skotíþróttasam-
bands Islands í sumar.
Ellert Aðalsteinsson, SÍH,
sigraði með nokkmm yfirburð-
um með því að hitta 137 dúfur af
150. Ellert náði jafnframt lág-
marki STI til að öðlast þátttöku-
rétt á Norðurlandamóti sem er
frábær árangur.
A-sveit Skotíþróttafélags Hafn-
arfjarðar (SÍH) sigraði í liða-
keppninni með 333 dúfur en hana
skipuðu heiðursmennimir Ellert
Aðalsteinsson, Öm Valdimarsson
og Sigurþór Jóhannesson.
Urslit í einstaklingskeppni:
1 sæti Ellert Aðalsteinsson
(SÍH) með 137 dúfur
2 sæti Gunnar Gunnarsson
(SFS)með 131 dúfur
3 sæti Öm Valdimarsson (SÍH)
með 129 dúfur
Unglingaflokkur:
1 sæti Ölafur Össur Hansen SÍH
60 dúfur
Urslit í syeitakcppni:
A-sveit SÍH með 333 dúfur
Ellert Aðalsteinsson
Öm Valdimarsson
Sigurþór Jóhannesson
A- sveit SFS með 307 dúfur
Gunnar Gunnarsson
Friðþór Sigfús Sigurmunds.
Halldór Helgason
B- sveit SÍH með 283 dúfur
Kári Grétarsson
Kristinn Rafnsson
Stefán Örlygsson
Ellert Aðalsteinsson
1,9 millj. kr. sparnaður á viku
Hafnfirðingar græóa á verðstríðinu
Áhrif stofnunar Atlantsolíu
gætir hér í Hafnarfirði og ef
önnur ohufélög fæm að dæmi
Atlantsolíu og lækkuðu eld-
sneytisverð hjá sér gæti heildar-
kostnaður Hafnfirðinga við eld-
sneytisverð til ökutækja lækkað
um 1,9 millj. kr. á viku.
Þessi útreikningur miðast við
4,80 kr. mun á bensínverði og
4,60 kr. mun á díselverði en
áætluð bensínnotkun Hafnfirð-
inga em um 38 þúsund lítrar á
dag og notkun á díselohu er tæp
20 þúsund.
Þetta má lesa út úr útreikningi
Huga Hreiðarssonar hjá Atlants-
olíu sem gagnrýnir mjög að stóm
olíufélögin lækki verðið aðeins á
stöðvunum næst Atlantsolíu.
Eldsneytisverð hefur farið
mjög hækkandi í heiminum og
höfum við ekki farið varhluta af
því en lægsta verð hefur hækkað
um 9,7% á díselolíu og um 4,7%
á bensíni.
Munur milli hæsta og lægsta
verðs er 6,6% á bensíni og
16,4% á díselolíu. Því er til mikil
að vinna að versla þar sem
ódýrast er en í þessum reikningi
er aðeins miðað við verð í
sjálfsafgreiðslu. Sé verslað þar
sem full þjónusta er verður
munurinn miklu meiri.
Atlantsolía býður ein upp á
plasthanska við dælingu á
díselolíu en díeselolían lyktar
mjög mikið og er erfitt að ná
með einföldum þvotti. Margir
hafa kvartað yfir því að ekki
skulu vera hanskar á öllum
stöðum en enn virðist Atlantsolía
ein verða við þessum óskum
viðskiptavinanna.
ihróttir
Handbolti
Urslitakeppni karla:
Haukar - Valur: 33-28
Valur - Haukar: 23-29
Fótbolti
Úrslit karlar:
FH - KR: 2-1
Næstu leikir
Handboltikarla
13. maí kl. 19.15 Ásvellir:
Haukar - Valur
(16. maí kl. 16.15, Valsheimili
Valur - Haukar)
Fótbolti karla
15. maí kl. 17, KR-völlur:
KR-FH
Átján ára
körtubolta-
dómari
Dæmir á móti í Svíþjóð
Brynjar Öm Steingrímsson
körfuknattleiksdómari úr
Haukum er á leið til Gautaborg
í Svíþjóð að dæma á Basket-
ballfetival 2004 og hefst mótið
20. maí. Brynjar er sá yngsti
sem dæmir á þessu móti og er
einn efnilegasti körfuknatt-
leiksdómari landsins þrátt fyrir
ungan aldur en Brynjar Öm er
18 ára.
Coca-Cola
mótFH
1. Coca-Colamót FH verður
haldið í Kaplakrika á laug-
ardaginn.
Mótaraðirnar eru stiga-
keppni og verða haldin fjögur
mót og og reiknast þrjú bestu
mót einstaklings til stiga óháð
greinum. Keppendur geta
keppt í hverri grein sem þeir
vilja í stigakeppninni en aðeins
ein grein úr hverju móti
reiknast til stiga. Stig verða
reiknuð samkvæmt ungversku
stigakeppninni.
Stigahæstu karlar og konur
fá mjög vegleg verðlaun.
Verðlaun verða vegleg og m.a.
verður í fyrsta sæti í karla og
kvennaflokki flugferð til
Evrópu. Aukaverðlaun verða
veitt fyrir eftirtalinn árangur.
Fyrir stigahæsta löglega árang-
ur einstaklings í mótaröðunum
verða vegleg verðlaun.
Mótið hefst kl. 13 og em
bæjarbúar kvattir til að kíkja
við á fijálsíþróttavellinu.
Allir út að
hlaupa
Fólki sem ætlar að byija að
trimma er ráðlagt að fara hægt
af stað og ofgera sér ekki.